Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 26
4 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur var sjálfkjörinn forystumaður í samtökum lækna, bæði innan héraðs og utan, ekki vegna þess, að hann sæktist eft- ir vegtyllum, heldur vegna þess, að læknar trúðu honum fyrir málum sínum öðrum fremur. Hann var ávallt fulltrúi svæða- félags síns á aðalfundum Læknafélags Islands og sat í stjórn þess félags um árabil, og enda þótt hann byggi þá einn stjórn- armanna utan Reykjavíkur, mæddu stjórnarstörfin ekki minna á honum en öðrum stjórnarmönnum. Læknar minnast Ólafs vafalaust bezt frá aðalfundum L. 1. og læknaþingum, því að hann var öruggur fundamaður, góður og rökfastur ræðumaður og hafði manna bezt vald á íslenzku máli. Ég kynntist Ólafi Björnssyni fyrst fyrir rúmum 20 árum í háskóla, en veruleg og persónuleg urðu þau kynni fyrst löngu síðar, í sambandi við samskipti læknasamtakanna og almanna- trygginganna, því að Ólafur sat jafnan í samninganefndum fyrir hönd héraðslækna. Hann var þar vissulega fastur fyrir og vildi hlut lækna sem beztan, en meðíædd og áunnin sanngirni olli því, að hann leit hvert mál frá öllum hliðum, og hann leit ekki á trygg- ingakerfið sem stofnun setta til höfuðs læknastéttinni, heldur sem tæki, er gat gert læknum kleift að lækna alla, ríka og fátæka. Héraðslæknir nútímans hefur margar skyldur og ólíkar. Engir læknar aðrir hafa jafn-fjölbreyttan starfsvettvang, og það reynist mörgum erfitt að leysa þetta starf vel af hendi, og ungir læknar telja það ekki eftirsóknarvert í dag. Það er skoðun þeirra, sem gleggst þekkja, að Ólafi Björnssyni hafi betur tekizt að levsa af hendi héraðslæknisstarfið en flestum öðrum, því að honum tókst að sameina það þrennt að vera óaðfinnanlegur embættis- maður, frábær heimilislæknir og félagslegur ráðgjafi sjúklinga sinna og ráðunautur sveitarstjórna í heilbrigðismálum. Flestum virðist það, sem hér hefur verið talið, nægilegt starf einum manni, svo að önnur áhugamál yrðu afgangs, en eins og fyrr var getið, hafði Ólafur sýnilega hneigð til rannsóknarstarfa og sjálfstæðra athugana. Hann lét mjög til sín taka skipulags- mál heilbrigðismála, bæði sjúkrahúsmál og fyrirkomulag læknis- hjálpar. En þær rannsóknir, sem tímafrekastar munu hafa orðið, voru athuganir hans á atvinnusjúkdómi íslenzkra bænda, heymæð- inni. Mjög snemma í starfi sínu mun Ólafur hafa farið að skrá og athuga þessa sjúklinga sérstaklega og hafði viðað að sér miklu efni á þessu sviði, enda þótt tími entist ekki til að birta neitt þar að lútandi. Stjórnendur heilbrigðismála báru mikið traust til Ólafs. enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.