Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 29

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ / Grétar Ólafsson: PACEMAKER - MEÐFERÐ Stutt ágrip um bættar sjúkdóvishorfur sjúklinga me'ó algjöra leiðslustöðvun í hjarta. Skammstafanir, sem koma fyrir í greininni: A-V = Atrio-ventrikular S-A = Stokes-Adams P-M = Pacemaker P-g = Paceing Msec = Mille Second Inngangur Fyrstur manna sýndi Galvani fram á árið 1791, að vöðvar dragast saman, ef þeir eru ertir með rafstraumi. Innan læknisfræð- innar kom þó þessi athugun ekki að haldi fyrr en löngu síðar. Aldini (1819) og Duchenne (1870) reyndu að erta hjartað með rafstraumi. Þetta var hjá sjúklingum með of hægan hjart- slátt, meðal annars vegna afleiðinga barnaveiki. Á 19. öld héldu slíkar rannsóknir og tilraunir áfram, og árið 1952 tókst Zoll að erta hjartað og framkalla samdrátt (systole) með ytri (external) P-g.1 Tilraunin var gerð með straumi, sem hafði styrkleikann 75—150 volt og bylgjulengd 2 Msec, en ertingar- fjöldi (stimuli) var 40—90 á mínútu. Þessi aðferð, sem síðar hef- ur verið endurbætt, hefur bjargað mörgum mannslífum. Skömmu síðar var farið að gera P-M til innri (internal) P-g, þar sem P-M og rafleiðslum er komið fyrir undir húð. I fyrstu voru þessir P-M óáreiðanlegir og endingarlitlir, en endurbætur hafa verið örar og nú eru P-M og rafleiðslur þeirra yfirleitt end- ingarbetri, enda mjög til þeirra vandað, þar sem skyndileg bilun getur haft dauðann í för með sér. Sjúkdómstí'öni og dánartölur Eins og síðar verður bent á í þessari grein, er langalgengasta ástæða (indikation) P-M meðferðar algjör A-V leiðslustöðvun (block). Samkvæmt rannsóknum í Malmö (Johansson) 2 er tíðni hennar miðað við eina milljón íbúa 63 tilfelli árlega (eða 6.3/100 þús.). Þessir sjúklingar þurfa næstum undantekningar- laust á stöðugri P-M meðferð að halda. Á fundi brjóstholsskurð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.