Læknablaðið - 01.02.1968, Page 50
24
LÆKNABLAÐIÐ
finnst í vinstrum sauðfjár um allan heim og veldur miklu tjóni.
Vinstrarormur, hárormur, Hæmonchus og fleiri ormar hafa
að verulegu leyti svipaðan þróunarferil. Sem dæmi má taka klass-
íska tilraun, sem gerð var með vinstrarorminn, 0. circumcincta.1
Egg úr kindarsaur voru látin klekjast út í 18—24 klst. við stofu-
hita. Úr eggjunum komu lirfur á 1. stigi, sem skiptu um ham á
3.—4. degi í 2. stig og enn á ný á 5.—6. degi. Nú voru tilraunakind-
ur látnar éta talsvert magn af þessum 3. stigs lirfum, og síðan var
fylgzt með vexti þeirra í kindunum. Fyrstu tvo dagana fundust
lirfurnar í vömb og kepp. Á 4. degi höfðu þær grafið sig á kaf
í vinstrarslímhúð, sem var bólgin, smáörðótt með sérkennilegum
punktblæðingum. Á 7. degi fundust lirfur á 4. stigi í vinstur, laus-
ar úr slímhúð, og mátti nú greina á milli kynja. Á 8. degi fund-
ust ungir fullþroska ormar í vinstrarslímhúð, og á 9. degi höfðu
nærri því allar lirfurnar náð fullum þroska, og á 15. degi fund-
ust kvendýr með eggjum.
Ymsir hafa síðan gert svipaðar tilraunir og fengið sömu
niðurstöður í aðalatriðum. Þó eru margir hlutir breytilegir á þró-
unarferli lirfanna, og ekki má treysta á dagatalið. Meðan lirfurn-
ar eru utan kindarinnar, veltur mikið á hita- og rakastigi lofts-
ins, og eftir að þær koma í kindina, veltur bæði á lirfufjöldanum
og mótstöðuhæfni kindarinnar o. fl. Ekki bei’ mönnum alveg sam-
an um, hve lengi lirfur dvelja í slímhúðinni eða hvort ungir orm-
ar kunna að bora sér þangað aftur. Þetta er mikilsvert atriði,
því að álitið er, að mótefnamyndun kindarinnar verði fyrir
áhrif lirfanna, meðan þær dvelja í slímhúðinni, og þá eru þær
einnig að nokkru leyti varðar fyrir ormalyfjum.
Tilraunir hafa sýnt, að tíminn frá því vinstrarormalirfan
kemst í kindina, þar til eggjaframleiðslan hefst og kemur fram
í saurnum, er 20—60 dagar. 1 tilraunafé á Korpúlfsstöðum fóru
að finnast ormaegg í saur lambanna, þegar þau voru um það bil
mánaðargömul, en við þau skilyrði má ætla, að lömbin byrji að
gleypa í sig 3. stigs lirfur næstum nýfædd.2 Athuganir sumarið
1965 á lömbum frá Hesti sýndu, að vinstrarormarnir, 0. circ., bár-
ust fyrst í lömbin og voru nær einu ormarnir í lömbunum yfir
sumarið fram í ágúst eða september (sjá meðfylgjandi töflur
yfir orma í vinstur og mjógörn lamba fá Hesti 11. ágúst og 2.
október 1965 og I. línurit yfir meðaltölu oi’maeggja í saur).3
Lömbum, sem höfð voru heima um sumarið, var sumum slátr-
að 11. ágúst, og reyndust þá vinstrarormar vera 84% allra orma
eða um 3 þús. í hverju lambi að meðaltali. I öðrum lambahópi,