Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 60

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 60
30 LÆKNABLAÐIÐ lyf, sem verka á fullorðna, kynþroska orma, en hin lyfin, sem vinna á lirfunum, séu höfð til vara og aðeins gefin kindum, sem hafa orðið veikar. Mótstaða gegn ormalyfi Jafnvel þótt flestar niðurstöður af rannsóknum, sem bii'tar hafa verið um þetta efni, bendi ekki til þess, að hætta sé á auknu þoli orma gegn ormalyfjum, sýnir reynslan engu að síður, að það getur komið fyrir. Ef sama ormalyf er notað árum saman, minnka áhrif þess smám saman, og að lokum verður það áhrifa- laust. Þetta á bæði við phenothiazine og nikotin-koparsulfat. Það er sérstaklega mikil hætta á þessu fyrir fé, sem hefur að stað- aldri aðgang að fóðursalti, sem phenothiazine er blandað í. Um aukið þol eða mótstöðumyndun orma gegn nýju ormalyfjunum thibenzole og promintic o. fl. verður ekkert fullyrt, til þess hafa þau enn ekki verið nægilega lengi í notkun. En ráðlegt er að breyta til um tegundir ormalyfja til þess að forðast þá hættu af einhliða notkun, að áhrif lyfsins minnki smátt og smátt af aukinni mótstöðu ormanna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.