Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 71

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 39 Lágbygging: kr. 9.527.037.84 Hábygging: — 19.477.895.07 Alls kr. 29.004.932.91 og ber þá að hafa í huga, að í þessari upphæð eru vextir og ýmis kostn- aöur kr. 3.533.430.94 og vátryggingargjöld kr. 110.000.00. Samkvæmt tölunum hér að ofan er þá kostnaður á hvern rúmmetra í lágbygg- ingunni kr. 1.923.10, en í hábyggingunni kr. 3.389.22. Þegar borinn er saman efnahagsreikningur 31. des. 1966, sem birtur var á aðalfundi L. í. 1967 (sbr. Læknablaðið, 5. hefti, 53. árg., 194. bls.), og efnahagsreikningur 1. des. 1967, sem hér er birtur, kem- ur fram mikið misræmi á kostnaðarverði. í fyrrnefndum efnahags- reikningi er kostnaðarverð talið kr. 21.926.350.90, en raunverulegt kostnaðarverð er samkvæmt fylgiskjali 5 kr. 25.361.492.97. Þetta mis- ræmi stafar af því, að byggingarskuldir eru ekki færðar á fyrrnefna- an reikning. Gefur hann þess vegna ranga hugmynd um byggingar- kostnað hússins. Efnahagsreikningur sýnir eignir og skuldir Egilsgötu 3 í heild, en með eignarskiptingunni, sem að framan getur, varð að skipta skuldunum milli eigenda hússins. Var þá komizt að samkomulagi miiii húsráðs Domus Medica og Domus Meaica — sjálfseignarstofnunar á fundi 20. desember 1967 um skuldaskiptingu, eins og sést á fylgi- skjali 6. Við athugun á þessum efnahagsreikningi kemur í ljós, að eig- endur hábyggingarinnar hafa þegar greitt um 45.46% af byggingar- kostnaði (með greiddum vöxtum), en læknasamtökin um 21.0% af sinni eign. Skuld háhýsismanna er nú kr. 11.151.763.24, en félags- heimilisins kr. 7.793.465.42. Þessar tölur sýna, að fjárhagur hábygg- ingarinnar er allgóður, miðað við félagsheimilið. En þar sem niður- greiðslur á lánum eru mjög hraðar, þarf mánaðarlegt framlag (húsa- leiga) eigenda hábyggingarinnar að vera allhátt næstu árin, svo að unnt sé að greiða afborganir og vexti af lánum á tilskildum tíma. Öðru máli gegndi, ef hagstæð lán íengjust, en til þess eru litlar vonir í ná- inni framtíð. Við uppgjör á rekstrarsjóði hábyggingarinnar 1967 var um 55% húsaleigunnar varið til afborgana og vaxta af lánum. Þar sem félagsheimilið hefur aðeins greitt rúmlega fimmta hluta af kostnaðarverði og lánin eru óhagstæð, flest til 7—8 ára, en að- eins eitt lán er til lengri tíma, þ. e. ián úr Framkvæmdasjóði kr. 965.077.00 til 12—13 ára, má búast við, að róðurinn verði þungur næstu árin, nema sérstakar aðgerðir komi til. Félagsheimilið þarf að borga um eina milljón króna á ári í af- borganir af lánum næstu 7—8 árin og allt að átta hundruð þúsund krónur í vexti og gjöld af eignum næsta ár, en að sjálfsögðu fara vextir lækkandi með hverju árinu, sem líður. Auk þessara útgjalda þarf félagsheimilið að inna af hendi greiðslur vegna viðhaldskostn- aðar á veitingasal og leiguhúsnæði og koma til móts við eigendur há- byggingarinnar í sambandi við framkvæmdir á lóðinni, en þær eru mjög aðkallandi. Getur félagsheimilið staðið undir öllum þessum útgjöldum næstu árin? í fljótu bragði virðist útlitið ekki gott, miðað við þær tekjur,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.