Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1980, Síða 25

Læknablaðið - 15.04.1980, Síða 25
LÆKNABLADID 83 t MINNING ÁRNIB. ÁRNASON fyrrverandi héraðslæknir Árni Björn, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á Sauðárkróki 18. október 1902. Hann var sonur hjónanna Árna Björnssonar, pró- fasts frá Höfnum á Skaga og Líneyjar Sigur- jónsdóttur frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Árni ætlaði ekki að ganga veg langskóla- náms, heldur stefndi hugur hans til sjómennsku og siglinga. En slys, sem hann varð fyrir á unglingsárum og bar menjar um síðan, kom í veg fyrir pá fyrirætlan hans. Hann gekk pví í Menntaskólann í Reykjavík og lauk paðan stúdentsprófi 1926. Síðan lá leiðin í læknadeild Háskóla íslands og til kandidatsprófs par 1934. Að pví loknu var siglt til Danmerkur og par vann Árni á sjúkrahúsum til vors 1937. Eftir pessa priggja ára dvöl í Danmörku kom Árni heim vorið 1937 og var pá ráðinn til að gegna starfi héraðslæknis í Höfðahverfishéraði júní- mánuð Pað ár. Starfið par varð ekki aðeins einn mánuður eins og um var talað í fyrstu, heldur tæp fjörutíu ár, eða par til Árni veiktist skyndilega og alvarlega í apríllok 1977. Hann purfti sjúkrahúsvistar um tíma en rétti pó svo við, að hann komst aftur heim til Grenivíkur. Sumarið 1979 fór heilsu hans smáhrakandi og hann andaðist í svefni á heimili sínu aðfaranótt 15. ágúst sl. Þegar Árni hóf störf í Höfðahverfishéraði var byggð par miklu víðar en nú er. Byggð var á Látraströnd norður að Gjögrum, nyrzt við Eyjafjörð austanverðan, svo og í Fjörðum auk aðalbyggðarinnar í Höfðahverfi og Fnjóska- dal. Auk pess sinnti Árni oft fyrri árin læknis- vitjunum til Hríseyjar og jafnvel yfir á vestur- strönd Eyjafjarðar, einkum að vetri pegar samgöngur voru auðveldari um fjörðinn en á landi. Ekkert akvegasamband var framan af inn með Eyjafirði að austan og samgöngur mjög á sjó. Sá sem nú kemur á Grenivík og sér par aðeins porp og péttbýla sveit í góðu vegasambandi, fær litla hugmynd um pað verkefni og starfsaðstöðu, sem Árna var búin pegar hann kom til Grenivíkur 1937. Útjaðrar héraðsins, Látraströnd og Fjörður, eru fyrir alllöngu komnar í eyði, og læknispjónusta handan Eyjafjarðar úr sögunni. Sumarið 1934 giftist Árni Kristínu Loftsdótt- ur, skipstjóra í Reykjavík, Loftssonar. Lifir hún mann sinn ásamt prem börnum peirra hjóna, sem öll eru nýtir pjóðfélagspegnar, hvert í sínu starfi. Dóttur misstu pau stálpaða af slysförum. Kristín var og er skörungur til orðs og æðis. Sá stóð ekki einn, sem átti hana að förunaut og félaga í daglegu Iífi og starfi. Ég kynntist Árna nokkuð fyrir 20-30 árum. Örlögin höguðu pví síðar svo til að pað kom í minn hlut að vera nágrannalæknir hans síð- ustu átta árin, sem hann var í starfi. Taka við verkum hans pegar heilsa hans brast og reyna að vera honum innanhandar sem læknir síð- ustu árin. Ég mun pví hafa kynnst honum betur en flestir eða allir stéttarbræður hans, peirra sem ekki voru honum samtíða við nám. Ekki er hægt að segja að ég hafi kynnst honum náið, enda var pað ekki fljótlegt. Hann var að vísu mjög gestrisinn og viðræðugóður, en svo hlédrægur og eðliskurteis að hann talaði um flest frekar en sig og sína hagi og hugsanir. En í tengslum við pað verkefni, sem ég tók við, purfti ég oft að leita upplýsinga hjá honum og par var ekki komið að tómum kofanum. Hann kunni utanbókar ættfræði, sálarfræði og hagsögu héraðsbúa sinna, svo og að sjálfsögðu sjúkrasögur peirra sl. fjörutíu ár. Ævistarfi hans kynntist ég smátt og smátt frá héraðsbúum hans án pess að purfa að spyrja. Hann gerði ekki víðreist, hafði aldrei fastan viðtalstíma, en vann á pann gamla, sígilda og seigdrepandi hátt, að vera til viðtals allan sólarhringinn allan ársins hring, ef ein- hver taldi sig purfa að leita hans. Hann hafði að sjálfsögðu sína galla eins og við allir og gat með köflum verið mjög breyskur bróðir, einkum á fyrri árum. En sé litið á starf hans í heild verður pví bezt lýst með orðum eins af héraðsbúum hans við mig: »Árni veitti mér ævinlega öryggi, hjálp og úrlausn vandamála minna, pegar ég leitaði til hans«. Árni Björn var einn af síðustu fulltrúum hóps, sem á sínum tíma var uppistaða lækna- stéttar hér á Iandi, en er nú nær horfinn; héraðslæknanna, sem sátu lengi á sama stað, einir, aðstoðar- og aðstöðulitlir, en bættu slíkt upp með pekkingu á sjúklingunum og á getu sinni. Peir urðu pví eins konar læknislegir púsundpjalasmiðir, en pekktu pó takmörk sín. Aðstaða, pekking og tækni breytast, batna vonandi, kalla á nýjar aðferðir, ný viðhorf,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.