Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1980, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.04.1980, Qupperneq 36
90 LÆKNABLADIÐ symptomatologia getur oft ruglað okkur illa og sjúklingurinn er látinn gangast undir afar margvíslegar rannsóknir: Rannsakað er hjarta- og æðakerfi, allskonar blóðrannsóknir gerðar, meltingarvegur myndaður hátt og lágt, einnig öndunarfæri, höfuðkúpa, hjarta, lungu, hryggur og liðir. Eftir allar pessar umfangsmiklu rannsóknir hefur svo ekkert sérstakt komið í ljós, annað en fullkomlega eðlilegur líkami og eðlileg líkamsstarfsemi. Það er pví ljóst, að afstaða sjúklings til vinnu sinnar, svo og önnur félags- leg aðstaða, eru atriði, sem okkur heimilislækn- um er nauðsynlegt að hafa ofarlega í huga, pegar við fáumst við einkenni af pessu tagi, sem ógjarnan láta undan lyfjameðferð. E.t.v. pyrftum við pá ekki að nota eins mikið útilokunaraðferðina, sem byggist á rannsókn- um, eins og peim, sem ég gat um áðan. Pað sparaði lækni og sjúkiingi mikil heilabrot, fé og tíma. Þó má enginn halda að jákvæð greining, án frekari rannsókna, sé alltaf svo auðveld. Þar við bætist, að tröllatrú almenn- ings á ýmis konar rannsóknum hefur pað í för með sér, að traust hans á niðurstöðum læknis eru í algeru lágmarki, ef pær eru ekki studdar flóknum rannsóknum. Medferd vinnustreitunnar er að sjálfsögðu margvísieg. Við reynum stundum að klóra í bakkann með pví að gefa lyf, sem notuð eru gegn neurosum, einnig lyf sem slaka á vöðvum eða draga úr peim einkennum, somatiskum eða psychiskum, sem sjúkiingur kann að hafa. Þessi meðferð gefur oftast lélegan árangur, í hæsta lagi að lyfin slævi sjúklinginn í bili. Öllu betri árangur fæst með physiotherapi við myosurnar, hitameðferð, nuddi og æfingum. En besta og eðlilegasta meðferðin er sú, að reyna að komast fyrir félagslegar orsakir streitunnar og leysa málið á peim vettvangi, endurhæfa sjúkling í starfinu, hafi hann ekki náð tökum á pví, fá hann til að breyta um vinnuaðferðir, skapa hjá honum heilbrigðari viðhorf til vinnunnar, flytja hann til á vinnu- stað, eða ef allt bregst benda honum á hið óumflýjanlega: Skipta algerlega um vinnu. Gaman væri að geta flokkað pau psychoso- matisku einkenni, sem fylgja pessum pætti atvinnusjúkdóma, rannsakað tíðni peirra og fylgni við einstakar atvinnugreinar. Til pess parf margfalt meira efni til úrvinnslu en ég hef yfir að ráða. Þarna pyrfti að koma til hópstarf margra lækna, sem hefðu upplýsingar um mik- inn fjölda vinnandi fólks. Hvernig væri að trúnaðarlæknar ýmissa starfsgreina bæru sam- an bækur sínar um petta? Sjálfsagt hefur eitthvað verið rannsakað um petta og ritað erlendis, pótt ég komi ekki fyrir mig frásögn- um af pví. En kannske pið hafið rekist á eitthvað í «litteratúrnum« sem snertir petta og væri pá gaman að heyra um pað. Athuganir á borð við pessar myndu stuðla að nákvæmara mati á peirri heilsufarslegu áhættu, sem fylgir hverju starfi, mati sem byggðist ekki eingöngu á mælingu fysisk-kentiskra áhrifa á vinnustað.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.