Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 45

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 95 Eyjólfur Þ Haraldsson HLUTVERK HEILSUGÆZLULÆKNA í VÖRNUM GEGN OG MEÐFERÐ Á ATVINNUSJÚKDÓMUM Námskeið um atvinnusjúkdóma LÆKNAPING 27. september 1979 Ég hef verið beðinn um að fjalla nokkuð um hlutverk heilsugæzlulækna í vörnum gegn og meðferð á atvinnusjúkdómum. Þetta finnst mér erfitt hlutverk og stafar f>að af tvennu: Lítið hefur verið rætt um atvinnusjúkdóma hér á landi almennt og auk (tess hefur atvinnulíf íslendinga verið á þann veg til skamms tíma, að tiltölulega lítið hefur verið hér um atvinnusjúkdóma, sérstaklega ef miðað er við iðnvæddu löndin í kringum okkur. Atvinnusjúkdómar hafa því nánast verið »curiosum« í augum íslenzkra lækna og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, að augu manna opnast fyrir pví, að komnir eru upp á Islandi atvinnuvegir, og kannske pá sérstaklega iðnaður ýmis, sem augljóslega hafa atvinnusjúkdóma í för með sér, sé ekki að gætt. Raunar hefur löggjafinn verið hér langt á undan læknastéttinni og má segja að læknar hafi verið skammarlega illa á verði. Hugur peirra hefur verið upptekinn af öðru, s.s. daglegu brauðstriti, launakjörum og öðru lífs- kjaraamstri. íslenzkir læknar eru samt ekkert einsdæmi í pessum efnum, en við höfum pað eitt til afsökunar, að landið okkar er í mörgu tilliti próunarland, atvinnuvegir eru margir í upp- byggingu og iðnaður er hér á æskuskeiði. Þegar petta er haft í huga, verður dálítið skiljanlegra, að í öllu sérfræðiflóðinu, sem á undanförnum árum hefur tætt læknisfræðina í sundur og gert úr henni pað púsluspil, sem hún er í dag og enginn einn maður getur raðað saman, að ekki skuli vera til á íslandi sérfræð- ingur í atvinnusjúkdómum. Reyndar er pað líka til of mikils mælst, pví gildandi reglugerð um veitingar sérfræðileyfa gerir ekki ráð fyrir slíku, enda er um að ræða marga sjúkdóma- flokka, sem snerta margar undirgreinar. F>að er gott að atvinnusjúkdómar skuli komast í brennidepil nú og má segja að betra er seint en aldrei. Læknasamtökin eiga alla- vega heiður skilið fyrir að efna til svo víð- Barst 25/11/1979. Sent í prentsmiðju 27/11 1979. tækra umræðna um petta mál, eins og nú er til stefnt með námskeiði fyrir lækna um atvinnu- sjúkdóma og ráðstefnu um málið, með pátt- töku aðila vinnumarkaðarins. Hér er nefni- lega á ferðinni mjög víðtækt mál og flókið. Nægir að líta stuttlega yfir dagskrá nám- skeiðsins og ráðstefnuna, til að sjá hversu marga pætti málið spannar og er pó ekki allt talið par. Ég sagði áðan, að löggjafinn hafi verið á undan læknastéttinni varðandi atvinnusjúk- dóma og á ég pá við lög og reglugerðir, sem sett hafa verið um atvinnusjúkdóma og eftirlit. Raunar má ætla að læknar og/eða lækna- samtök hafi verið umsagnaraðilar við setningu laga pessara og reglugerða, en auðvitað hefði pað í sjálfu sér átt að vekja athygli og áhuga lækna á málinu. í reglugerð um skráningu og tilkynningu atvinnusjúkdóma frá 1956 eru atvinnusjúk- dómar skilgreindir pannig: »Atvinnusjúkdómar eru sjúkdómar, sem eiga beint eða óbeint rætur að rekja til óhollustu í sambandi við atvinnu manna, hvort heldur er vegna eðli atvinnunnar, tilhögunar vinnu eða aðbúnaðar á vinnustað. Einkum koma hér til greina bæklunar-, bilunar-, eitr- unar- eða ofnæmiskvillar. Með atvinnusjúk- dómum skal telja áverka af völdum slysfara, sem tilhögun vinnu eða búnaði vinnustöðva verður beinlínis um kennt, en ekki áverka af öðrum slysum, enda pótt pau verði við vinnu eða á vinnustað og skipti ekki máli, þótt slys verði metið bótaskylt að lögum!« Þessi reglugerð, sem vitnað er til hefur stoð í lögum nr. 23/1952, með áorðnum breytingum, p.e. lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Um hlutverk heilsugæzlulækna í vörnum gegn og greiningu á atvinnusjúkdóma er það fyrst að segja, að í gildandi lögum um heil- brigðisþjónustu nr. 57 frá 1978, segir í 19. grein, þar sem verksvið heilsugæzlustöðva eru skilgreind: »Á heilsugæslustöð eða í tengslum við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.