Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 46

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 46
96 LÆKNABLAÐIÐ hana skal veita þjónustu eftir pví sem við á svo sem hér segir: 1. Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og endurhæfing. 4. Hjúkrun í heimahúsum. 5. Heilsuvernd ...« Sídan eru taldar upp aðalgreinar hedsuvernd- ar, 13 greinar alls og endað á atvinnusjúk- dómavörnum. Það er pví greinilegt, að heilbrigðisyfirvöld landsins ætlast til þess, að allt heilsuverndar- starf, par með taldar varnir gegn atvinnusjúk- dómum, sé rekið í bg frá heilsugæzlustöðvum. Hins vegar er ekki kveðið á um pað í lögunum hver eigi að annast meðferð á atvinnusjúkdóm- um, enda fer bezt á pví. í dreifbýlinu er eðlilegast, að meðferð á og varnir gegn atvinnusjúkdómum séu í höndum heilsugæzlulækna, enda allar lækningar í peirra höndum. í péttbýli gegnir dálítið öðru máli: Þróunin hefur par verið öðruvísi og aðstæð- ur eru aðrar. Sérstaklega á petta við um höfuðborgarsvæðið og Akureyri, en á þessum svæðum eru flest iðnaðarfyrirtækin. Það hefur tíðkast að stærstu fyrirtækin hafa ráðið sér trúnaðarlækna til að fylgjast með heilbrigði starfsfólks, og er starf þessara lækna oftast fólgið í pví að fylgjast með fjarvistum frá vinnu og auk þess að skoða starfsfólk viðkom- andi fyrirtækja árlega. Ég sé raunar ekkert á móti pví, að fyrirtæk- in haldi áfram að hafa trúnaðarlækna í sinni pjónustu og raunar tíðkast slíkt víða erlendis par sem ég pekki til. Slíkir trúnaðarlæknar annast ekki meðferð í sjúkdómum sem upp koma, heldur vísa peir sjúklingum til heimilis- læknis og ég teldi rétt, að trúnaðarlæknar fyrirtækja yrðu skyldaðir til að tilkynna til heilsugæzlustöðva um niðurstöður hópskoð- ana og þeirra athugana, sem gerðar eru á hverjum stað. Þéttbýlið hefur setið á hakanum gagnvart dreifbýlinu um uppbyggingu heilsugæzlu- stöðva. Líkur benda pó til að heilsugæzlu- stöðvar fari nú að rísa sem óðast á höfuðborg- arsvæðinu og eru fáeinar komnar í gagnið. Það er því rétt að huga að pví hverju petta breytir. Með tilkomu heilsugæzlustöðvanna opnast margir möguleikar, par sem á pessum stöðvum verður saman komið starfsfólk, með mjög breiðan þekkingarforða og hæfni til að takast á við hin margvíslegustu vandamál varðandi heilsugæzlu. Það er ekkert ofverk pessa hóps, sé hann rétt saman settur, að taka að sér umsjón með vörnum gegn atvinnusjúkdómum og annast um meðferð á þeim, sem kunna að fá einkenni um slíka sjúkdóma. Það má hugsa sér að kjarni pessa hóps sé pað starfsfólk sem vinnur fasta vinnu á heilsugæslustöð p.e. heilsu- gæzlulæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkrapjálf- ar, sjúkraliðar og félagsráðgjafar, sem sam- eiginlega hafa góða samfellda yfirsýn yfir heilsu- far pess fólks, sem hópurinn annast. Þessi kjarni vinnur náið saman og varðandi atvinnu- sjúkdóma, gæti hann myndað tengsl við sjúkra- stofnanir, sérfræðinga í hinum ýmsu sérgrein- um eftir pví sem við ætti, heilbrigðiseftirlit og öryggiseftirlit. Einnig myndi hópurinn hafa tengsl við heilbrigðisyfirvöld. Á pennan hátt ætti að vera tryggt, að fullnægjandi vörnum gegn atvinnusjúkdómum verði við komið og einnig, að bezta meðferð sé veitt hverju sinni, sem völ er á, þegar atvinnusjúkdómar koma upp.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.