Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1980, Side 48

Læknablaðið - 15.04.1980, Side 48
98 LÆKNABLADID stykki, sem líkleg eru til að valda stórum áverkum, einkum á höfði og hrygg. Þá lenda sjómenn ósjaldan í togvírum eða lemstrast af sjógangi. Enda pótt slys í byggingavinnu séu færri heldur en t.d. verksmiðjuslys, eru pau í heild mun alvarlegri, og eins og kemur fram í skýrslum Öryggiseftirlitsins eru banaslys f>ar allmörg. Helstu orsakir meiri háttar slysa við byggingar er fall af vinnupöllum, stundum vegna bilana, fall úr stigum, menn lenda undir timbri eða öðru, sem hrynur úr mikilli hæð. Slík óhöpp valda oft miklum og hættulegum áverkum bæði á höfði og bol. Af minni háttar áverkum má nefna naglastungur í iljar og meiðsl af ýmis konar verkfærum. í flokknum »önnur vinnuslys« kennir margra grasa. Þar eru sérstaklega tveir, sem ég vil vekja athygli á, p.e. slys við landbúnaðar- störf og heimilisstörf. Vélvæðing í landbúnaði hefur orðið mikill slysavaldur og eru hin tíðu dráttarvélaslys, par á meðal mörg banaslys, ógnvekjandi. Á hverju ári fáum við í deild okkar marga sjúklinga úr sveitum landsins meira og minna slasaða af völdum búvéla, svo sem dráttarvéla, heyblás- ara, bindivéla, snúningsvéla o.fl. Valda mörg pessara slysa varanlegri örorku. Á flestum heimilum landsins er nú orðinn mikill vélakostur, og lætur að líkum, að peir sem við vélarnar vinna verði stundum fyrir meiðslum, en pað eru fyrst og fremst húsmæð- urnar, en auk pess er alltítt að börn komi par við sögu. Mér finnst pó að slys pessi séu færri en við mætti búast. Víða erlendis eru slys af völdum rafmagns algeng, en hér mega pau teljast fágæt. Bendir pað til pess, að rafmagnstæki hér séu undir góðu eftirliti. Slys af völdum garðsláttuvéla eru talsvert algeng á sumrum. Virðist sem margir umgang- ist tæki pessi af lítilli varfærni, svo sem að hreinsa hnífana með vélina í gangi. Mér er ljóst, að pær upplýsingar um vinnu- slys, sem komið hafa fram í pessu spjalli mínu, eru harla ófullkomnar. Þar vantar mörg veiga- mikil atriði, svo sem: Hve margir hinna slösuðu hljóta varanlega örorku og hve mikla? Hve mikið er vinnutap af völdum pessara slysa? Hve mikill annar kostnaður er í sambandi við pau, svo sem læknishjálp? Nákvæm könnun á pessum atriðum mun aldrei hafa verið gerð hér á landi, enda yrði hún mjög yfirgripsmikil og pyrfti víða að leita fanga. 1974 1975 1976 1977 1978 Slys í verk- smiöju .... 720 802 530 627 708 Slys á sjó ... 336 391 341 349 366 Slys í bygginga- vinnu 599 509 475 538 574 Önnur vinnuslys . 3128 3367 3469 3942 4170 Vinnuslys alls 4783 5069 4815 5456 5818 Heildartala sjúklinga í slysadeild Borgar- spítala .... 29055 29492 30070 32388 35055 Vinnuslys % af heild- arfjölda .. 16.5 17.2 16.0 16.8 16.6 Árið 1978 voru til meðferðar í Slysadeild Borgarspítalans 5818 manns, er slasast höfðu við vinnu. Af peim voru 167 lagðir í sjúkrahús, en urn legudagafjölda er mér ókunnugt. í pessu sambandi vil ég geta pess, að vegna mikilla erfiðleika á innlögnum eru mjög marg- ir slysasjúklingar meðhöndlaðir í göngudeild, enda pótt ástæða væri til að leggja pá í sjúkrahús. Hvað læknismeðferð snertir, hafa vinnuslys auðvitað sérstöðu, nema hvað par koma gjarn- an til ýmis konar samfélagslegar flækjur, ekki síst í sambandi við vinnuhæfni. Slys pessi eru að jafnaði tryggingaskyld og hafa pví mikla fjárhagslega pýðingu, bæði fyrir pjóðfélagið í heild og fyrir viðkomandi einstaklinga. Hér koma pví oft til mismunandi hagsmunir og sjónarmið. Spurningunni um pað, hvenær hinn slasaði megi fara að vinna á ný, er oft vandsvarað. Oft fæst best endurhæfing með pví að sjúklingurinn hefji vinnu sem fyrst, en peirri vinnu parf oft að stilla í hóf, t.d. með pví að vinna hálfan daginn. Oft krefst vinnuveit- andi fullrar vinnu eða engrar, auk pess borga almannatryggingarnar sjúklingi ekkert í slík- um tilfellum. Tel ég, að hér sé «Kerfið« að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.