Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 5

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 5
LÆKNABLADID 133 LÆKNALÖG nr. 80 23. júní 1969, ásamt breytingum nr. 108/1973 og 76/1977 I. UM LÆKNINGALEYFI 1. gr. [Rétt ti! þess aö stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni hefur sá einn, sem til þess hefur fengiö leyfi heilbrigðisráðherra.]1) 2. gr. [Leyfi samkvæmt 1. gr. skal veita þeim, sem lokið hefur prófi frá læknadeild Háskóla íslands svo og framhaldsnámi í sjúkrahúsi eftir reglum, sem læknadeild setur og heilbrigðisráðherra staðfestir. Framhaldsnámi, samkvæmt 1. málsgrein, skal lokið hér á landi eða erlendis við sjúkrahús, sem fullnægir skilyrðum heilbrigðisstjórnar og læknadeildar Háskóla íslands. þeir einir geta hlotið ótakmarkað lækningaleyfi, sem hafa til þess meðmæli læknadeildar Háskóla íslands og landlæknis. Heimilt er að synja manni um lækningaleyfi, ef önnur málsgrein 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans. Meðmæli samkvæmt ofanrituðu er óheimilt að veita, ef einhverjum meðmælanda er kunnugt um andlega ágalla hjá umsækjanda, sem gera mundu hann óhæfan til læknisstarfa. Ráðherra er heimilt að gera það að skilyrði fyrir ótakmörkuðu lækningaleyfi, að umsækjandi hafi gegnt starfi við heilsugæslustöð í allt að sex mánuði að námi loknu.]1) 3. gr. [Ráðherra getur veitt manni, sem lokið hefur sambærilegu prófi og um getur í 2. gr., lækningaleyfi (takmarkað eða ótakmarkað) og þar með rétt til þess að kalla sig lækni hér á landi, enda uppfylli hann skilorð 2. gr. að öðru leyti. Læknadeild Háskóla íslands getur sett það skilyrði fyrir meðmælum sínum, að umsækjandi sanni fyrir henni, að próf hans sé sambærilegt að gæðum við próf frá deildinni.]1) [Ráðherra getur einnig veitt mönnum takmarkað lækningaleyfi, ef þeir hafa til þess næga þekkingu að dómi landlæknis og hann mælir með leyfisveitingunni að höfðu samráði við læknadeild Háskóla Íslands.]2) 4. gr. [Ef nauðsyn krefur, má ráðherra, eftir meðmælum landlæknis, fela læknanemum að gegna tilgreindum læknisstörfum um stundarsakir, og hefur viðkomandi þá lækningaleyfi, meðan hann gegnir þeim störfum.]1) 5. gr. Enginn læknir má kalla sig sérfræðing nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra. Læknadeild háskólans setur reglur um nám sérfræðinga, er ráðherra staðfestir, og getur enginn fengið leyfi til að kalla sig sérfræðing nema hann sanni fyrir læknadeildinni, að hann hafi lokið slíku námi. Læknir á rétt á leyfi til að kalla sig sérfræðing, ef hann sannar fyrir læknadeild háskólans, að hann hafi lokið tilskildu sérfræðinámi og landlæknir mælir með leyfisveitingunni. ) Sjá lög nr. 108/1973. ö Sjá lög nr. 77/1977.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.