Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1980, Side 6

Læknablaðið - 15.06.1980, Side 6
134 LÆKNABLADID II. UM RÉTTINDI OG SKYLDUR LÆKNA OG ANNARRA, ER LÆKNINGALEYFI HAFA 6. gr. Læknum og hverjum peim, sem hafa lækningaleyfi, takmarkað sem ótakmarkað, ber að gegna störfum sínum með árvekni, halda pekkingu sinni sem bezt við, fara nákvæmlega eftir henni og gæta fyllstu samvizkusemi í hverju einu, þar á meðal í því að baka ekki sjúklingum sínum eða aðstandendum þeirra óþarfan kostnað, svo sem með óhóflegri lyfjanotkun, óþörfum vitjunum eða aðgerðum, ónauðsynlegri aðstoð o.s. frv. 7. gr. [Læknar eru skyldir til að láta hinu oþinbera í té vottorð um sjúklinga, er þeir hafa eða hafa haft undir höndum, er slíkra vottorða er almennt krafist, vegna viðskipta sjúklinganna við hið opinbera, og ber þeim að fara nákvæmlega eftir öllum fyrirmælum um gerð vottorðanna. Sama skylda hvílir á sjúkrahúsum og öðrum tilsvarandi stofnunum. Heimilt er að senda landlækni einum vottorðið sem trúnaðarmál, ef ástæða þykir til vegna ákvæða 10. gr.]1) Til allra vottorða og umsagna, er læknir gefur út sem læknir, ber honum að vanda sem bezt og segja það eitt, er hann veit sönnur á, hvort sem vottorðin eða umsagnirnar eiga að vera til leiðbeiningar hinu opinbera eða öðrum. 8. gr. Sérhverjum lækni, öðrum en þeim, sem fyrir elli sakir eða sjúkdóms er hættur störfum, ber í skyndilegum sjúkdóms- eða hættutilfellum, ef hann er nærstaddur og til hans er leitað — og ekki því alvarlegri forföll banna — að veita hina fyrstu nauðsynlegu læknishjálp, unz til annarrar hjálpar hefur náðst. 9. gr. Sérhver læknir, sem stundar almennar lækningar i kaupstað eða kauptúni og hefur opna lækningastofu í því skyni, er skyldur til. einnig þó að hann sé ekki embættislæknir, að gegna aðkallandi sjúkravitjunum í kaupstaðnum eða kauptúninu, hvenær sem eftir því er leitað, nema hann sé hindraður af öðrum meira aðkallandi læknisstörfum eða öðrum alvarlegum forföllum. Nú tekur læknir í kaupstað eða kauptúni þátt i félagsskap um, að læknavörður sé til taks til að gegna sjúkravitjunum innan kaupstaðarins eða kauptúnsins, enda sé vörðurinn fullnægjandi að dómi landlæknis, og er læknirinn þá ekki skyldur til að gegna læknisvitjunum þann tíma, er vörðurinn situr, sbr. þó 8. gr. 10. gr. Sérhverjum lækni jber að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann að komast að sem læknir, nema lög bjóði annað eða hann viti sönnur á, að brýn nauðsyn annarra krefji, enda láti hann þá ekki uppi annað eða meira en minnst verður komizt af með til að afstýra hættu. Um slík einkamál verður læknir ekki leiddur sem vitni i réttarmálum gegn vilja þess, er einkamálið varðar, nema ætla megi, að úrslit málsins velti á vitnisburðinum, enda sé málið þýðingarmikið fyrir málsaðila eða þjóðfélagið. Nú er lækni gert að bera vitni i slíkum málum, og skal það þá jafnan gerast fyrir luktum dyrum. Ákvæði þessarar greinar ná einnig til þeirra, sem hafa takmarkað lækningaleyfi, svo og til yfirsetukvenna og aðstoðarfólks lækna við læknisstörf. [Ákvæði þessi gilda einnig um annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, eftir því sem við getur átt.]1) 11. gr. Nú verður læknir þess vísari vegna starfsemi sinnar sem læknir, að heilsufari manns er þannig háttað andlega eða líkamlega, að öðrum stafar bein lífshætta af honum eða yfirvofandi ) Sjá lög nr. 108/1973.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.