Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 7

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 7
LÆKNABLADID 135 heilsutjón, og ber þá lækninum að leitast við að afstýra hættunni með því að snúa sér til viðkomanda sjálfs eða, ef nauðsyn krefur, til landlæknis. 12. gr. Læknum eru óheimilar hvers konar auglýsingar um starfsemi sína sem lækna fram yfir látlausar auglýsingar í blöðum, sem birta má í hæsta lagi þrisvar, eða á lyfseðlum og dyrasþjöldum með nafni, lærdómstitli, stöðu, heimilisfangi, síma, viðtalstímum og sérgrein, ef um sérfræðing er að ræða. Læknum og stéttarfélagsskap þeirra ber að vinna á móti því, að eftir þeim séu birt ummæli eða samtöl, eða um þá ritaðar greinar í blöð eða tímarit í auglýsingaskyni, en ef ekki verður komið í veg fyrir það, þá ber þeim eða stéttarfélagi þeirra jafnskjótt að leiðrétta það, sem þar kann að vera ofmælt. [Ákvæði þessi gilda einnig um þá, sem takmarkað lækningaleyfi hafa, svo og um annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, og viðkomandi stéttarfélög, eftir því sem við getur átt.]1) 13. gr. [Allir, sem lækningaleyfi hafa, skulu háðir eftirliti landlæknis. Ber honum að gæta þess, að þeir haldi ákvæði þessara laga og önnur ákvæði í heilbrigðislöggjöf landsins. Hann má heimta af þeim skýrslur viðvíkjandi störfum þeirra og heilbrigðismálum, sem hann telur nauðsynlegar, og að þeir haldi þær bækur, sem eru nauðsynlegar til skýrslugerðarinnar. Ákvæði þessi skulu einnig gilda um annað starfsfólk i heilbrigðisþjónustunni eftir því, sem við getur átt, svo og um hvers konar heilbrigðisstofnanir.]1) III. UM SKOTTULÆKNINGAR 14. gr. Hvers konar skottulækningar eru bannaðar hér á landi. Pað eru skottulækningar: 1. ef sá, sem ekki hefur lækningaleyfi, býðst til að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf, sem lyfsalar mega ekki selja án lyfseðils, og nær það einnig til lyfsala og aðstoðarfólks þeirra. 2. ef læknir með takmörkuðu lækningaleyfi stundar lækningar fram yfir það, sem leyfi hans er takmarkað við samkvæmt leyfisbréfi hans eða lögum. Nær þetta meðal annars til tannlækna, ef þeir fást við aðrar lækningar en tannlækningar, þar með taldar svæfingar, tannsmiða, ef þeir gjefa sig við tannlækningum, nuddara, ef þeir taka fólk til meðferðar án tilvísunar og fyrirsagnar læknis, yfirsetukvenna, ef þær fást við svæfingar eða lyfjagjafir fram yfir það, sem þeim er sérstaklega heimilað, o.s. frv. 3. [ef einhver]1) læknir, sem ekki hefur sérfræðingsleyfi, kallar sig, auglýsir sig eða gefur á annan hátt í skyn, að hann sé sérfræðingur, og gildir hið sama um sérfræðing, ef hann gefur á sama hátt til kynna, að hann sé sérfræðingur i annarri grein en þeirri, sem hann hefur sérfræðingsleyfi fyrir. 4. ef læknir, eða sá, sem lækningaleyfi hefur, ráðleggur eða ávísar eða selur mönnum lyf í þýðingarlausu óhófi eða aðeins til þess að auðga sjálfan sig, eða ef hann ráðleggur mönnum eða framkvæmir að ástæðulausu, nema þá sjálfum sér til ávinnings, læknisaðgerð, annað hvort við sjúkdómi, sem aðgerðin getur bersýnilega ekki átt við, eða við sjúkdómi, sem engin ástæða er að gera ráð fyrir, að viðkomandi sé haldinn af. 5. ef læknir, eða sá, sem lækningaleyfi hefur, ávísar til sölu eða selur lyf undir því yfirskini, að þau eigi að fara til lækninga, en vitandi, að þau verði notuð í öðru skyni, svo sem til nautnar, eða til útsölu í hagnaðarskyni. 6. ef læknir, eða sá, sem lækningaleyfi hefur, lætur frá sér vottorð eða umsögn til þess stílaða að gylla í verzlunarskyni lyf, lækningaáhöld eða matvæli, drykki, nautnalyf eða annað svo að ætla megi, að fólk fyrir það fái skakkar hugmyndir um gildi lyfjanna, lækningaáhaldanna, matvælanna o. s. frv. 7. ef læknir lánar nafn sitt þeim, sem ekkert lækningaleyfi hefur eða takmarkað lækningaleyfi, í ) Sjá lög nr. 108/1973.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.