Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 8

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 8
136 LÆKNABLADIÐ því skyni að fólk blekkist til að halda, að sú lækningastarfsemi, sem peir hafa með höndum, fari fram eftir ráðleggingum, undir eftirliti eða á ábyrgð læknisins. Sama gildir um þá, sem takmarkað lækningaleyfi hafa, ef peir lána nafn sitt í tilsvarandi skyni. 15. gr. Þeim, sem hefur takmarkað lækningaleyfi, er bannað jafnt og þeim, sem ekkert lækningaleyfi hefur, að taka til meðferðar sjúklinga með kynsjúkdóma, berklaveiki eða aðra smitandi sjúkdóma, svo og sjúklinga með krabbamein og önnur æxli. Nú hefur viðkomandi orðið þetta á vegna ónógrar læknisþekkingar, og nægir það honum ekki til sýknunar. 16. gr. Lyfja- og lækningaáhaldaauglýsingar eru bannaðar hér á landi, einnig læknum og lyfsölum. Nær þetta til auglýsinga í blöðum og tímaritum, á sérstökum auglýsingamiðum eða í flugritum og bréfum, á lyfja- og lækningaáhaldaumbúðum, svo og hvers konar annarra auglýsingaaðferða, þar með taldar ritgerðir, sem til þess eru stílaðar að gylla í verzlunarskyni sérstök lyf eða lækningaáhöld. Á sama hátt eru bannaðar tilsvarandi auglýsingar um lækningakraft drykkja matvæla, nautnalyfja og annars. Enn fremur eru bannaðar gyllandi auglýsingar um sjúkrahús og hvers konar heilbrigðisstofn- anir fram yfir nafn og stað, hvers konar sjúklingum sé tekið á móti og með hverjum kjörum. Auglýsingar um lyf, lækningaáhöld, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru þó leyfðar í blöðum og tímaritum, sem gefin eru út af læknum eingöngu fyrir lækna, svo og í auglýsingabréfum til lækna og á umbúðum lyfja og lækningaáhalda, sem eingöngu koma læknum í hendur. IV. UM REFSINGAR, SVIPTINGU LÆKNINGALEYFIS OG ENDURFENGIÐ LÆKNINGALEYFI 17. gr. [Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum allt að kr. 500 þúsund, sviptingu lækningaleyfis eða fangelsi, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum.]1) í sektir skal dæma fyrir minni háttar brot, er ekki telst sannað, að það hafi valdið eða ef það er ekki sérstaklega líklegt til að geta valdið alvarlegu tjóni, hvorki fyrir einstaklinga né þjóðfélagið i heild sinni. í hæstu sektir skal dæma, ef um ítrekuð minni háttar brot er að ræða, eða ef sannað telst, að brotið hafi valdið alvarlegu tjóni, eða ef það er sérstaklega líklegt til að geta valdið alvarlegu tjóni fyrir einstaklinga eða þjóðfélagið i heild sinni. Ef læknir, eða sá, sem lækningaleyfi hefur, á í hlut, má þá jafnframt svipta hann lækningaleyfi. Lækni og þann, sem lækningaleyfi hefur, má enn fremur svipta lækningaleyfi, þó að ekki teljist sannað, að brotið hafi valdið tjóni, ef það er þess eðlis, að það verði að teljast honum sérstaklega ósamboðið, svo sem ef um er að ræða röng og villandi læknisvottorð eða læknisumsagnir að órannsökuðu máli, skottulækningar eða hlutdeild í skottulækningum, lausmælgi um einkamál, sem hann hefur komitz að sem læknir, eða alvarlegt hirðuleysi eða ódugnað í störfum sínum. í fangelsi má dæma, ef brotið er þess eðlis, að sannað teljist, að líftjón eða varanlegt heilsutjón hafi hlotizt af, eða sérstaklega líklegt teljist, að það geti orðið slíks valdandi eða haft víðtækar hættulegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið, og heyra þar meðal annars undir brot á 16. gr. Lækni og þann, sem hefur lækningaleyfi, skal svipta lækningaleyfi fyrir þau brot, sem dæma má í fangelsi fyrir, eða, ef um ítrekuð brot er að ræða, sem svipta má lækningaleyfi fyrir. í fangelsi skal dæma, ef um ítrekuð brot er að ræða, sem dæma má í fangelsi fyrir. Lækna og aðra, sem með brotum á lögum þessum gera öðrum skaða, svo að sannað teljist, má auk refsinga dæma til sanngjarnra skaðabóta. Mál út af brotum gegn lögum þessum sæta meðferð almennra lögreglumála. ) Sjá lög nr. 108/1973.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.