Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1980, Síða 34

Læknablaðið - 15.06.1980, Síða 34
154 LÆKNABLAÐIÐ 26. gr. 26.1. Enginn má setja á stofn eða reka undir neinu nafni sjúkrahús samkv. 24. gr., nema með leyfi ráðherra. Sama máli gegnir um hvers konar aðra starfsemi, sem talin er vera í lækningaskyni. 26.2. Sama máli gegnir um allar meiri háttar breytingar á húsakynnum og starfsemi slíkra stofnana. 27. gr. 27.1. Beiðni til ráðherra um rekstrarleyfi samkvæmt 26. gr. skulu fylgja upplýsingar um verksvið stofnunar, hvar henni er ætlaður staður, uppdrættir af byggingum, lóðum og umhverfi og afstöðu til nágrennis, ásamt lýsingu á húsakynnum. Enn fremur fylgi greinargerð um eigendur stofnunar og fjárhagsástæður og loks skýrsla um starfsáætlun, um stjórn, starfsfólk og rekstrarfyrirkomulag, hve mörgum sjúklingum stofnun pessari er ætlað að sinna eða hve mörgum vistmönnum að anna og með hvaða kjörum. 27.2. Ráðherra veitir pví aðeins leyfið, að stofnunin fullnægi heilbrigðiskröfum og ætla megi að hún geti leyst verkefni sitt á viðunandi hátt. Ætíð skal leita álits landlæknis og viðkomandi héraðslæknis á nauðsyn og gagnsemi stofnunar. 28. gr. 28.1. Heilbrigðisyfirvöld skulu eiga greiðan aðgang til eftirlits að stofnunum, sem um ræðir í pessum lögum. 29. gr. 29.1. Við hvert sjúkrahús samkvæmt 24. gr. skal starfa sérstakur yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri. 29.2. Á svæðis- og deildasjúkrahúsum skulu vera yfirlæknar sérgreina og hjúkrunarstjórar deilda. Yfirlæknir (forstöðumaður) sérdeildar ber ábyrgð á lækningum, sem par fara fram. Hann skal hafa eftirlit með starfsemi deildarinnar og stuðla að pví að hún sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust. Hjúkrunarstjóri skipuleggur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni. Yfirlæknir sjúkrahúss og hjúkrunarforstjóri eru til andsvara stjórn sjúkrahússins um öll málefni, er varða áætlanir, skýrslugerð og rekstrarákvarðanir. 29.3. Formaður læknaráðs svæðis- og deildasjúkrahúss skal vera yfirlæknir allrar stofnunarinn- ar nema stjórn sjúkrahúss ákveði annað. Hann kemur fram út á við sem læknisfróður forsvarsmaður pess en í samráði við yfirlækna sérdeilda annars vegar og sjúkrahússtjórn og læknaráð sjúkrahússins hins vegar. 29.4. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um starfslið sjúkrahúsa í samræmi við starfssvið peirra. 30. gr. 30.1. Sjúkrahús pau, er ríkið á eða starfrækir, skulu vera undir yfirstjórn sjúkrahúsmáladeildar ráðuneytis en stjórn peirra að öðru leyti falin 5 manna stjórnarnefnd. Nefndin skal skipuð pannig, að starfsmannaráð ríkisspítala, sbr. 32.3. gr., tilnefnir 2 menn, en ráðherra skipar 3 án tilnefningar og einn peirra formann. Nefndin er skipuð til 4 ára, pó pannig að aldrei gangi nema 3 úr nefndinni í einu. 30.2. Sjúkrahúsum sveitarfélaga skal stjórnað af fimm manna stjórnum. Starfsmannaráð sjúkrahúsa kjósa tvo menn í stjórn og hlutaðeigandi sveitarstjórn eða stjórnir prjá. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar kýs fulltrúa borgarinnar í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Þegar um einkasjúkrahús eða sjálfseignarstofnun er að ræða, kýs starfsmannaráð einn stjórnarmann, viðkomandi sveitarstjórn einn, en eigendur prjá. 30.3. Yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum sjúkrahúsa skal heimilt að sitja stjórnarfundi og hafa par tillögurétt og málfrelsi. Sama máli gegnir um annað starfslið er sinnir sjálfstæðum og sérhæfðum verkefnum, pegar pau mál eru á dagskrá. 30.4. Stefnt skal að pví að ráða sérmenntaða sjúkrahússtjóra sem framkvæmdastjóra allra stærri sjúkrahúsa.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.