Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1980, Síða 39

Læknablaðið - 15.06.1980, Síða 39
LÆKN ABLADID 159 5. gr. Enginn læknaráðsmanna á atkvæðisrétt um mál, er varðar sjálfan hann eða umbjóðanda hans, eða hann hefur áður tekið afstöðu til, hvort heldur er persónulega eða í embættisnafni. Nú verður ráðið óstarfhæft fyrir pað, að einhver sérfræðingur ráðsins á ekki atkvæðisrétt um mál, er heyrir undir sérgrein hans, og skipar pá ráðherra sérfræðing í hans stað eftir tillögu ráðsins til að fjalla um pað mál. 6. gr. Læknaráð getur falið tveimur eða fleiri læknaráðsmönnum afgreiðslu máls í sínu umboði, enda heyri málið undir sérgrein eins eða fleiri peirra, er um pað fjalla. Læknaráðsmaður getur pó krafizt pess, að umsögn verði borin undir ráðið í heild. Ákveða má nánar um verkaskiptingu ráðsins í reglugerð, er ráðherra staðfestir. Umsögn um aðgerð, framkomu eða hegðum læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna (sbr. 3. rnálsgr. 2. gr.) skal ætíð borin undir ráðið í heild. Verði ekki samkomulag í ráðinu um afgreiðslu máls, skal pess getið í umsögn, enda á sá eða peir, er ágreining gera, rétt á að gera sérstaka grein fyrir atkvæði sínu. Niðurstöður ráðsins skulu að jafnaði rökstuddar, og ætíð, ef sá, er umsagnarinnar beiðist, æskir pess sérstaklega, svo og ef ágreiningur er í ráðinu um niðurstöðu. 7. gr. Læknaráð sendir ráðherra skýrslu um starfsemi sína að hverju ári liðnu, skal birta opinberlega pær niðurstöður ráðsins, er almenning varða. 8. gr. Kostnaður af starfsemi læknaráðs greiðist úr ríkissjóði samkvæmt úrskurði ráðherra. REGLUGEJtf) UM STARFSHATTU LÆKNARÁÐS nr. 192 24. nóvember 1942 1. gr. Læknaráð velur úr sínum hópi ritara og vararitara. Ritari heldur gerðabók læknaráðs í heild og undirskrifar ásamt forseta erindi pau, er hann ritar í umboði ráðsins. Læknaráði er heimilt með sampykki ráðherra að ráða starfsmann utan ráðsins til að hafa á hendi skjalavörzlu, gerðabókaritun og önnur ritstörf fyrir ráðið. 2. gr. Læknaráð starfar í prem priggja manna deildum: 1. Réttarmáladeild. Hún er skipuð kennaranum í réttarlæknisfræði við háskólann, sem er formaður deildarinnar, yfirlækni geðveikrahælis ríkisins og yfirlækni handlæknisdeildar Landsspítalans. 2. Heilbrigðismáladeild. Hún er skipuð landlækni, sem er formaður deildarinnar, kennaranum í heilbrigðisfræði við háskólann og yfirlækni lyflæknisdeildar Landsspítalans.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.