Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 42

Læknablaðið - 15.06.1980, Page 42
162 LÆKNABLADID n STARFSREGLUR STÖÐUNEFNDAR I. LAGAÁKVÆÐI Stöðunefnd er skipuð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978. II. STARFSREGLUR II-l. Þau gögn sem stöðunefnd leggur til grundvall- ar mati á hæfni umsækjenda eru: a) Umsókn viðkomandi með upplýsingum um menntun og störf (lækningaleyfi, sérfræði- viðurkenning). b) Meðmæli yfirmanna (eða samstarfsmanna). c) Umsögn sérfræðinga eða annarra aðila, sem leitað er álits varðandi umsækjendur. d) Annarri vitneskju stöðunefndar um mennt- unar- og starfsferil umsækjenda. Séu gögn eða upplýsingar ófullnægjandi ber stöðunefnd að leita til umsækjenda og/eða annarra aðila um nánari upplýsingar. II-2. Hæfnismat Stöðunefnd ber fyrst að kanna hvort umsækj- endur uppfylla þær kröfur sem íslensk lög gera um tilskilin »leyfi« (lækningaleyfi, sér- fræðiviðurkenningu) til pess gegna aug- lýstri læknisstöðu. Þannig getur stöðunefnd að- eins talið hæfan til þess að gegna læknisstarfi þann sem hlotið hefur ótakmarkað lækninga- leyfi. Læknir telst því aðeins hæfur til að gegna starfi sérfræðings á/eða utan sjúkra- húss, yfirlæknis, aðstoðaryfirlæknis eða deid- arlæknis á svæðis- eða deildarsjúkrahúsum að hann hafi öðlast sérfræðingsviðurkenningu í viðkomandi grein. Ef stöðunefnd er kunnugt um að læknadeild og landlæknir hafi mælt með að umsækjandi hljóti sérfræðingsviður- kenningu er nefndinni heimilt að mæla með umsækjanda í stöðu sérfræðings. Stöðunefnd getur ekki ákvarðað að umsækjandi uppfylli þau skilyrði sem þarf til að hljóta sérfræðings- viðurkenningu og mælt með honum á þeim forsendum. Við hæfnismat ber að taka tillit til ávirðinga eða misferlis í starfi. Misferli í starfi getur verið svo alvarlegs eðlis að ástæða sé til að stöðunefnd dæmi af þeim sökum einn umsækjanda óhæfan að gegna því starfi, sem um er sótt. II-2. A) Nánara hæfnismat og samanburður á hæfni Meta skal hæfni við: a) Læknisstörf. b) Vísindastörf. c) Stjórnunar- og skipulagsstörf. d) Kennslustörf. e) Önnur störf er máli kunna að skipta. Við hæfnismat, þ. e. samanburð á menntun og starfsferli umsækjenda, er tvennt lagt til grundvallar, þ. e. a. s. starfsreynsla og færni og þess vegna er nauðsynlegt að skilgreina þau hugtök ásamt notkun hugtaksins reynsla. Starfsreynsla: Fyrst og fremst er átt við þann árafjölda, sem viðkomandi hefur varið til menntunar og starfstíma við störf, sem teljast gefa hagnýta reynslu til að gegna umsóttu starfi. Sjö ár í sama starfi teljast gefa hámarks- reynslu í því starfi. Færni: Árangur í fyrri störfum, svo sem hafi umsækjandi skarað fram úr í starfi, flýtt fyrir framþróun eða bætt starfsháttu á sínu sviði. Ennfremur skal taka tillit til samvinnuhæfni og annarra eiginleika, sem gera umsækjanda heppilegan til að gegna viðkomandi starfi. Reynsla: Allt það er eykur hæfni, þ. e. bæði starfsreynsla og færni. Við endanlegt hæfnismat er lagt til grund- vallar eðli þess starfs, sem um er sótt og höfð er hliðsjón af starfsreynslu og færni, sbr. kafla III. Skal nú fjallað um einstaka þætti: a) Hæfni vid læknisstörf: Átt er við menntun (undirbúnings- og sérfræðimenntun, við- halds- framhaldsmenntun), sem viðkom- andi hefur aflað sér og reynslu og þekkingu í sams konar eða hliðstæðum störfum og umsækjandi mun fást við í hinni nýju stöðu.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.