Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 16
306 LÆK.NABLADID Páll B. Helgason SLITSJÚKDÓMAR OG VÖÐVABÓLGUR Námskeið um atvinnusjúkdóma LÆKNAPING 27. september 1979 INNGANGUR Það er engin ný bóla að heyra minnst á slitsjúkdóma og vöðvabólgu. Gigtin hefur verið að drepa íslendinga frá upphafi búsetu lands peirra. Gamlar sagnir og skýrslur bera pví ljóslega vitni. Körin alræmda er vel pekkt, ekki sízt áður en nútímapægindi urðu til. Hins vegar er alls ekki víst, að slit eða gigt hafi valdið körinni. Hún getur einfaldlega hafa stafað af andlegri uppgjöf og langvarandi preytu af pví að takast á við lífið og tilveruna í erfiðu landi. Finnst mér reynsla mín í viðskipt- um við gigtarsjúklinga vel geta bent í pá átt. Hvað er slitsjúkdómur? Pegar við nefnum beinslit, er um að ræða böguð, kýtt eða aflöguð bein, liðamót og slitið brjósk. Það er ekki óeðlilegt að álykta, að slíkar breytingar geti verið afleiðingar vinnustrits um langa ævi, og raunar hafa margir lærðir og leikir álitið slíka skoðun nánast sjálfsagða og óparfa að efast um. Helstu slitsjúkdómar, sem skal nefna, eru slitgigt, pekkt líka sem degenerativ osteoarth- ritis (= degenerative joint disease, D.J.D.), osteoarthritis eða osteoarthrosis. Nefna má líka brjóskeyðingu, en trúlega er hún nátengd degenerativ osteoarthritis. Síðan skal telja osteoporosis (beineyðing = beinfæð). Hvort pjóðsagan um vinnustrit sem orsök slits stenzt eða ekki, eru menn ekki á eitt sáttir. í nútímaiðnaðarpjóðfélagi, hlýtur sú hugsun að vakna, hvort orsakasamband sé milli starfs og sjúklegs ástands. Sé svo, hvert er pað, hvernig má bæta úr, uppræta eða fyrirbyggja? Því verður ekki neitað, að prátt fyrir ýmsar hugmyndir um, að atvinna sé ekki tengd slitsjúkdómum, verður að viðurkenna, að viss- ar starfstéttir virðast pjást meir en aðrar. Sem dæmi má nefna prolapsus disci inter- vertebralis í hjúkrunarstéttum, hnéslit í knatt- spyrnumönnum, mjaðmaslit i atvinnuballet- dönsurum, hálsslit í konum peim, erlendum, sem bera punga á höfði og pekkt er slit í Barst ritstjórn 02/05/80. Send í prentsmiðju 01/06/80. múrhandverksmönnum, handaslit í trésmiðum o.s. frv. Hins ber líka að geta, að slit sést í fólki, sem telst tæpast hafa dýft hendi í kalt vatn nokkurn tíma, en jafnframt má sjá ótrúlega lítið slit í öðrum, sem hafa verið algerir vinnujálkar um ævina. Hvað snertir vöðvabólgur, eru vissar stéttir viðkvæmari en aðrar. Virðast pær, a.m.k. hérlendis, næmar, sem vinna á köldum vinnu- stöðum, sbr. konur, sem starfa í frystihúsum. Bókhaldarar, sem vinna við vélar svo og vélritarar og hársnyrtifólk er áberandi stór hópur líka, án kaldra vinnustaða, en par gætu aðrir pættir gripið inn í t.d. isometrisk vöðva- vinna. Sé farið i saumana á pessum vandamálum, kemur í ljós, að upplýsingar varðandi nýgengi (incidence) og algengi (prevalence), hvað atvinnu snertir, eru ekki til á íslandi. í skýrsl- um landlæknis eru ekki upplýsingar um pessi mál. Til er skrá um atvinnusjúkdóma, en pessi atriði eru ekki par á meðal. Landlæknir bendir á réttilega, að pótt slík skrá sé fyrir hendi í mörgum löndum, megi búast við meiri háttar ónákvæmni í henni, og pví sömu ónákvæmni hérlendis, væri hún gerð. (1) Ef unnt væri að telja fjarverudaga eða greiddar bætur á skýrslum Tryggingastofnun- ar ríksins, t.d. vegna vöðvabólgu, gæti sú stofnun verið hrein upplýsingaáma, en skýrslur paðan verða ekki til gagns sem stendur, en gætu orðið í framtíð, pegar tölvuskráning hefst. í læknaritum er ekki unnt að finna mikið að gagni um tengsl atvinnu við slitsjúkdóma eða vöðvabólgu. Verður pví rætt um orsakir pess- ara vandamála frá fræðilegu (theroretisku) sjónarmiði. Meðferð pessa kvilla er að sjálfsögðu hefð- bundin, p.e. að uppræta orsakavald, ef fyrir hendi er, p.e.a.s., ef unnt er eða hann finnst. Meðferð er hins vegar »symptomatisk« og verða henni ekki gerð hér skil enda of margpætt til pess að rúm gefist í pessari grein.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.