Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 24
312 LÆKN ABLADIÐ af viðbrögðum flakktaugarinnar (N. Vagus) og áhrif hennar á hallarhnút (nodus sino-atrialis). Þessi viðbrögð geta í versta falli orsakað hjartastopp. Þau eru algengust í börnum. Breytingar á sýrustigi (pH) geta átt sér stað, ef um ónóga öndun er að ræða í svæfingu, t.d. vegna truflandi áhrifa sumra svæfingalyfja á öndunarstöðvar í mænukylfu eða vanstillingar á öndunarvél. Þessi lækkun getur einnig haft efnaskiptalegan uppruna (metabolic acidosis). Þessi blóðsúr (acidosis) getur aukið á óstöðugleika frumuhimna í gangráðum hjartans þannig að þeir afskautast (depolarise) auðveldar (12). Líkur eru á því að hækkun á sýrustigi (alkalosis) sem orðið getur m.a. vegna vanstill- ingar á öndunarvél, geti einnig valdið hjart- sláttaróreglu. Líklegustu skýringar á því er truflun á leiðni í leiðslukerfi hjartans vegna t.d. lækkunar á kalíumþéttni eða af öðrum orsök- um (7, 15). Súrefnisskortur, sem átt getur sér stað í svæf./deyf. vegna lungnasjúkdóma eða vegna tæknilegra vandamála, getur leitt til hjartslátt- aróreglu á óbeinan hátt með því að örva semjutaugakerfið og framleiðslu á katekóla- mínum í nýrnahettumerg (6). Einnig eru líkur á því að súrefnisskortur geti haft bein áhrif á einangraðar hjartafrumur og geti leitt til óstöðugleika í frumuhimnum á svipaðan hátt og blóðsúr. Innlögn á barkarennu (endotracheal intuba- tion) veldur oft hjartsláttaróreglu. Skýringar á því geta verið a) ofstarfsemi semjutaugakerfis- ins vegna sársauka og ertingar á barka, b) súrefnisskortur c) hækkun á koldíoxíðþrýstingi í blóði d) hækkun á blóðþrýstingi, e) lyfjagjöf samfara innlögninni (t.d. súxametónum). Oft er um samspil margra þessara þátta að ræða. Breytingar á blóðþrýstingi er algeng orsök hjartsláttaróreglu í svæf./deyf. Miklar breyting- ar og óstöðugleiki á blóðþrýstingi eru algeng í svæfingu, þar sem mörg svæfingarlyf hafa sterk áhrif á ósjálfráða taugakerfið. Hækkað- ur blóðþrýstingur getur valdið auknu álagi á hjartað auk þess sem blóðrás til vefja undir hjartaþeli (subendocardium) getur truflast. Lágur blóðþrýstingur getur hins vegar minnk- að hættulega blóðflæði gegnum þrengdar kransæðar. Hvort tveggja getur því valdið súrefnisskorti í hjartafrumum með áðurgreind- um afleiðingum. Elektrólýtatruflanir t.d. of lág eða of há þéttni af kalíum eru vel þekktar orsakir hjartsláttaróreglu. Vanstillt öndunarvél, sem veldur oföndun (hyperventilation) getur t.d. lækkað kalíumþéttni í blóði. Lyf, sem sjúklingar hafa tekið fyrir aðgerð geta valdið hjartsláttaróreglu, t.d. digitalis. Eins og áður segir er tíðni hjartsláttaróreglu í svæf./deyf. mjög há. Tölum um tíðni ber hins vegar ekki saman, enda fer hún mikið eftir því hvers konar rannsóknaraðferð var notuð og einnig um hvers konar sjúklinga og aðgerðir var að ræða. Hæstu tölur um tíðni eru yfir 60 °/o (9) en annars er sú tala mjög breytileg (5, 8, 16). Langflestar tegundir hjartsláttaróreglu í svæf./deyf. eru saklausar og þarfnast ekki meðferðar. Ekki verða dregnar almennar ályktanir um tíðni hinna alvarlegri tegunda óreglu byggðar á niðurstöðum þessarar rannsóknar. Til þess getur hún vart talist nógu nákvæm, þótt fremur ólíklegt sé að margar alvarlegri truflan- ir á hjartslætti hafi farið framhjá þeim sem að svæfingunni stóðu. Þó getur hún gefið nokkra hugmynd um hvers konar óreglu sé helst að vænta á þeim stöðum, þar sem margvíslegar skurðaðgerðir fara fram. Meðferð fer að sjálfsögðu eftir því hversu alvarleg óreglan er og því hver líkleg orsök er. í þessari rannsókn var hægur hjartsláttur meðhöndlaður með gjöf á atrópíni 0,5-1,0 mg í æð og var það áhrifaríkt í öllum 6 tilvikum og bendir það til þess að áhrif flakktauga hafi verið aðalorsökin. Hraður hjartsláttur með uþptök ofan slegils var í 3 tilvikum meðhöndlaður á áhrifaríkan hátt með edrophonium sem mælt hefur verið með að reyna í slíkum tilvikum (4). Proprano- loi var notað í 2 tilvikum, einnig með góðum árangri. í einu tilviki var meðferð ekki nauð- synleg. í því eina tilviki sem upp kom hraður hjartsláttur með upptöku í slegli (ventriculer tachycardia), leiddi það á stuttum tíma til hjartastopps, en endurlífgun með hjartahnoði og raflosti bar árangur. Aukaslög með uppruna í slegli voru oftast (ef orsök var ekki augljós) meðhöndluð með lidocaini, sem oftast reyndist áhrifaríkt. Ef þessi aukaslög stóðu aðeins í stuttan tíma t.d. eftir innlögn á barkarennu, var meðferð oftast talin ónauðsynleg. í engu þessara 39 tilvika leiddi hjartsláttar- óreglan til dauða eða varanlegs skaða fyrir sjúklingana. Óreglan stöðvaðist venjulega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.