Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 319 FRÁ LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Læknadeild hefur ákveðið að menn með læknapróf frá erlendum háskólum (og ekki íslenskt) og sækja um lækningaleyfi hér á landi skuli gangast undir próf áður en læknadeild veiti umsögn sína. Þeir skulu gangast undir próf í ýmsum páttum heilbrigðis- og félagslæknisfræði, rétt- arlæknisfræði og lyfjafræði (a-liður sampykkt- ar læknadeildar frá 5. des. 1979). Fyrir kandi- data frá háskólum á Norðurlöndum yrði slíkt próf látið nægja. Mögulega verða kandidatar frá læknaskól- um utan Norðurlanda látnir par að auki ganga undir próf í lyf- og handlækningum »og ef til vill einnig í heimilislæknisfræði eða í öðrum peim greinum, sem deildarráð pykir ástæða til hverju sinni« eins og segir í b-lið áðurgreind- rar sampykktar deildarráðs. Ákvörðun um slík viðbótarpróf verða tekin í hverju einstöku tilfelli. Gert er ráð fyrir að peir sem purfa að ganga undir framangreind próf geri pað á hinum reglulegu próftímum í læknadeild. Væntanlega yrði peim gefinn kostur á að fylgjast með kennslu í viðkomandi greinum, sem óregluleg- ir nemendur, ef pess væri oskað, en petta hefur pó ekki verið rætt sérstaklega eða gerð um pað nein formleg sampykkt. Yfirlit um námsefni frá prófessorunum í heilbrigdisfrædi, lyfjafrædi og réttarlæknisfrædi: Heilbrigðisfræði: (I I rafn Tuliníus prófessor). Kennslubókin í heilbrigðisfræði: Hákan Nat- vig. Lærebog i hygiene, forebyggende med- isin 4. útgáfa Fabritius, Oslo, 1977 er lögð til grundvallar kennslunni ásamt eftir- farandi lögum og reglum: Lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 12/1969. Heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972. Lög um eftirlit með matvælum og neyslu- og nauðsynjavörum nr. 24/1936. Reglugerð um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara nr. 250/1976 ásamt síðari breytingum nr. 101/1977 og nr. 162/1977. Lög um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968 ásamt síðari breytingum nr. 27/1973. Reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna nr. 164/1972! Reglugerð um eftirlit með framkvæmd ákvæða laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 455/1975 með síðari breytingu nr. 349/1978. Farsóttarlög nr. 10/1958, sóttvarnarlög nr. 34/1954, reglugerð um sóttvarnir nr. 229/1971 og breyting nr. 290/1974. Lög um ónæmisað^erðir nr. 38/1978, berkla- varnarlög nr. 66/1939. Lög um varnit gegn kynsjúkdómum nr. 16/1968. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Lög um heilbrigðispjónustu nr. 57/1978, erind- isbréf héraðslækna nr. 118/1980, erindis- bréf heilsugæslulækna nr. 123/1980 og erind- isbréf hjúkrunarfræðinga nr. 119/1980, læknalög nr. 80/1969 ásamt breytingu nr. 76/1977. Reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sér- fræðileyfis nr. 39/1970 ásamt breytingum nr. 249/1976. Lög um almannatryggingar nr. 67/1971 og síðari breytingar. Lög um læknaráð nr. 14/1942 og reglugerð um starfshætti læknaráðs nr. 192/1942. Lög um fóstureyðingar nr. 25/1975, Hjúkrunarlögin nr. 8/1974 og síðari breyting nr. 32/1975 og tilkynning um smitsjúkdóma: Ólafur Ólafsson og Sigmundur Sigfússon. Prófverkefni fyrir kandidata verður frábrugð- ið pví sem lagt verður fyrir nemendur í læknadeild sem fer fram samtímis, að pví leyti, að bætt verður við prófið spurningum, sem kennarinn í félagslæknisfræði semur vegna peirra laga og regla, er hann leggur áherslu á, en í staðinn sleppt einhverjum spurningum úr heilbrigðisfræði. Lyfjafræði:(Þorkell Jóhannesson prófessor) Lyfjalög nr. 49/1979. ' Reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja nr. 291/1979.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.