Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 29
LÆKNABLADID 315 offjölgun starfandi lækna eða hvort slíkt sé yfirvofandi og að lokum verður rætt um atvinnuhorfur lækna í nágrannalöndunum. AÐFERÐIR OG NIÐURSTÖÐUR Beitt er tveim aðferðum til þess að áætla fjölda læknislærðra 1. janúar 1990: Annars vegar er gengið út frá áætlun um fjölda kandidata 1981-1989 og dánarlíkum læknislærðra á tímabilinu og hins vegar er reiknaður líklegur fjöldi læknislærðra í hverj- um fæðingarárgangi. Steingrímur Pálsson fv. launaskrárritari hefir látið höfundi í tétöflu IV og ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar og er honum hér með pökkuð mikilsverð aðstoð. 1. Gengið er út frá því að fall á fyrstu prem námsárunum verði svipað og verið hefir 1971- 1980 og ennfremur, að peir stúdentar, sem komast á fjórða námsár, ljúki embættisprófi. Pær tölur, sem fást á þennan hátt, er að finna í töflu II. Hlutfall milli pess fjölda, sem innritast I læknadeild og þeirra sem útskrifast, hefir verið allmiklum breytingum háð á undanförn- um fjórum áratugum. Árið 1970 voru stúdent- ar í fyrsta sinn skráðir samkvæmt nýrri reglugerð, par sem gert var ráð fyrir sex ára námi og prófum á hverju námsári. Fram að pví var náminu skipt í prjá hluta og var námstími mislangur, frá 6-8 ár og jafnvel lengri. Kemur pað fram í sveiflukenndum hlutföllum milli innritaðra stúdenta og fjölda kandidata í töflu III. Hins vegar, þegar reiknað er 5 ára hreyfanlegt meðaltal (moving average), jafn- ast þessar sveiflur. Við athugun á töflu III kemur í ljós, að á tímabilinu 1940-1960 verða tiltölulega litlar breytingar á meðaltali hlutfallanna, en næstu árin hækkar hlutfallið ört, m.a. vegna færri innritana, en einnig vegna raunverulegrar fjölgunar kandidata. Hlutfallið lækkar síðan aftur jafnt og þétt, en virðist hafa verið komið í jafnvægi um pað leyti sem skipulagi námsins var breytt. Til skýringar skal pess getið að 1976 luku embættisprófi 27 stúdentar, sem innritast höfðu 1969 og fyrr. í töflu III er gert ráð fyrir að útskriftarhlutfallið verði næstu árin um 40 % og er það í samræmi við pá vísbendingu, sem er að finna í töflu II. í samræmi við ofangreindar forsendur gætu kandidatar frá læknadeild Háskóla íslands 1980-1989 orðið 478 talsins. Verði dánarhlutfall læknislærðra svipað og verið hefir undanfarið, mun fjölgun læknis- lærðra verða um 400 og heildarfjöldi læknis- lærðra verða um 1200 í ársbyrjun 1990. 2. Ef gert er ráð fyrir, a) að úr fæðingarárgöngum 1953-1963 komi einn læknislærður fyrir hverja 90 íbúa, en það er meðaltalið fyrir árgangana 1947- 1952, samkvæmt Læknaskrá 1. janúar 1980, b) að sama hlutfall lækna gildi um árgangana 1963 og 1964 í ársbyrjun 1990 og gilti um árgangana 1953 og 1954 í ársbyrjun 1980 og c) að dánar- og ævilengdartöflur Hagstofunn- Tafla I. Læknislærdir á hverja 1000 íbúa á íslandi 1960-1980 og ágizkun fyrír árin 1990 og 2000. Læknislærðir á hvert púsund íbúa búsettir aðrir, hér I ársbyrjun á islandi og erlendis Alls 1960 ............... 1.25 0.72 1.97 1965 ............... 1.32 0.90 2.22 1970 ............... 1.38 1.00 2.38 1975 ............... 1.63 1.02 2.65 1980 ............... 2.05 1.50 3.55 1990 ............... (2.63) (1.93) (4.56) 2000 ............... (2.88) (2.12) (5.00) Tafla II. Fjöldi innritaðra og kandidata og hlutfalls- Ieg tilfærsla milli ára 1971-1985. Inn- Á Fjöldi innritaðra á ritun 1. ári Á 2. ári fyrsta námsár 1970-1980, 1970 (82) Á 1971 (98) 50.0 Á innritaðra á 2.-6. námsári 1971-1986, 1972 (166) 54.1 50.0 4. ári Á embættispróf (133) 1976-1986 19/3 48.2 43.4 46.3 5. ári Á Embættis- 1974 (112) 65.4 36.1 40.8 45.1 6. ári próf 1975 (138) 43.8 50.4 30.7 39.8 45.1 (37) 1976 1976 (115) 28.3 39.3 34.6 30.1 38.8 (37) 1977 1977 (123) 42.6 29.0 31.3 34.6 30.7 (51) 1978 1978 (100) 49.6 38.3 23.2 31.3 34.6 (45) 1979 1979 (146) 51.0 47.2 34.9 23.2 32.1 (36) 1980 1980 (168) 54.8 43.0 44.7 34.9 23.2 (32) 1981 1981 53.8 47.9 40.0 44.7 34.9 (40) 1982 1982 47.6 44.5 40.0 44.7 (55) 1983 1983 41.7 44.5 40.0 (40) 1984 1984 41.7 44.5 (65) 1985 1985 41.7 (70) 1986

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.