Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 14
Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um sam- stöðu Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Sjálfstæðisflokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB. Sú samstaða rímar vel við aftuhaldssinnuð við- horf flokkanna gagnvart alþjóðavæddu og framsæknu atvinnulífi, eins og sést í endurteknum ofstjórnar- tilburðum Sjálfstæðisflokksins og áhuga Ögmundar Jónassonar á að losna við íslensku bankana úr landi. Kraftahagstjórn af þessum toga er líka í fullu samræmi við þá aðferðafræði sem hið vinstri græna íhald hef- ur tamið sér í ástríku samstarfi flokkanna í Mosfells- bæ. Þar er VG í fararbroddi bæjarstjórnar sem geng- ur á friðlýst svæði og menningarminjar og neitar jafnt lýðræðislegri samræðu við bæjarbúa og því að fara að lagareglum á sviði umhverfisverndar. Að áliti VG virð- ist umhverfið ávallt eiga að njóta vafans – svo fremi það sé utan Mosfellsbæjar. Mosfellsbæjarmódelið er því réttnefni á því kyrrstöðubandalagi sem bíður ef þessir flokkar ná saman um stjórnarmyndun í vor. Andstaða við EES Færri vita hins vegar að VG hefur árum saman haft á stefnuskrá sinni að ljúka samstarfi Íslands við nágrannaríkin innan EES og leita þess í stað tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu við ESB. Öll þekkjum við þann gríðar- lega ávinning sem þjóðin hefur haft af EES-samningn- um. Við höfum fengið óhindraðan aðgang að sameig- inlegum markaði EES-ríkjanna, sem hefur nýst okkur í útflutningi vöru og þjónustu. EES-samningurinn er forsenda útrásarinnar. Ómögulegt er að tryggja sama aðgang og sama ávinning með tvíhliða samningi. Við höfum óhindraðan rétt til að sækja okkur atvinnu og menntun hvert sem er á svæðinu. Við höfum fengið margvíslega réttarbót um réttindi launafólks og á sviði jafnréttismála. Þá er ótalin svo að segja öll innlend löggjöf um umhverfismál, sem byggir alfarið á kröf- um EES-samningsins. Það var vegna EES-samnings- ins sem hér voru sett lög um mat á umhverfisáhrifum og það er á grundvelli EES-samningsins sem allar rétt- arbætur á sviði umhverfismála hafa verið lögleiddar á undanförnum árum. Rjómakenning Steingríms J. Ef við værum spurð hvort við vildum frekar halda laununum okkar eða vinnunni myndum við væntan- lega flest velja launin. Það er ekkert athugavert, enda vitum við öll að launin fáum við ekki nema vinna fyr- ir þeim. VG verður að átta sig á að því er eins farið í alþjóðasamskiptum. Steingrímur J. hefur lengi að- hyllst hina svokölluðu rjómakenningu í alþjóðamál- um. Hún felst í því að við Íslendingar eigum alltaf að fleyta rjómann af alþjóðasamstarfi og helst aldrei að axla skuldbindingar til samræmis við ávinninginn. En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig – hvorki í alþjóða- samstarfi né í mannlegu samfélagi almennt. Draum- sýn VG um að losna undan skuldbindingum EES- samningsins er nákvæmlega það – óábyrg draumsýn – en kannski í samræmi við tengsl VG við raunveru- leikann svona almennt séð. Rjómakenning Steingríms J. Kjallari Hvað skal kjósa? Enn berast litlar fréttir af fram- boði Margrétar Sverrisdótt- ur, Ómars Ragnarssonar og samstarfs- fólks þeirra. All nokkur dráttur hefur orðið á að framboðið yrði kynnt og nafn framboðs- ins breyst eftir því sem á líður. Þannig mun Aflvaki nú vikinn fyrir Íslands- flokknum og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður búin að skrá lénið Íslandsflokk- urinn.is. Nú er spurningin hvort framboðið verði kynnt áður en landsmenn geta tekið til við að kjósa. Kosning utan kjörfundar hefst nefnilega á laugardag. Víti til að varast Aðsvif Magnúsar Stefánsson- ar í ræðupúlti á Alþingi í síðustu viku virðist ætla að verða öðrum hvati til að huga vel að heilsu sinni. Svo má í það minnsta lesa á heimasíðu Sivjar Friðleifsdótt- ur heilbrigð- isráðherra. Hún segist nú ætla að beita sig hörðu til að vinna ekki of marga klukkutíma á hverjum sól- arhring. Segir heilsu meira virði en yfirvinnu alla daga. Svo er spurning hversu vel heilsuræktin gengur en þar sem Siv skráir daga sína vel á síðu sína ættu netverjar að geta bent henni á þegar hún vinnur of mikið. Yfirvinna lögmannanna Lagatextar eiga það til að flækjast fyrir mönnum og stundum meira en lítið. Stjórnarskránni hafa menn reyndar reynt að halda einfaldri og auðskilinni þó einhverjir kaflar virðist stangast á við veruleikann (samanber um völd og hlutverk forseta og ráðherra). Þó virðist sem nýja viðbótin þeirra Geirs H. Haarde og Jóns Sig- urðssonar ætli að slá öll met og sagt að nú hafi hver lögmaðurinn á fætur öðrum unnið yfirvinnu til að fá réttan skilning á auðlindaá- kvæðinu. Öll spjót á Framsókn Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, tók undir gagn- rýni margra stjórnarand- stæðinga þegar Jóhann Hauksson ræddi við hann í þætti sínum Morg- unhananum á Útvarpi sögu í gær. Einar Oddur sagði þá að það hefðu verið mistök að færa byggðamálin frá forsætisráðu- neytinu undir iðnaðarráðuneyt- ið. Þetta hafa margir stjórnar- andstæðingar sagt og fóru jafnan hörðum orðum um Valgerði Sverrisdóttur meðan hún stýrði málaflokknum. SandKorn ÁRni PÁll ÁRnASon stjórnmálamaður skrifar „Rjómakenningin felst í því að við Íslendingar eigum alltaf að fleyta rjómann af alþjóðasam- starfi og helst aldrei að axla skuldbindingar til samræmis við ávinninginn.“ Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Fimmtudagur 1. mars 200714 Umræða DV Þeir sem hafa möguleika á að taka hluta þeirra lækkana, sem verða á nauðsynjavörum frá og með deginum í dag, í eigin vasa verða að þola refsingar okkar neytenda. Margir verða á verði til að fylgjast með að rétt verði staðið að málum. Þeir sem gera það ekki, þeir verða að fá yfir sig viðskiptaþvinganir okkar, hins almenna neytanda. Við verðum að snúa baki við þeim sem svindla. Allir sem hafa getu og vald til að veita beint aðhald verða að vera á tánum. Þar er Alþýðusambandið sennilega sterkast. Það hefur ver- ið með fínar verðkannanir með reglulegu millibili, verðkannan- ir sem hafa verið óumdeildar og marktækar. Með því starfi sínu hef- ur ASÍ tekið ákveðna forystu, for- ystu sem kallar á ábyrgð og þess vegna er hreinlega ætlast til þess að ASÍ geri enn betur og gæti að því að verðlækkanir verði eins og að er stefnt. Talsmaður neytenda skiptir einnig miklu máli og hans starf tekur á sig nýjar og fjölbreyttari myndir frá og með deginum í dag. Sama er að segja um Neytendasamtökin. Það eru samt aðrir sem skipta mestu máli. Það eru þeir sem hafa ákvarðanirnar í sínum höndum, það eru seljendurnir, kaupmenn og aðrir, og svo við, neytendur. Þeir kaupmenn sem standast allar freist- ingar verða ofan á takist að virkja neytendur á þá leið sem þarf, það er að veita aðhald og refsa þeim sem fara út af sporinu. Tækifærið er sögulegt og því má ekki glutra niður. Margir hafa ef- ast um að þær lækkanir sem verða vegna breytinga á lögum gangi alla leið til neytenda. Forsætisráðherrann hefur lýst efasemdum sínum, það hafa margir aðrir gert. Þar sem tækifærið er sérstakt verða öll fyrirheit að ganga eftir. Íslenskir neytendur eiga það skilið, þeir eiga það inni, að matarverð lækki svo það taki skref í átt til þess verðlags sem þekkist meðal annarra þjóða. Svo er hitt, að þetta er ekki nóg. Verðmyndun á nauðsynjavörum er önnur hér en víðast annars staðar. Hér er styrkur við landbúnað greidd- ur hærra verði af okkur neytendum en þekkist víðast. Svo er annað sem við vitum ekki, það er hvaðan ríkissjóður ætlar að fá þá sjö milljarða sem lækkun virðisaukaskatts og afnám vörugjalda kosta sjóðinn. Fari svo að þeir peningar verði sóttir með hækkun þjónustugjalda, lækkun barnabóta eða vaxtabóta, þá er kannski eins vel heima setið og af stað farið. Hvað sem verður er ljóst að það þarf að beita marga aðhaldi. Um- fram allt er gott að treysta á það góða í hverjum og einum. Meðan ekkert svindl þekkist og ekki hefur komið fram að ríkissjóður sæki í vasa okk- ar það sem sjóðurinn missir er ástæðulaust annað en að fagna í dag og næstu daga. Dagurinn í dag er merkilegur, en ekki merkilegri en svo að mikið meira þarf til að verð hér og í öðrum löndum verði sambærilegt. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Ekkert svindl Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Þeir kaupmenn sem standast allar freisting- ar verða ofan á takist að virkja neytendur á þá leið sem þarf, það er að veita aðhald og refsa þeim sem fara út af sporinu. Árið 1975 kom út í Bandaríkjunum bók eftir Martin Gosch og Richard Hammer um “Lucky Luciano”, einn mikilvirkasta mafíuforingja Bandaríkjanna fyrr og síðar. Saga Lucianos er ævintýraleg, en hann hefur verið kall- aður sjálfur höfuðpaur skipulagðrar glæpastarfsemi í Bandaríkjunum, sjálfur skipuleggjandinn. Í “Síðustu játningu Lucky Lucianos” (The last Testa- ment of Lucky Luciano) er að finna frásögn sem hér skal rakin eftir minni. Rekstraröryggi fyrirtækja Luciano og skósveinar hans voru ævinlega í brýnni þörf fyrir að ávaxta illa fengið fé á sæmilega heiðarleg- an hátt. Þeir höfðu meðal annars lánað verksmiðjueig- anda í nauðum mikið fé sem þeim hafði áskotn- ast með rekstri spilavíta, vændishúsa og eiturlyfjasölu. Þeir innheimtu himinháa okurvexti til þess eins að komast yfir verksmiðjuna sem framleiddi tómatsósu og tómatkraft. Verksmiðjueigand- inn komst í vanskil við Mafíuna og engin grið voru gefin; okrararnir hirtu verksmiðjuna upp í skuld. Nýju eigendunum var tilkynnt, að til þess að örva söluna og auka tekjurnar yrði að koma framleiðsluvör- unum fyrir á heppilegum stað í stórmörkuðunum, ná- lægt kössunum og helst í augnhæð viðskiptavinanna. Dag einn stóðu útsendarar Lucianos á gólfinu í stór- um matvörumarkaði og tilkynntu verslunarstjóranum að þeirra tómatsósa yrði að vera á besta stað í búðinni og öðrum vörumerkjum yrði að víkja til hliðar á verri staði. Þegar verslunarstjórinn brást ókvæða við frekj- unni kváðust snyrtilegir útsendarar Lucianos koma aft- ur eftir viku til að ganga úr skugga um hvort orðið hefði verið við óskum þeirra. Að þeim tíma liðnum komust mafíósarnir að því að engu hafði verið hreyft í matvöru- markaðnum, verslunarstjórinn hafði boðið þeim byrg- inn. Segja má að með þessum derringi hafi verslunar- stjórinn safnað glóðum elds að höfði sér enda gerðist nú margt í senn. Fyrir einhverja slysni sleit skurðgrafa rafmagnslínuna að matvörumarkaðnum daginn eftir heimsóknina. Tveimur dögum síðar varð allt vatnslaust og olli hvort tveggja mikilli röskun á starfsemi verslun- arinnar. Því næst brutu dularfullir skemmdaverkamenn s órar rúður um miðja nótt og ollu miklu tjóni. Þegar hér var komið sögu var tómatsósunni og tómatkraftinum frá verksmiðju Lucianos og mafíósum hans umsvifalaust komið fyrir á besta stað í versluninni. Salan tók að auk- ast. Eftir á að hyggja hefði verið viturlegra fyrir verslun- areigandann að verða við óskum útsendara mafíunnar, til að kaupa frið og vernd fyrir miklu veseni. Rekstraröryggi stjórnmálaflokka Árið 2005 kom út á Íslandi bók eftir Einar Kárason um athafnamanninn Jón Ólafsson, „Jónsbók“. Eftirfarandi frásögn er að finna á blaðsíðu 421: „Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarpsstöð árið 1995 var heimilisfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsskrifstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kring um kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir fóru tómhentir á dyr. Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta – bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni... Um andbyrinn sem hann fór nú að mæta má nefna ýmis dæmi... Hvað skyldi Eimskipafélagið hafa átt að greiða til Flokksins á þessum tíma miðað við veltu? Árið 1996 var ársvelta Íslenska útvarpsfélagsins 1,8 milljarðar króna. Þetta sama ár var velta Eimskipafélags Íslands nálægt 13 milljörðum króna eða sjöföld velta Íslenska útvarpsfélagsins. Þetta jafngildir því að Eim- skipafélagið, slagæð Kolkrabbans á þeim tíma, hafi átt að greiða allt að 35 milljónir króna til Flokksins ár hvert, eða því sem næst 3 milljónir króna á mánuði. Nú eru breyttir tímar og Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ákveðið að opna bókhald allra stjórnmálaflokka og koma þeim á ríkisjötuna. Ákvörðunin var tekin mun síð- ar en annars staðar í siðmenntuðum löndum Evrópu. Var hún tekin vegna rýrnandi tekjustofna Flokksins? Þegar opinberlega var tilkynnt um tímamótaákvörð- un um fjármál íslenskra stjórnmálaflokka sagði formað- ur Sjálfstæðisflokksins í ljósvakamiðlum 22. nóvember síðastliðinn: “Við höfum ekki neitt að fela í þessu og höf- um aldrei haft.” um rekstraröryggi stjórnmálaflokka Kj lari Jóhann hauksson útvarpsmaður skrifar Luciano og skósvein- ar hans voru ævinlega í brýnni þörf fyrir að ávaxta illa fengið fé á sæmilega heiðarlegan hátt. klerkurinn í Frjálslynda flokkinn Séra Björn Önundarson gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn í gær og virðist þess albúinn að fara í framboð fyrir flokk- inn. Séra Björn er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar en náði ekki þeim ár- angri sem hann von- aðist eftir í prófkjöri. Nú gæti far- ið svo að tveir kratar skipi tvö efstu sætin hjá Frjálslyndum í Suður- kjördæmi því Grétar Mar Jónsson sem sækist eftir fyrsta sætinu var á árum áður í Alþýðuflokknum. kosningabragur? Kosningaloforð framsóknar- manna frá því fyrir fjórum árum um 90 prósenta íbúðalán eru aft- ur orðin að veruleika, rétt rúmum tveimur mánuðum fyrir kosn- ingar. Framsóknar- menn keyrðu á þessu með eftirminnileg- um auglýsingum fyrir fjórum árum og því var neyðarlegt fyrir þá að þurfa að lækka lánshlutfall- ið þegar verðbólgan fór úr bönd- unum. Spurning hvort hækkunin nú komi Jóni Sigurðssyni og fé- lögum til góða. Öryrkjar í framboð Nú þegar útlit er fyr- ir að aldraðir og ör- yrkjar fari saman í framboð er spurn- ing hverjir kynnu að vera á listum fyrir þá. Búast má við að þeir sem ver- ið hafa í fararbroddi viðræðna taki sæti á lista hvar sem þeir verða. Einn er auðvitað Arnþór Helga- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands, sem gegndi því starfi þar til hann og Sigursteinn Másson, formað- ur samtakanna, áttu ekki lengur samleið. Gulur í baráttuna Annar sem kynni að láta til sín taka er Arnór Pétursson sem lengi hefur starfað fyrir Sjálfsbjörgu og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Auk þess að láta til sín taka í baráttu öryrkja hef- ur Arnór verið áber- andi á fótboltavell- inum þó fæstir hafi þar vitað hver væri á ferðinni. Arnór er nefnilega maðurinn í hjólastólnum sem er ávallt við hlið varamannaklefa ÍA í fótboltanum, enda með dyggari stuðningsmönnum liðsins. aftur til starfa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sneri aftur til starfa í ráðuneytinu í gær- morgun í fyrsta skipti eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús vegna veik- inda. Björn hafði þá unnið nokk- uð heima við og á sjúkrahúsinu þannig að ekki kom hann að stafla óafgreiddra mála. Nokkur bið verður þó væntanlega á að hann snúi aftur í þingið. Ingvi Hrafn Óskarsson tók sæti sem varamað- ur hans á þingi fyrr í vikunni og sit- ur minnst tvær vikur. SandKorn Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. frettaskot@dv.is Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús þriðjudagur 13. mars 200714 Umræða DV Það blæs ekki byrlega fyrir Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hver könnunin á eftir annarri sýnir flokkinn missa fylgi og þegar spurt er um traust til forystumanna flokkanna fær Ingibjörg Sól- rún slæma útreið. En hvað veldur? Samfylkingin virtist ætla að verða stór flokkur sem tæki til sín fylgi frá flestum hinna flokkanna, ef ekki öllum. Saman hefur andstæðing- unum tekist að tala inn mikinn vafa um Samfylkinguna og forystu- fólk flokksins. Össur Skarphéðinsson var kallaður vindhani, allt þar til hann hætti að vera formaður, þá varð hann aftur ágætur. Nú tekst and- stæðingum Samfylkingarinnar að strá fræjum fasemda um Samfylk- inguna og einkum og sér í lagi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ár- angurinn er að koma í ljós, Samfylk- ingin er í einna verstu málum allra stjórnmálaflokka nú þegar aðeins tveir mánuðir eru til kosninga og forystu flokksins og frambjóðenda bíður mikið starf ef forðast á veru- legt áfall. Ekki órar nokkurn fyrir því að Samfylkingin haldi því sem hún fékk í síðustu kosningum. Þessi er staðan þar á bæ þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu, verið í andstöðu við ríkisstjórnina sem hefur fengið á baukinn ítrekað og þjóðin virðist búin að fá meira en nóg af. Ingibjörg Sólrún var lánsamur borgarstjóri. Hélt velli í mörg ár og hafði góð tök á samstarfsfólki sínu. Henni virðist eins erfitt að fóta sig í landsmálunum og hún átti gott með það í borginni. Helstu stuðnings- menn hennar í gegnum árin eru ráðþrota og spunameistarar Samfylk- ingarinnar eru ráðalausir. Hvað veldur þessu mikla fylgistapi? Fyrst ber að leita skýringa hjá formanninum. Þar er nokkrar að finna. Ingibjörg Sólrún sagðist skilja að þjóðin bæri ekki fullt traust til þingflokks Sam- fylkingarinnar. Þetta voru vond orð sem hafa skaðað ótrúlega mikið. Andstæðingarnir tóku yfirlýsingunni fegins hendi og hafa haldið á lofti. Þetta er versti afleikur Ingibjargar Sólrúnar í aðdraganda kosninganna. Stóryrtar ræður hennar hafa líka farið beint í hakkavélar hinna flokk- anna og öllu snúið á versta veg. Samfylkingin og formaðurinn hafa orð- ið undir í þeim orðahríðum. Á sama tíma kemst Geir H. Haarde upp með að kalla jafnréttismál gervimál, og segjast fara heim með annarri konu en þeirri sætustu, þar sem hún geri sama gagn og að konurnar sem urðu þungaðar í Byrginu hefðu sennilega orðið þungaðar hvort sem er. Orð Geirs eru svo asnaleg og galin en hann kemst upp með það. Ingibjörgu Sólrúnu er hins vegar ekkert fyrirgefið. Hún fær engin tækifæri hjá andstæðingunum. Takist henni að snúa flokknum frá fylgishruninu verður hún að byrja núna og mæta trúverðug og hrinda frá sér af krafti áróðri hinna flokkanna. Í dag er ekkert sem bendir til þess að það takist. Ekkert. Sigurjón M. Egilsson Samfylkingin og I gibjörg Sólrún Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StJóRnaRfoRmaðuR: Hreinn loftsson fRamkVæmDaStJóRI: Hjálmar Blöndal RItStJóRI og áByRgðaRmaðuR: Sigurjón m. Egilsson fRéttaStJóRI: Þröstur Emilsson RItStJóRnaRfulltRÚI: Janus Sigurjónsson Henni virðist eins erfitt að fóta sig í landsmál- unum og hún átti gott með það í borginni. Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fRéttaStJóRI: Þröstur Emilsson auglýSIngaStJóRI: auður Húnfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.