Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 30
þriðjudagur 13. mars30 Síðast en ekki síst DV Hipp og kúl matur Litlu, sætu dúf- urnar og karrarnir þeirra fylla Domo í Þingholtsstræti á kvöldin. Þeim finnst hipp og kúl að koma þangað, fjárhagslega vaxin upp úr ham- borgurum og pítsum. Maturinn er frambærilegur, en hefur þann eina metnað að sýnast. Uppsetningin á diska er mikilvægari en bragð- dauf matreiðsla, sem kýlir ekki einu sinni á „fusion“-tízku með sterku kryddi. Japanskt sushi er betra og ódýrara í Maru í Aðalstræti. Sem tízka í mat er Domo daufari kostur en Apótekið í Pósthússtræti, sem áður var hipp og kúl. Ekta mat- reiðsla er rýrnandi þáttur í pakkan- um, sem ræður vinsældum hipp og kúl veitingahúsa. Sjáfsvíg Samfylkingar Hrun Sam- fylkingarinnar er hastarlegra en nokkur álitsgjafi hafði þorað að spá. Tæplega er það Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að kenna, að önnur hver íslenzk kona er komin yfir í Vinstri græna. Líklegra er, að Samfylkingin hafi misst af umhverfislestinni og fram- ið sögulegasta sjálfsvíg íslenskra stjórnmála. Hún er búin í prófkjör- um að velja sér stóriðjusinna í efstu sæti hvers kjördæmis á fætur öðru. Hún kaus sér andlit stóriðjunnar og getur ekki röflað sig út úr því. Kjósendur flokksins í prófkjörunum hnýttu reipið, sem Samfylkingin hefur lagt á háls sér. Ný spunakerling Markmið blaðamennsku er að segja satt, en markmið al- mannatengsla og spuna er að ljúga. Þótt Kristján Kristjánsson, áður í Kastljósi, leggi þetta að jöfnu í viðtali við Fréttablaðið. Í blaða- mennsku er það sannleikurinn, sem þrýstir, en í almannatengslum og spuna er það lygin, sem þrýstir. Ég sé í mílu fjarlægð, hvaða blaða- menn muni enda sem spunakerl- ingar. Á þessu er grundvallarmun- ur, þótt sjaldgæfar undantekningar kunni að leynast. Í nánast hvert sinn sem blaðamaður fer úr rýr- um högum blaðamennskunnar í grænni haga al- mannatengsla og spuna, hækkar með- altal siðferð- is í báðum stéttum. jonas@hestur.is að lokum Í dagsins önn veðrið ritstjorn@dv.is miðvikudagurþriðjudagur Eldingar Bilun sem kom upp í dælustöð við Ánanaust og orsakaði vatnsflóð í kjallara fjölbýlishúss er rakin til eldingar sem sló niður í háspennulínu Landsnets. Eldingar eru ljós sem sést frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þruma berst í allar áttir. rafhleðsla er algeng í skýjum og verður mest í svokölluðum skúraskýj- um eða éljaklökkum. þar er upp- streymi mest og ör dropamyndun. Tíðni eldinga á Íslandi er ekki mikil og því hefur að jafnaði ekki verið mikið hugað að hönnun eldingarvarna við byggingar hérlendis. þó finnast hús þar sem eldingarvarnir hafa verið settar upp t.d. hús sjómannaskólans í reykjavík. sömuleiðis eru eldingar- varnir í flestum háspennuvirkjum sem og á hluta af háspennulínum á Íslandi. 4 7 4 12 4 4 4 7 14 2 3 6 7 6 6 2 1 46 12 412 2 6 4 3 7 3 76 719 6 12 3 7 67 12 Íslenska kvennalandsliðið í fót- bolta vann auðveldan sigur á Portú- gölum í gær 5-1 á Algarve Cup. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi í gær, aðeins hversu stór sigur Ís- lands yrði. Sigurður Ragnar Eyjólfs- son þjálfari liðsins innbyrti þar með sinn fyrsta sigur en hann tók við sem þjálfari liðsins í lok síðasta árs. Hann er ásamt fríðu föruneyti í Portúgal og undirbýr liðið fyrir komandi átök. „Við spiluðum tvo æfingaleiki áður en við fórum á þetta mót en þetta er fyrsti alvörusigurinn. Liðið er búið að spila vel að undanförnu og ég hef verið ánægður með framfar- irnar milli leikja. Stelpurnar vor mjög óheppnar í fyrsta leiknum að klúðra þeim leik. Þær fengu á sig mark á 91. mínútu á móti Ítalíu. Það var svolít- ið svekkelsi í hópnum eftir þann leik en stelpurnar náðu að rífa sig upp úr því. Þær spiluðu svo mun betur á móti Írlandi en gerðu samt sem áður jafntefli. Það jók enn á pirringinn. Leikurinn í dag [í gær] var hins vegar mjög góður, þær skoruðu fimm mörk og áttu skot í slá og stöng þannig að þær sköpuðu sér mikið af færum. Þær portúgölsku skoruðu úr sínu eina færi í leiknum, ef færi skyldi kalla. Stemningin í leiknum var einstök og hlutirnir gengu einfaldega bara upp. Við völtuðum einfaldlega yfir þær í seinni hálfleik,“ sagði Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Sigurinn gegn Portúgal þýðir að Ísland hafnar í öðru sæti C-riðilsins og mætir Ítalíu í fyrramálið í leik um níunda sætið. „Við stefndum að því að fá alvöru andstæðing úr A- eða B-riðli í fjórða leik. Ég var að gæla við Þýskaland, Kína eða Finnland. Það skiptir mig þó engu máli hver andstæðingur- inn verður. Þetta eru allt hörkulið og það verður bara góð reynsla að leika gegn hverju þeirra sem er. Þetta var það sem við lögðum upp með í stað þess að leika aftur gegn Portúgal eða Írlandi. Við vildum sterkan andstæð- ing og hann fáum við. Það eflir und- irbúning okkar fyrir leikina í Evrópu- keppninni sem hefst í lok maí.“ Níunda sætið á mótinu er vel við- unandi. Ekki síst þar sem öll liðin í A- og B-riðli eru heimsklassa lands- lið. Andstæðingur Íslands í fyrramál- ið, Ítalía er samkvæmt styrkleika- lista FIFA 13. besta kvennalandslið í heimi. „Það yrði vissulega góður árangur að ná níunda sætinu mundi ég segja. Og það er vel raunhæft, við erum með það sterkt landslið í höndun- um. Við höfum nýtt tímann mjög vel hérna úti, bæði í æfingar og annað. Við höfum tekið þessa ferð alvar- lega og lagt mikla vinnu á okkur. Ég er virkilega ánægður með framfar- irnar sem ég hef séð milli leikja. Inn á milli reynum við að gera eitthvað skemmtilegt til að létta andann. Ég þekki það sem knattspyrnumað- ur að það skiptir miklu máli. Það er fátt leiðinlegra en húka inni á hót- elherbergi milli þess sem leikið er eða æft. Þetta er löng ferð, tíu dagar og það þarf líka að vera skemmtilegt inn á milli. Þetta snýst ekki síður um að stelpunum líði vel, það skilar sér þegar út á völlinn er komið.” Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kjöldró Portúgali í gær 5-1 á Algarve Cup. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Sigurðar ragnars Eyjólfssonar. margrét Lára viðarsdóttir skoraði síð- asta mark Íslands og er því orðin markahæst Íslenskra kvenna. NíuNda sætið er rauNhæft glaðbeittir þjálfarar sigurður ragnar Eyjólfsson þjálfari kvenna- landsliðsins og guðni Kjartansson aðstoðarþjálfari voru kampakátir eftir sigurleikinn gegn Portúgal. guðrún Sóley og margrét Lára hafa staðið sig með ágætum með landsliðinu. Hafa skal það sem betur hljómar Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs fer hamförum á bloggi tímaritsins vegna þess sem hann kall- ar ómerkilega fréttamennsku fréttastofu Sjónvarpsins. Ríkiskassinn tíundaði í gær- kvöld hverjir hefðu lækkað vöruverð í kjölfar skattalækkana og hverjir væru svörtu sauðirnir. Tímarit voru sögð á sama verði og fyrr en ritstjórinn segir það alrangt. Raunar ómerkilega lygi. Verst þykir ritstjóranum þó að fréttin skuli byggð á upplýsing- um úr molum greiningardeild- ar Glitnis. Hófstillt viðbrögð bloggfærslunar vekja aðdáun og verður spennandi að sjá hver viðbrögð ríkiskassans verða við henni. rúnar heim KR-ingar eru að sögn búnir að ná samkomulagi við Rúnar krist- insson um að hann leiki með meistaraflokki KR í sumar. Samkomulagið er munnlegt en forsvarsmenn KR hafa ekki tilkynnt þetta opinberlega. Það er þó á allra vitorði og fjöl- miðlar hamast á Guðjóni krist- inssyni, framkvæmdastjóra KR- Sport. KR-ingar hafa styrkt hóp sinn umtalsvert fyrir komandi leiktíð og leggja mikið undir til að hampa titlum í haust. Eng- inn efast um að KR verður erfitt heim að sækja í sumar en hvort stórinnkaup duga til að fjölga gripum í rykföllnum bikarskápn- um vestur í bæ verður að koma í ljós. Úbbs Um fátt er meira rætt í tækni- heimum en hlálegt klúður Símans á hátækni- sýningunni Tækni og Vit 2007 sem fram fór um liðna helgi. Síminn sá um netsam- band og not- aði vitaskuld nýjustu tækni. Nema hvað á tæknisýn- ingu. Ekki tókst þó betur til en svo að „routerar“ eða beinar, sem gefa áttu þráðlaust net- samband í tölvur þeirra sem leigt höfðu bása í Fífunni, virk- uðu ekki þegar til átti að taka. Starfsmenn Símans þurftu því að hlaupa þvers og kruss um Fífuna og leggja gamaldags kapla til að koma netsambandi á og það á sjálfri hátæknisýningunni. Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.