Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 22
Nóg okkur um flest Landfræðilega er Siglufjörður af- skekktur, enda langt inn á allar helstu aðalleiðir landsins. Það stendur þó til bóta með Héðinsfjarðargöngum, en framkvæmdir við þau eru nú komn- ar á fullt skrið og lýkur eftir tæp þrjú ár. En finna bæjarbúar fyrir einangr- uinni? „Það er helmingi styttra fyrir okk- ur að fara til Reykjavíkur, en fyr- ir borgarbúa að keyra norð- ur. Það er gömul saga og ný. Fólki syðra vex þetta í augum. Þetta var eins með Bolvíkinga og Ísfirðinga, þegar ég átti heima vestra. Þá „litlu“ munaði ekkert um að skjótast Óshlíðina inn í Djúp, en hinum „stærri“ fannst þetta langt. Og svo er líklega enn. Okkur finnst við ekkert afskekkt hér, þannig lagað, enda sjálfum okk- ur nóg um flest. Hitt er svo annað mál, að það verður algjör bylting þegar Héðinsfjarðargöngin koma, ekki síst með þeim atvinnutækifærum sem þá opnast inn Eyjafjörðinn. Og reyndar mörgu öðru, svo sem auknu vöruúrv- ali sem verður þá innan seilingar.“ Líf og dauði Sigurður segir að vísast sé afkoma Siglfirðinga misjöfn frá einu heimili til annars. Hitt sé ekkert laununga- mál, að margir hafi þurft að flytja burt vegna atvinnuástandsins, sem er æði bágt, vægast sagt, eins og víða á lands- byggðinni. „Og fæstir hinna vinnandi íbúa held ég nú að séu hátekjufólk. Á margan hátt erum við í álíka stöðu og Vestfirðingar, þurfum fleiri störf í bæinn meðal annars frá hinu opinbera. Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð, sem er í umræðunni, myndi verða gíf- urleg lyftistöng, ef til kæmi, enda stutt að keyra þangað eft- ir að nýju jarðgöngin opna leið í gegnum fjöllin. Að því leyti er þetta spurning um líf og dauða, vil ég meina,“ segir sóknar- presturinn. É g var tíu ára þegar síld- arævintýrinu lauk. Því næ ég sumsé bara í end- ann á þessu tímabili, en man vel eftir hamagang- inum á bryggjunum og iðandi lífinu í miðbænum. Þetta voru skemmtilegir tímar,” segir sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði. Árið 1950 var Siglufjörður fimmti stærsti bær í landinu með 3.100 íbúa með fasta búsetu. Yfir sumartímann voru íbúarnir margfalt fleiri og gjarn- an er talað um tíu þúsund manns í því sambandi. Þeir tímar og svo veruleikinn í dag eru eins og svart og hvítt, þegar bæjarbúar eru aðeins um 1.300. Strax í hópinn Það hefur stundum verið sagt að Siglfirðingar séu fæstum líkir. Þeir sem þangað koma til búsetu séu strax komnir í hópinn og teknir sem innfæddir. „Já, í flestum tilvikum held ég að þessi kenning eigi við rök að styðjast. Vafasamir einstaklingar og hópar eru þó gerðir útlægir með það sama og beðnir um að hypja sig. Beinum eða óbeinum orðum. Við erum stolt, þykir vænt um bæinn okkar, og höfum ekkert með slíkt lið að gera.“ þriðjudagur 13. mars 200722 Landið DV Margir frá Siglufirði Fjölmargir þjóðkunnir einstakl- ingar eru fæddir og uppaldir á Siglufirði eða hafa önnur slík tengsl við bæinn. Þar má nefna Ólaf G. Einarsson fv. forseta Al- þingis, Sigríði Önnu Þórðardóttur alþingismann og fv. umhverfis- ráðherra, Friðrik Jón Arngrímsson framkvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, Gylfa Ægisson tónlistarmann, Árna Þór Vigfússon sjónvarps- frömuð, Ólaf Ragnarsson bókaút- gefanda, Karl Eskil Pálsson frétta- mann á Ríkisútvarpinu og Þórgný Dýrfjörð menningarfulltrúa á Akureyri. Sumartími Fyrir um áratug var í bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkt tillaga Kristjáns L. Möllers, þá bæjar- fulltrúa og nú alþingismanns,um að kanna möguleika þess að taka upp sumartíma á Siglufirði, rétt eins og tíðkast til dæmis á meg- inlandi Evrópu. Í þröngum firði, þar sem Siglufjarðarbær stendur undir Hólshyrnu, er birtutíminn yfir veturinn skammur og því taldi bæjarstjórn rétt að skoða þennan möguleika, til að næla sér í auka- skammt af sólskini. Tillaga þessi vakti mikla athygli og umræðu á sínum tíma, en náði ekki fram að ganga. Jarðgangabær Héðinsfjarðargöng, sem áform- að er taka í gagnið í árslok 2009, gjörbreyta samgöngum við Siglu- fjörð. Göngin sem verða um 11 km. löng, stytta leiðina milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar sem nú eru í einu og sama sveitarfélaginu, í um 15 km, en í dag eru um 62 km. milli þessara kaupstaða þegar far- ið er um Lágheiði. Löngum hefur verið torleiði til Siglufjarðar, en mikil bót fékkst þó með Stráka- göngum sem voru tekin í notkun árið 1967. Landiðmitt Siglufjörður siglufjörður er lítill kaupstaður við samnefndan fjörð á norðan- verðum Tröllaskaga. Á síldarárunum var siglufjörður einn helsti velmektar- og uppgangsstaður landsins og þegar best lét um miðja síðustu öld voru siglfirðingar um 3.100. Nú eru bæjarbúar 1.357 og siglufjörður hluti af sveitarfélaginu Fjallabyggð sem spannar einnig Ólafsfjörð. siglufjörður Bylting í vændum Séð yfir Siglufjörð, síldarbæinn fræga „Okkur finnst við ekkert afskekkt hér,“ segir sr. sigurður Ægisson. Ævintýri og sæla síldaráranna: Stúlkurnar kölluðu á meira salt Á árunum um og eftir 1960 var sann� kallað blómaskeið á Siglufirði, enda síldveiði í algleymi. Sumarið 1960 var saltað í nær 140 þúsund tunnur af síld á Siglufirði og meira að segja 17.740 tunnur einn daginn. Spekúlantarn� ir voru búralegir og síldarstúlkurnar kölluðu á meira salt. Ein þeirra, María Hallgrímsdóttir, náði þetta sumar að salta í 95 tunnur á tveimur sólarhring� um. Í bókinni Siglfirskur annáll segir Þ. Ragnar Jónsson frá þessum ævintýra� tímum og því að sumarið 1962 hafi verið saltað í 116 þúsund tunnur af síld á Siglufirði á þeim 22 söltunar� stöðvum sem voru á staðnum. 105 skip voru að veiðum. Brædd voru 692 tonn af síld hjá Síldarverkmiðjum rík� isins og í Rauðku. Það er því ekki að ófyrirsynju að margir eigi góðar minningar frá Siglu� firði, slík voru uppgripin sem fjarlægð tímans hefur fært í ævintýraljóma. Síldarminjasafnið í Roaldsbrakka sem var opnað 1994 er fjölsótt og hefur vakið athygli víða um lönd. Sjávarútvegur er burðarás Útgerð og fiskvinnsla eru burða� rás í atvinnulífi á Siglufirði. Þor� móður rammi er umsvifamesta fyr� irtæki bæjarins og rækjuvinnsla er stór þáttur í starfseminni. Í fullkom� inni verksmiðju félagsins er rækjan soðin, pilluð og lausfryst. Þá starf� rækir Síldarvinnslan loðnubræðslu á Siglufirði, en hún var forðum tíð starfrækt undir merkjum Síldarverk� smiðju ríkisins og síðar SR�mjöls. Siglufjörður átti sitt blómaskeið á sjötta og sjöunda ára- tugnum en þegar síldin hvarf varð veruleg breyting á. Fólkið hvarf og verulega hallaði undan fæti hjá Siglfirð- ingum. Nú sjá þeir fram á bjartari tíma með gerð Héðins- fjarðarganga og segja þau spurningu um líf eða dauða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.