Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir þriðjudagur 13. mars 2007 11
Þrengir að robert Mugabe
Stjórnmálamenn framtíðarinnar einsleitur hópur:
Ungir stjórnmálamenn eru lít-
ill og mjög einsleitur hópur sem
aðskilur sig frá öðru ungu fólki.
Þeir eru líka betur menntaðir, með
hefðbundnari gildi og alvarlegri í
hugsun. Þetta fullyrðir Louise Er-
iksen, danskur félagsfræðingur í
viðtali við blaðið Weekendavis-
en og byggir á niðurstöðum rann-
sóknar sinnar á bakgrunni félaga í
ungliðahreyfingum danskra stjórn-
málaflokka.
Í rannsókninni kemur með-
al annars fram að margir unglið-
ar leggi stund á samfélagsgreinar
í háskóla, búi í þéttbýli og eigi for-
eldra sem eru virkir í stjórnmála-
starfi. Louise bendir á að margir
núverandi þingmenn landsins hafi
komið úr ungliðahreyfingunum og
haldi sú þróun áfram verði þing-
menn framtíðarinnar sprenglært
fólk sem hafi verið skólafélagar á
háskólaárunum.
Aðeins eitt prósent Dana á aldr-
inum fimmtán til tuttugu og nýju
ára eru meðlimir í stjórnmálaflokki
samkvæmt grein Weekendavis-
en um könnunina. En samkvæmt
fyrrum formanni í ungliðahreyfinu
Róttækra hafa flokkarnir reynt að
auka áhuga ungs fólks en það hafi
lítinn árangur borið. Enda virðist
sem flokkarnir séu ekki tilbúnir til
að minnka formlegheitin í starfi
sínu til að laða að þá sem telja þau
fráhrindandi. Stjórnmálasérfræð-
ingur sem rætt er við í greininni
telur að ungliðahreyfingar danskra
stjórnmálaflokka séu að þróast frá
því að vera hópur ungs áhugafólks
um stjórnmál yfir í hóp þeirra sem
ætla sér að starfa sem stjórnmála-
menn í framtíðinni.
Sama fólkið í mismunandi flokkum
Mótmæli í Kaupmannahöfn Litlar líkur eru á að stjórnmálamenn framtíðarinnar
komi úr hópi mótmælenda. ungliðar eru með hefðbundnari gildi en almenningur
og aðeins eitt prósent ungra dana tilheyra stjórnmálaflokki.
Spreyjaði kónginn
Svissneskur maður á sextugsaldri hef-
ur játað sök fyrir taílenskum rétti, að
hafa viðhaft ærumeiðingar í garð kon-
ungsins Bhumibols Adulyadej.
Oliver Jufer var handtekinn í desem-
ber eftir að hafa spreyjað nokkrar
myndir af kónginum á vegg.
Lögfræðingur Jufers segir að hámarks-
refsing fyrir þær sakir sem hann er
ákærður fyrir sé 75 ára fangelsi en
hann má búast við að lágmarki sjö og
hálfs árs fangavist.
Heim með nakta sendiherrann
Ísrael ætlar að skipta út sendiherra sínum í El Sal-
vador eftir að lögreglumenn fundu hann nakinn og
drukkinn á götunni. Sendiherrann var þar að auki
búinn að hætti bindikynlífs, bundinn á höndum,
með gúmmíkúlu upp í sér. Þegar leyst var frá munn-
inum gat hann þó sagt skýrt til nafns og embættis.
Þetta er mesta hneykslismál sem ísraelska utanrík-
isþjónustan hefur lent í í 60 ára sögu landsins.
Súdansstjórn ásökuð um
mannréttindabrot
Rannsóknarnefnd mannréttinda á
vegum Sameinuðu þjóðanna ásakar
Súdansstjórn um að skipuleggja og
taka þátt í grófum mannréttinda-
brotum í Darfur. Nefndin ákallaði
þjóðir heims að bregðast skjótt við til
að vernda mannréttindi í héraðinu. Í
skýrslu nefndarinnar er staðan sögð
einkennast af grófum og kerfisbundn-
um mannréttindabrotum og alvarleg-
um brotum á alþjóðlegum mannrétt-
indalögum.
Handtaka leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Sim-
babve þykir vísbending um örvæntingu Mugabes
forseta. Stjórnmálaskýrendur segja að andstaða við
forsetann fari vaxandi innan hans eigin flokks og
þar sé helstu andstæðinga hans að finna. Sjálfur er
Mugabe þó ekki á því að gefast upp heldur vill hann
tryggja sér forsetaembættið til ársins 2014.
kjörtímabilsins ber merki um. Gu-
ardian hefur eftir stjórnmálasér-
fræðingi í landinu að helstu and-
stæðinga forsetans sé nú að finna
innan Zanu-flokksins. Enda hafi
hann nú misst tengslin við flokks-
menn sína á sama hátt og gerst hafi
með tengslin við aðra landsmenn.
Hann segir margt líkt með ástand-
inu í Simbabve nú og í Kóngó þegar
stjórnartíð Mobutu var við það að
ljúka.
Efnahagurinn í molum
Ein helsta ástæðan fyrir aukinni
andstöðu við Mugabe er ástand
efnahagsmála landsins. Hvergi í
heiminum er verðbólga jafn há
en hún mælist nú rúm sautján
hundruð prósent. Samkvæmt frétt
The Times hafa eldsneytisbirgðir
bensínstöðva horfið síðustu miss-
eri vegna orðróms um að smásal-
ar verði skyldaðir til að selja bens-
ínlítrann á sem samsvarar einni og
hálfri íslenskri krónu. En þrjátíu-
falt hærra verð fæst fyrir lítrann á
svörtum markaði í landinu.
Slæmt efnahagsástand má rekja
til hruns í landbúnaðarframleiðslu
landsins eftir að hvítir bændur voru
hraktir af jörðum sínum og land-
laust svart fólk tók við þeim. Fram-
leiðslan minnkaði gríðarlega í kjöl-
farið sem hafði mjög slæm áhrif
á efnahaginn sem var og er mjög
háður landbúnaði. Margir íbúar
landsins treysta því á matargjaf-
ir og hundruð þúsunda hafa flú-
ið land. Ríkisstjórn landsins tekur
ekki undir gagnrýni um að breyt-
ingar á landbúnaðarkerfi landsins
hafi leikið efnahaginn svona grátt.
Kenna þeir langvarandi þurrk-
um meðal annars um. Eins hef-
ur Mugabe sakað Breta og Banda-
menn þeirra um að hafa reynt að
rústa efnhag landins í hefndarskyni
fyrir þær breytingar sem gerðar
voru á eignarhaldi landbúnarðar-
jarða. kristjan@dv.is
Átök stjórnar og
stjórnarandstöðu
n Zanu-flokkurinn undir stjórn
mugabe vann 78 af 120 þingsætum
í kosningunum árið 2005.
Framkvæmd kosninganna hefur
verið gagnrýnd.
n Óflokksbundnir stuðningsmenn
forsetans fengu þrjátíu sæti.
n amnesty international skýrði frá
því fyrir kosningar að fjöldi
stuðningsmanna stjórnarandstöð-
unnar hafi verið áreittir og þeim
ógnað. Eins hafi dreifing matvæla
verið aukin rétt fyrir kosningar til
auka vinsældir stjórnarinnar.
n Eftir kosningar urðu stuðnings-
menn stjórnarandstöðunnar fyrir
líkamsárásum og eignir þeirra
skemmdar.
HEimiLd: amnEsty intErnationaL og tHE timEs
Sækist eftir endurkjöri robert
mugabe sækist eftir endurkjöri á næsta
ári. gangi það eftir gæti hann verið
forseti til 2014.
Handtekinn Einn af helstu
leiðtogum stjórnarandstöðunnar
var handtekinn á sunnudag.
Kosningar Langar biðraðir mynduðust víða þegar
simbabvebúar kusu til þings fyrir tveimur árum.
margir settu upp regnhlífar til að verjast regninu.