Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 4
Lýðheilsunefnd forsætisráðherra fékk 21 þúsund krónur í laun fyrir um- fangsmikið starf og ítarlega skýrslu. Skýrslunni var stungið ofan í skúffu í ráðuneytinu og lá þar í hálft ár áður en hún var kynnt. „Þetta var þannig að fólk gerði bara grín að þessari upp- hæð,“ segir Þorgrímur Þráinsson, for- maður nefndarinnar. Sjálfur leitaði Þorgrímur álits hjá fimmtíu aðilum utan starfstíma nefndarinnar til þess að fá sem besta sýn yfir málið. Undir þetta tekur Petrína Baldurs- dóttir, leikskólakennari í Grindavík, en hún sat í nefndinni. Petrína segir að þegar launin hafi borist hafi fólk haft það í flimtingum að nefndarstörf á vegum hins opinbera gætu varla verið mikill baggi fyrir skattborgar- ana. „Það kom mér verulega á óvart þegar ég áttaði mig á því að nefndar- menn fengu nánast ekkert greitt fyrir töluvert mikið starf,“ segir Þorgrímur. Skýrslan undir stól Nefndin skilaði yfirgripsmikilli skýrslu um úrbætur í lýðheilsumál- um Íslendinga, þann 11. september í fyrra. Ekkert fréttist svo af skýrslunni í hálft ár, en þá þrýstu nefndarmenn sjálfir á um að skýrslan yrði kynnt á Alþingi. Skýrslan var lögð fyrir þing- menn sem þingskjal á lokaspretti þingstarfa. Þorgrímur Þráinsson segir það hafa verið mikil vonbrigði fyrir nefnd- ina að niðurstöður hennar skuli ekki hafa verið kynntar á blaðamanna- fundi, eins og venjan sé með skýrslur á borð við þessa. „Aldrei var skýrslan birt eða kynnt fyrir Alþingi. Það var ekki fyrr en að við fórum að þrýsta talsvert á að þingmenn fengju að sjá skýrsluna fyrir þinglok að hún var sett inn á þing sem þingskjal. Auðvitað voru það talsverð vonbrigði að skýrsl- an skyldi liggja í ráðuneytinu í hálft ár,“ segir hann. Þorgrímur segir það helst vera for- sætisráðuneytinu til vorkunnar að nefndin hafi verið skipuð af Halldóri Ásgrímssyni. Geir Haar- de hafi síðan fengið lyklavöldin í ráðuneytinu og kannski ekki verið jafn meðvitaður um það starf sem verið var að vinna. Þjóðarheilsa í húfi Þorgrímur segist sannfærður um að ef ríkisstjórnin færi að tillögum nefndarinnar þá myndi heilsu- far þjóðarinnar batna snarlega á næstu árum, með tilheyr- andi sparnaði. „Við teljum okkkur hafa skilað mjög góðum tillögum, sem eru í rauninni talsvert frábrugðn- ar venjulegum tillögum, vegna þess að yfirleitt er sagt í svona tillögum að skoða beri hitt og þetta betur og svo famvegis. Við erum hins vegar búin að skoða og athuga og erum þarna að með hrein- ar og klárar tillögur að úrbótum og að- gerðum,“ segir hann. Nefndin leggur til margvíslegar tillögur um aðferðir til þess að bæta heilsufar og lífsgæði almennings. Í skýrslunni er meðal annars stungið upp á því að byrjað verði strax í leik- skóla að kenna börnum grunnatriði í næringarfræði og mikilvægi hreyf- ingar. Einnig er lagt til að heilsurækt- arstyrkir starfsmannasamtaka og verkalýðsfélaga verði ekki skattlagðir. Nefndin bendir á þann möguleka að holl matvara fái sérstakar merkingar, þannig að neytendur geti betur áttað sig á hollustu þess sem þeir kaupa. þriðjudagur 27. mars 20074 Fréttir DV Neyðarverðir til Akureyrar Neyðarlínan 112 opnaði varð- stofu með þremur neyðarvörð- um á Akureyri föstudaginn 16. mars síðastliðinn en neyðarlín- an hefur hingað til haft vara- stöð í húsnæði lögreglunnar á Akureyri. Nýja varðstofan verður í fullum rekstri samhliða varð- stofunni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í Reykjavík og er kær- kominn viðbót til þess að auka öryggi þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu hennar. Braut lögreglurúður Maður var handtekinn við skrifstofur lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem hann var staðinn að verki við að brjóta rúður í húsinu. Maðurinn hafði kastað grjóti í rúðurnar og var búinn að brjóta fjórar þegar hann var handtekinn. Ekki er vit- að hvað hann átti sökótt við lög- reglustjórann en hann hefur að öllum líkindum orðið enn illari þegar hann vaknaði því hann var að sjálfsögðu handtekinn og lát- inn sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Snyrtilegt skemmtihald Þó nokkur erill var á skemmtistöðum Akureyr- arbæjar um nýliðna helgi og hafði lögreglan í nógu að snúast. Að loknu skemmt- anahaldi tók hreinsunardeild bæjarins við og tóku forsvars- menn hennar eftir því hversu vel hafði verið gengið um á meðan skemmtanahaldi stóð. Kváðu starfsmenn hreins- unardeildarinnar miðbæ- inn nánast lausan við rusl og aðkoman hafi verið líkt og á virkum degi. Sterar á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum fór ásamt sérsveit og fíkniefnadeild tollstjórans í skipulagðar aðgerð- ir á þremur stöðum á Suðurnesj- um á síðast liðið miðvikudags- kvöld. Um var að ræða húsleitir á tveimur heimilum í Reykjanesbæ og á einu í Vogum. Á öllum stöð- unum fundust ætluð fíkniefni og eða steralyf. Alls voru níu ein- staklingar handteknir í þessum aðgerðum. Þetta er í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum leggst í svo umfangsmiklar að- gerðir gegn fíkniefnum. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Urgur meðal strætabílstjóra: Fjörutíu bílstjórar hafa sagt upp „Það kom mér verulega á óvart þegar ég áttaði mig á því að nefndarmenn fengu nánast ekkert greitt fyrir töluvert mikið starf.“ Nefndarmenn í lýðheilsunefnd Halldórs Ásgrímssonar segja 21 þúsund króna laun fyrir störf sín vera hreinasta grín. Þorgrímur Þráinsson segir forsætisráðuneytið að auki hafa stungið skýrslu nefndarinnar ofan í skúffu og ekkert hafi frést af málinu í hálft ár. „Það er þó nokkuð þungt í mönn- um hljóðið og búið að vera lengi. Óánægjan snýst um alltof mikið álag í akstri í þeirri miklu traffík sem hér er,“ segir Valdimar Jónsson, trúnað- armaður strætisvagnabílstjóra hjá Strætó bs. Óánægja ríkir með fjölda stræt- isvagnabílstjóra vegna núgildandi vaktakerfi að sögn trúnaðarmanns. Á fimmta tug bílstjóra hafa hætt akstri frá því að vöktunum var komið á þrátt fyrir smávægilegra breytingar á kerf- inu. Hörður Gíslason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Strætó bs., bendir á að samkvæmt núgildandi vaktakerfi geti bílstjórar valið sér hentugasta fyrir- komulagið fyrir hvern og einn. Hann er ekki endilega viss um að uppsagn- irnar tengist óánægju. „Vaktakerfið er valkvæmt og byggt á kjarasamningum. Menn ættu nokkurn veginn að geta valið hentugasta formið og reynt að koma til móts við flesta,“ segir Hörð- ur. „Uppsagnirnar tengjast að miklu leyti hreyfingu vinnumarkaðarins al- mennt. Ég kann ekki að segja frá því hvort þetta sé öðruvísi hjá okkur en víðast annars staðar.“ Samkvæmt vaktakerfinu geta bíl- stjórarnir átt von á tíu tíma vöktum í akstri og Valdimar segir það alltof mikið. Hann vonast eftir breytingum fljótlega því það sé nauðsynlegt ef ein- hverjir bílstjórar eigi að verða eftir til að keyra vagnana. „Þegar menn eru á annað borð orðnir óánægðir þá eykst hún bara þegar tíminn líður. Mér skilst að von sé á nýjum stjórnanda og við vonumst til þess að hlutirnir lagist í kjölfarið,“ segir Valdimar. trausti@dv.is Bílstjórar ekki sáttir að sögn trúnaðarmanna strætisvagnabílstjóra hefur vel á fimmta tug bílstjóra sagt upp störfum vegna óánægju með vaktakerfi. aðstoðarfram- kvæmdastjóri strætó bs. segir vaktakerfið valkvæmt og samkvæmt kjarasamningum. Forsætisráðherrann Halldór Ásgrímsson skipaði nefndina í ráðherratíð sinni. Nefndarmenn telja að þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu um bætta lýðheilsu, hafi áherslan á málið tapast þegar geir Haarde tók við forsætis- ráðu- neyt- inu. NEFNDARLAUNIN ERU ALGJÖRT GRÍN Nefndarformaðurinn þorgrímur þráinsson segir að nefndarfólki hafi þótt 21 þúsund króna ávísun fyrir störfin vera skopleg. sjálfum hafi honum komið greiðslan á óvart. Sigtryggur Ari jóHANNSSoN blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Leikskólakennarinn Petrína Baldursdóttir segir það ekkert laununga- mál að nefndin hafi lokið störfum síðastliðið haust. málið hafi aldrei fengið kynningu og umfjöllun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.