Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 6
þriðjudagur 27. mars 20076 Fréttir DV TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Í fjölda tilvika standast leikskóla- byggingar ekki byggingareglugerð. Hávaðamælingar í leikskólum sýna víða hávaða yfir leyfilegum há- marksmörkum þannig að lögum samkvæmt ætti börn og starfsmenn að bera heyrnarskjól. Ómtími hljóðs í fjölda leikskóla mælist töluvert yfir leyfilegum mörkum í bygginga- reglugerð og þannig varir óbærileg- ur hávaðinn lengur en eðlilegt þyk- ir. Af þeim sökum er nánast ógerlegt að tjáskipti og einbeiting geti átt sér stað á leikskólum. Hávaðinn er það mikill að hann getur verið skaðleg- ur heyrn og ómtíminn það langur að nemendur með slæma heyrn greina innan við helming þeirra orða sem sögð eru. „Það er nokk- uð algengt að leikskólar eru með of langan ómtíma. Hann er lengri en leyfilegt er samkvæmt bygginga- reglugerð þannig að hávaðinn varir lengi og glymjandinn magnast upp. Víða þarf að gera endurbætur á hús- næði og breyta innréttingum,“ segir Sigurður Karlsson, sérfræðingur hjá efna- og hollustuháttadeild Vinnu- eftirlits ríkisins. ekki hægt að verja Ólafur Hjálmarsson verkfræð- ingur hefur lengi barist fyrir bættri hljóðvist í leik- og grunnskólum landsins. Hann segir hljóðmálin hafa setið alltof lengi á hakanum. „Niðurstöður mælinga sýna, svo ekki verður um villst, að skólahús- næði hefur verið byggt í stórum stíl án þess að lágmarksákvæði bygg- ingareglugerðar séu virt. Dæmi er um nýjar byggingar það sem mæl- ingar hafa verið þrefalt umfram leyfileg mörk. Þessar niðurstöður eru algerlega óviðunandi,“ segir Ól- afur. „Í störfum mínum með tækni- mönnum sveitarfélaga, kemur hvað eftir annað upp úr dúrnum að þá vantar rök fyrir því gagnvart stjórn- málamönnum að sækja aukið fjár- magn til nauðsynlegra endurbóta í grunn- og leikskólum. Að mínu mati er það siðferðilega óverjandi að horfa upp á þennan vanda að- gerðarlaus.“ hörmulegt ástand Brynja Jóhannsdóttir, fagstjóri hollustuháttadeildar Umhverfis- stofnunar, segir erfitt að standa að- gerðarlaus gagnvart þessum mikla vanda. Hún lýsir eftir viðmiðum um hávaða í skólum þar sem engin slík sé að finna í reglugerð um hollustu- hætti. „Þetta er hörmulegt ástand. Eftir að þetta kom berlega í ljós fyrir nokkrum árum sendum við út bréf til allra sveitastjórna, skólanna, Al- þingis og umhverfisráðuneytis. Þar bentum við á þessar staðreyndir og lögðum áherslu á að tekið væri á vandanum á byggingastigi þar sem mörg húsin augljóslega uppfylla ekki kröfur byggingareglugerðar,“ segir Brynja. „Það vantar eitthvað til að fylgja þessu eftir. Eftir áskor- anir okkar höfum við ekki heyrt neitt og engin svör borist. Samstarf þeirra aðila sem starfa að þessum málum ætti að geta gengið en gerir það því miður ekki. Vandi okkar er að við höfum engin úrræði þar sem öll viðmið skortir í þessum efni í reglugerðinni sem við störfum eftir. Af þeim sökum eigum við erfitt með að setja kröfur til þess að styrkja eft- irlitið.“ Von á átaki Umhverfisráðherra fer með yf- irstjórn byggingarmála og núgild- andi byggingareglugerð fellur und- ir Skipulagsstofnun. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, bendir á að það er hlutverk sveitarstjórna að fjalla um byggingaleyfi og bygg- ingareftirlit. Hann segir von á sér- stöku átaki stofnunarinnar verð- andi hljóðstig í skólum. „Ef ákvæði byggingarreglugerðar eru ekki upp- fyllt getur Skipulagsstofnun bent sveitarstjórnum á að bæta þurfi úr en stofnunin hefur hins vegar eng- in úrræði til að grípa til láti sveit- arstjórnir engu að síður hjá líða að fylgja ákvæðum reglugerðar,“ seg- ir Stefán. „Hljóðstig í skólum verð- ur meðal þeirra mála sem stofnun- in mun leggja áherslu á í sérstöku átaki í framfylgd byggingarmála á árunum 2007 og 2008 eða þar til ný mannvirkjalög taka gildi og byggingarmálum verður fyrir kom- ið í nýrri Byggingarstofnun ásamt brunamálum. Að átakinu verður unnið í samráði við félag bygging- arfulltrúa.“ Langur tími Aðspurður telur Ólafur núgild- andi byggingareglugerð löngu út- runnna. Hann hefur áhyggjur af aðgerðarleysi yfirstjórnar bygging- armála í landinu. „Opinbert eftir- lit virðist í molum og hönnunarfor- sendur bygginga mjög á reiki, enda reglugerðin löngu úrelt. Við erum nú þegar einum til tveimur áratug- um á eftir nágrannaþjóðum okkar. Tómlæti umhverfisráðuneytis og Skipulagsstofnunar veldur veruleg- um áhyggjum,“ segir Ólafur. „Skipu- lagsstofnun, að ráði ráðuneytisins, ætlar ekkert að aðhafast í málinu fyrr en ný byggingar- og skipulags- lög taka gildi, eftir nokkur ár. Það er langur tími í lífi barna í vondum að- stæðum.“ Brynja tekur undir og segir mik- ilvægt að brugðist sé við sem allra STANDAST EKKI REGLUR „Niðurstöður mælinga sýna, svo ekki verður um villst, að skóla- húsnæði hefur verið byggt í stórum stíl án þess að lágmarksá- kvæði byggingareglu- gerðar séu virt.“ Fjöldi leikskólabygginga samræmast ekki byggingareglugerð þar sem ómtími hljóðs er of langur. Óbærilegur hávaði á leikskólum var- ir lengur en eðlilegt er og getur verið skaðlegur heyrn starfsfólks og barnanna. Sjötíu og sex prósent leikskólakennara eru óánægðir með hávaða á vinnustað. Hávaðinn mælist yfir leyfilegum mörkum og ógerlegt á köflum að tjáskipti og einbeiting geti átt sér stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.