Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 8
þriðjudagur 27. mars 20078 Fréttir DV LAXELDIÐ BÚIÐ AÐ VERA Laxeldi leggur upp laupana á Íslandi í ann- að sinn á tuttugu árum. Bæði Sæsilfur í Mjóafirði og Salar Islandica í Berufirði hætta í laxeldi og hyggjast snúa sér að tilraunaeldi á þorski. Gunnar Steinn Gunnarsson segir ástæðuna vera lélega seiðaframleiðslu. Laxeldi leggur upp laupana á Ís- landi í annað sinn á tuttugu árum. Sæsilfur í Mjóafirði stefnir nú að því að hætta laxeldi, en fyrir- tækið hefur verið leiðandi í sjó- kvíaeldi á síðustu árum. Sæsilf- ur er í eigu Samherja á Akureyri og Síldarvinnslunnar. Þær fréttir bárust fyrir helgina að fyrirtækið Salar Islandica ætli að hætta lax- eldi í Berufirði. Salar Islandica er í eigu HB Granda. Bæði fyrirtækin hyggjast einbeita sér að þorskeldi sem áfram verður staðsett í Beru- firði og Mjóafirði. Ekkert til af seiðum Meginástæðan fyrir því að illa gengur í laxeldi er skortur á seið- um. Gunnar Steinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Salar Islandica, segir að eins og stendur séu seiðin hvorki nógu góð né nógu mörg. „Seiðaeldi á Íslandi er í það minnsta heilum áratug á eftir því sem gerist í Noregi til dæm- is. Menn hafa staðnað og það er kannski ekkert skrítið því að hér hefur ekki verið neitt alvöru fisk- eldi í langan tíma. Þeir hafa dag- að uppi með litlar og illa hannað stöðvar sem eru illa tækjum búnar í ofanálag,“ segir Gunnar Steinn. Hann segir þó að enginn vafi leiki á því að seiðastofninn sjálfur sé góður. Sæsilfur hefur fengið sín seiði frá Íslandslaxi og Salar Islandi- ca kaupir seiði frá Stofnfiski. Ekki hefur komið til greina að kaupa seiði erlendis frá. Þorskeldi tekur við Til stendur að skipta út laxeldi Sæsilfurs í Mjóafirði fyrir þorsk- eldi. Síldarvinnslan, annar stærstu eigenda Sæsilfurs, hefur staðið að umfangsmiklum tilraunum með þorskeldi á síðustu árum. Gunnar Steinn hjá Salar Is- landica segir að meirihluta- eigandi fyrirtækisins, HB Grandi, hafi nú þegar tek- ið ákvörðun um að færa sig alfarið yfir í tilrauna- eldi á þorski í Berufirð- inum í þeirri von að þar liggi framtíðin. „Það er þó ennþá talsverður spölur í land með þorsk- eldið,“ segir hann. Salar Islandica er um þess- ar mundir að ljúka slátrun á stór- um árgöngum af laxi sem sett- ur var í kvíarn- ar árin 2003 og 2004. Fiskeldið er stóriðja „Fiskeldi hérna í firð- inum er okk- ar stóriðja, þannig að það er mikið í húfi að haldið verði áfram með arðvænlegan rekstur,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, hrepps- stjóri í Mjóafirði. Hann staðfest- ir að nokkur kyrkingur hafi ver- ið í laxeldinu. Hann segir sömu vandamálin hafa verið uppi á ten- ingnum hjá báðum fyrirtækjun- um, seiðaframleiðslan hafi ekki gengið nógu vel. Sigfús telur það vera hart að Íslendingar geti ekki stundað laxeldi eins og Færeying- ar og Norðmenn. Á Djúpavogi munu sex manns missa vinnuna þegar slátr- un á laxi leggst af hjá Sal- ar Islandica. Strax árið 2005 hóf fyrirtækið að minnka umsvifin í laxeldinu. Fortíð í fiskeldi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem illa geng- ur með laxeldi hér á landi. Á árunum 1985 til 1991 var lagt út í umfangsmikið laxeldi, sem hvatt var áfram og styrkt af stjórnvöldum. Steingrímur Her- mannsson, þáverandi forsætis- ráðherra, var áfram um laxeldið, sem af mörgum var talin arðvæn- legasta atvinnugrein sem Íslend- ingar áttu kost á. Fjölmargar fiskeldisstöðvar voru á endanum reknar í gjald- þrot. Þá, eins og nú, kom erfiður seiðabúskap- ur við sögu. Það var haft eftir Valdimar Leó Friðrikssyni fiskeldisfræðingi í DV í nóvember 1989 að dæmi væru um að seiði hefðu gengið kaupum og sölum á milli stöðva „sem ekkert uxu í heilt ár,“ eins og hann orðar það. Valdimar var stöðvarstjóri hjá Lindalaxi, sem var í eigu Þorvald- ar í Síld og fisk, ásamt norskum fjárfestum. Lindalax fór á haus- inn. „Seiðaeldi á Íslandi er í það minnsta heilum áratug á eftir því sem gerist í Noregi til dæmis. Menn hafa staðnað og það er kannski ekkert skrítið, því að hér hefur ekki verið neitt alvöru fiskeldi í langan tíma.” SIGtryGGur ArI jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is hreppsstjórinn sigfús Vilhjálms- son á Brekku í mjóafirði telur áríðandi að afrámhald verði á fiskeldi í firðinum. „Eldið er okkar stóriðja,“ segir hann. Í mjóafirði búa nú um fjörtíu manns. Salar Islandica í Berufirði gunnar steinn gunnarsson, framkvæmdastjóri salar islandica, segir að kvíarnar í Berufirði verði framvegis nýttar undir þorskeldi. Hann segir seiðaeldi á Íslandi vera eftirá í tækjabúnaði og gæðastjórn- un. það sé hápólitískt mál að kaupa seiðin erlendis frá. Laxeldi í Mjófirði sæsilfur í mjófirði hyggst nú hætta laxeldi fyrir austan. seiðabúskapur er bágborinn og það hefur reynst erfitt fyrir laxeldið. Eigendur fyrirtækisins ætla að einbeita sér að þorskeldi í firðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.