Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Side 10
þriðjudagur 27. mars 200710 Fréttir DV Tíu siTjandi þingmenn falla Tuttugu og sex nýliðar ná inn á þing að alþingiskosningum loknum í vor. Níu konur eru meðal nýliðanna og skipa kon- ur rúman þriðjung allra þingsæta. Þrír ráðherrar Framsóknarflokksins ná ekki inn á þing eftir kosningar og ríkisstjórn- armeirihlutinn fellur. Samantektin er byggð á þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er tekið tillit til skoðanakönnunnar Fréttablaðsins frá því á föstudag, bæði vegna þess hversu lágt svarhlutfallið er og þar sem könnunin nær ekki til kjördæma. Hún er því gagns- laus í öllum samanburði. Tíu sitjandi þingmenn falla í kosning- unum í vor, af þeim eru þrír ráðherr- ar Framsóknarflokksins, ef marka má þjóðarpúls Gallup. Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðisráðherra og Jón- ína Bjartmars umhverfisráðherra ná ekki að setjast á þing eftir kosningar. Jón fellur ekki af þingi beinlínis því hann hefur í raun aldrei verið kjör- inn á þing. Tuttugu og sex nýliðar ná inn á þing, af þeim eru níu konur. Flest- ir nýliðarnir koma inn í suðvest- urkjördæmi eða sjö talsins. Sjálf- stæðisflokkur fær tuttugu og fjóra þingmenn, Vinstri grænir sautján, Samfylking fjórtán, Framsóknar- flokkur fimm og Frjálslyndir þrjá. Tuttugu og fjórar þingkonur eru meðal þeirra sem fá þingsæti á móti þrjátíu og níu körlum, munurinn eru tæp sextíu og tvö prósent. Kon- ur eru næstar inn í þremur kjördæm- um. Björg Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, vantar aðeins þrjátíu og átta atkvæði til að fella Einar Odd Kristjánsson, þriðja þingmann Sjálf- stæðisflokks, í norð-vesturkjördæmi. Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, er næst inn í suðurkjördæmi og þarfnast hundrað og tuttugu at- kvæða til að fella Róbert Marshall, Samfylkingu. Í Reykjavík suður vant- ar Dögg Pálsdóttur, sjötta manni Sjálfstæðisflokks, 261 atkvæði til að taka sæti Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingar. Fullkomið kynjajafnvægi er að finna í einu kjördæmanna norð- austurkjördæmi, þar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sig- fússon, er fyrsti maður inn á þing. Heldur hallar á kvenþingmenn þeg- ar litið er til norð-vesturkjördæmis, níu karlar á móti einni konu, og suð- urkjördæmis, átta karlar og ein kona, sem ná inn á þing. Í suð-vesturkjör- dæmi snýst hlutfallið við þar sem sjö þingkonur ná inn á móti fimm körl- um. Suðurkjördæmi er það eina þar sem enginn sitjandi þingmaður fell- ur af þingi. Flestir þingmenn falla í Reykjavík norður; Helgi Hjörv- ar Samfylkingu, Guðjón Ólafur Ól- afsson og Steinunn Sæmundsdótt- ir Framsóknarflokki og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins. Hvorki Sjálfstæð- isflokkur né Vinstri grænir missa sitjandi þingmenn á meðan Fram- sóknarflokkur og Samfylking missa fjóra og Frjálslyndir tvo. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is siTja áfram guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Valgerður sverrisdóttir utanríkisráðherra sitja áfram á þingi að loknum kosningum ásamt magnúsi stefánssyni félagsmálaráð- herra. aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins ná ekki inn. allir sitjandi þingmenn og ráðherrar sjálfstæðisflokksins ná sæti. aTli Gíslason frambjóðandi VinsTri Grænna „mér líst dæmalaust vel á þessa stöðu. Ég fagna hins vegar aldrei sigri fyrr en hann er í höfn, það hef ég aldrei gert. mér líst vel á þetta verkefni og bíð spenntur eftir því að takast á við það.“ áGúsT ólafur áGúsTsson Varaformaður samfylkinGar „Það er ánægjulegt að vera áfram inni á þingi. samfylkingin ætlar sé mun fleiri þingmenn. margir kjós- endur eru enn óákveðnir og því geri ég ráð fyrir því að þingflokkur okk- ar verði stærri.“ Guðjón arnar krisTjánsson formaður frjálslynda flokksins „mér líst ágætlega á stöðuna. frjáls- lyndi flokkurinn er rétt að hefja sína kosningabaráttu og oft höfum við siglt inn í kosningabaráttu með lakari stöðu en þetta. Við erum full bjartsýni og stefnum í tíu prósent.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.