Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir þriðjudagur 27. mars 2007 13 Endurfundir í miðborginni! Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala, í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma 250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði. Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk- um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í borðhald og yfir 500 manns í standandi boði. Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum. Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa hana: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi? Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu í hjarta borgarinnar. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Minni steranotkun hjá föngum Átak til að stemma stigu við mikilli steranotkun meðal danskra fanga hefur borið árangur. Haft er eftir talsmanni fangelsisyfir- valda í Nyhedsavisen að notkunin hafi minnkað töluvert samkvæmt nýjustu mælingum. Árangurinn er meðal annars rakinn til þeirr- ar nýbreytni að hafa íþróttakenn- ara til taks í öllum fangelsum sem geri æfingar fanganna markvissari. Það hefur einnig gefið góða raun að banna þeim sem teknir eru með stera að nýta sér æfingasalina í fimm mánuði. Það telji margir ekki áhættunnar virði enda líður tíminn hægt innan fangelsismúranna. Kohl tilnefndur til Nóbels Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands á skilið að fá friðarverð- laun Nóbels fyrir þátt sinn í sam- einingu Austur- og Vestur-Þýska- lands árið 1989. Þetta er haft eftir José Manuel Barroso, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins á fréttavef Danska útvarpsins í morgun. Framkvæmdastjórnin hyggst tilnefna Kohl til verðlaunanna sem afhent verða í október. Kohl var kanslari Þýskalands frá 1982 til 1998 þegar hann beið ósigur í kosningum. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is „HÆTTULEGASTA KONA ÞÝSKALANDS“ FRJÁLS FERÐA SINNA tugarins og stóðu í kjölfarið fyrir árásum í Þýskalandi sem leiddu til handtöku lykilmanna, þar á meðal Birgitte Mohnhaupt. Nýju blóði er síðan hleypt í samtökin þegar hún losnar út fjórum árum síðar og er aðaltilgangur baráttu þeirra eft- ir það að fá leiðtoga og stofnend- ur samtakanna látna lausa. Rán þeirra á flugvél Lufthansa í Móg- adishu, höfuðborg Sómalíu haust- ið 1977 markar ákveðin tímamót í starfssemi þeirra en þýskar sér- sveitir höfðu mannræningjanna undir í áhlaupi sínu á vélina. Í kjöl- farið frömdu stofnendur samtak- anna sjálfsmorð í fangaklefum sín- um og reyndu að láta líta út fyrir að þau hafi verið myrt. Fleiri látnir lausir? Einn félagi Mohnhaupt bíð- ur niðurstöðu í umsókn sinni um reynslulausn. Samkvæmt frétt danska blaðsins Poliken er tal- aði líklegt að á hana verði fallist ef viðbrögðin við freslun hennar í fyrradag verða mild meðal þýskra stjórnmálamanna. Félagar í Rauðu herdeildinni lögðu endanlega niður vopn sín árið 1998 og höfðu þá drepið þrjá- tíu og fjóra borgara í aðgerðum sínum síðan 1972. Andreas Baader og Ulrike Meinhof Birgitte Mohnhaupt Fyrrum leiðtogi þýskra hryðjuverkasamtaka var látin laus á sunnudagsnótt. Mugabe mun víkja Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Zimbabve, Morgan Tsvangirai segir að Robert Mugabe, for- seti landsins muni láta af embætti inn- an árs. Hann segir aukinn- ar óánægju gæta meðal flokksmanna Mugabe með stjórn hans. Á morgun verður greidd atkvæði innan stjórnarflokksins um tillögu Mugabe um að fresta forsetakosningum um tvö ár til ársins 2010 en afgreiðslu hennar hefur einu sinni verið frestað. Er talið líklegt að tillagan verði felld samkvæmt fréttavef BBC. Chavez í eignarnámi Hugo Chaves, forseti Venezú- ela tilkynnti á sunnudag að þrjú- hundruð og þrjátíu þúsund hektarar hefðu verið teknir eignarnámi. Þetta er hluti af átaki hans að gera landið að sósíalísku ríki. Gangrýnend- ur forsetans benda á að fyrri til- raunir hans til að auka landbún- að í landinu hafi mistekist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.