Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Qupperneq 17
DV Sport þriðjudagur 27. mars 2007 17 ÍÞRÓTTAMOLAR AnelkA íhugAr vistAskipti, enn á ný Nicolas anelka hjá Bolton gaf það í skyn í gær að hann mundi fara frá Bolton ef hann fengi betra tilboð frá öðru liði. anelka er búinn að skora 10 mörk fyrir Bolton í vetur frá því hann kom frá Fenerbahce. anelka hatar ekki að flytja og hefur spilað með ótrúlega mörgum liðum á ferlinum.„Ég mundi íhuga það að fara ef gott tilboð mundi berast. En þessa stundina er ég ánægður hjá Bolton,“ sagði anelka í viðtali við L’Equipe sýnið okkur virðingu roberto donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur beðið fjölmiðla um sýna liðinu virðingu fyrir leik gegn skotlandi í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudag. margir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum þess efnis að donadoni verði látinn taka pokann sinn ef liðinu tekst ekki að sigra skota. „Ef við náum ekki viðundandi úrslitum í þeim leik þá hefur fólk fullan rétt á að gagnrýna og segja hvað þurfi að gera betur. En það er alltaf þetta “ef” sem er í þessu. Ég skil ekki til hvers sumir eru að dæma áður en atburðirnir hafa átt sér stað,” sagði donadoni. ArnAr orðinn fyrirliði arnar grétarsson er orðinn fyrirliði Breiðabliks en þetta kom fram á Fótbolta.net. Hann tekur við fyrirliðabandinu af markverðinum Hjörvari Hafliðasyni sem bar það í fyrra. Hjörvar verður þó áfram í marki Blika en í samtali við vefsíðuna sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Kópavogsliðsins, að þetta væri algjörlega eðileg ákvörðun að sínu mati. „arnar hefur ákveðna stöðu í hópnum sem mér fannst bara rétt að undirstrika með því að gera hann að fyrirliða,” sagði Ólafur. arnar kom til Breiðabliks um mitt sumar í fyrra úr atvinnumennskunni. fylkir vAnn rAndeberg mörg íslensk félagslið eru nú stödd í heitari löndum við æfingar á grasvöll- um. þar á meðal eru Fylkismenn sem eru í Portúgal. Í gær lék liðið æfingaleik gegn randeberg frá Noregi. Leifur garð- arsson, þjálfari liðsins, leyfði mörgum að spreyta sig í þessum leik en Árbæingar unnu á endanum 1-0 sigur með marki frá Kjartani andra Baldvinssyni. Fylkir leikur gegn spænsku liði á fimmtudag og svo við sænska liðið Norrköping á laugardag en með því liði leikur stefán þórðarson. rAy Allen í Aðgerð ray allen mun ekki spila meira með seattle supersonics í NBa-deildinni á þessu tímabili þar sem hann hefur ákveðið að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla sem hafa plagað hann að undanförnu. „Ég bara get ekki lengur spilað sárþjáður leik eftir leik. því hef ég ákveðið að bíða ekki með það að fara í aðgerð. Ég hef ekki verið að spila síðustu vikur eins og ég get best ,” sagði allen. Hann hefur samt verið frábær í vetur og skorað 26,3 stig að meðaltali í vetur. það spilar einnig inn í ákvörðun hans að lið seattle nánast enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Vilja markasúpu á morgun Sigur Spánverja á Dönum var langt frá því að vera sannfærandi. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna en í síðari hálfleik voru danir mun betri, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri. Flestir aðdáendur Spánar vilja fá sannfærandi sigur, markasúpu, gegn okkur Íslendingum á morgun, allt annað er slakt. Luis Aragones landsliðsþjálf- ari Spánar er harðlega gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum fyrir skipting- arnar sem hann gerði í leiknum. Ara- gones tók sóknarmenn útaf og setti annað hvort varnar- eða miðjmenn inná. El Mundo Deportivo blaðið slær því upp að sigurinn hafi í sjálfu sér verið fínn, en eftirbragðið biturt. Dan- ir með tíu menn sýndu að brotalamir eru í leik spænska liðsins. Sport blaðið segir að síðari hálf- leikurinn gegn Dönum hafi verið skelfilegur og að ýmsu sé að hyggja. Flest blöð eru þó sammála um að leikurinn gegn Íslendingum sé góður æfingarleikur til að laga ýmsa hluti. Nánast öll blöðin spá því að Eið- ur Smári verði einn í framlínunni og með liðsfélaga hans Carlos Puol aft- ur í spænska landsliðinu verður við ramman reip að draga fyrir landsliðs- fyrirliða okkar. Puol lék ekki á móti Dönum þar sem amma hans féll frá í síðustu viku. Þá kemur Sergio Ramos einnig inní landsliðið eftir leikbann og það á að styrkja vörnina einnig sem var að sögn spænskra veikasti hlekkurinn gegn Dönum. Hinn 68 ára gamli Aragones gagn- rýndi Andrés Iniesta og David Silva harkalega eftir leikinn gegn Dön- um og má leiða að því líkum að þeir verði ekki í byrjunarliðinu gegn okk- ar mönnum á morgun. „Ég var ekki ánægður með að sumir leikmanna minna voru eins og þeir voru í leikn- um við Dani. Það er ekki eðlilegt að Iniesta og Silva missi boltan jafn klaufalega og þeir gerðu í leiknum. Ég kannaðist ekki við suma leikmenn í seinni hálfleik,“ sagði hinn yfirlýsinga- glaði Aragones. Leikurinn á morg- un verður fyrsti landsleikur Spánar á Son Moix vellinum á Mallarca. Eyja- skeggjar hafa auglýst leikinn grimmt og slagorðið „Við munum bræða þá og kynda verulega undir Íslending- um,“ er notað í sífellu. benni@dv.is umdeildur Luis aragones landsliðs- þjálfari spánar er umdeildur maður. seinni hálfleik, við spiluðum bara illa í seinni. Ég er bara þakklátur að hafa klárað þetta. Ég tek það ekki af mínum mönn- um að fyrri hálfleikur, hann var hreint út sagt stórkostlegur og við voru sterkir á taugum í lokin. Nú er staðan orðinn 1-1 í einvíginu og þetta er opið í báða enda. Það var allt hægt í þessu. Þeir lenda í því að baka okkur í fyrsta leiknum og þess vegna kanski komið á hælunum í þennan leik og haldið að hlutirnir myndu gerast að sjálfu sér. Það ger- ist ekkert að sjálfu sér í þessu.“ gott spark í rassinn Einar Árnason var frekar súr í bragði eftir leikinn og sagði að bil- ið hefði verið einfaldlega of mikið í hálfleik. „Það er náttúrulega ekkert grín að hlaupa 30 stig af sér og við hefð- um þurft tvær mínútur í viðbót þá hefðum við náð þeim. Það er súrt að spila svona vel í seinni hálfleik en labba með tap á bakinu. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist í fyrri hálfleik. Þeir mættu nákvæmlega eins og við héldum að þeir myndu mæta í fyrsta leik, grimmir, voru að skjóta fyrir utan og voru mjög sterkir á bakverði okkar og við höndluðum það ílla. Það er í raun vantaði allt uppá hjá okkur. Þetta er bara gott spark í rassinn og við vorum búnir að gleyma því hvernig var að tapa. Við byggjum á þessum seinni hálflfeik og mætum virkilega grimmir á fimmtudaginn,“ sagði Einar að lokum. benni@dv.is hvar var brenton Ef Brenton Birming- ham hefði verið rjúpnaskytta hefði verið auglýst eftir honum. Jonathan griffinn Átti stórgóðan leik og skoraði körfur á mikilvægum augnablikum í leiknum. Yfirvöld á Mallorca, þar sem leikur Spánar og Íslands fer fram, hafa auglýst leikinn sem auðveldan leik og að Spánverjar munu sýna íslensku víkingunum í tvo heimana. ÁhLAup NjARðvÍkiNgA dugði ekki Grindavík jafnaði einvígið við Ís- landsmeistara Njarðvíkur með 88-81 sigri í gær. Grindavík leiddi með 30 stiga mun eftir fyrri hálfleikinn en Njarðvík neitaði að gefast upp og úr varð magnaður körfuboltaleikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.