Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Síða 21
DV Lífstíll þriðjudagur 27. mars 2007 21 LífsstíLL Hollar kökur Á fimmtudaginn stendur maður lifandir fyrir köku-og eftirréttanámskeiði. þar mun auður ingibjörg Konráðsdóttir kenna fólki að galdra fram hollar kökur og eftirrétti með lítilli fyrirhöfn og engu samviskubiti. Kynntar verða uppskriftir og ráðleggingar gefnar um heilnæmt hráefni og aðferðir. Megrunarpillur sem styrkja hár og neglur Vörn gegn klóri Heilsuhúsið er farið að selja sjampó sem hentar þeim sem stunda sund en vilja jafnframt vernda hárið gegn áhrifum klórsins afar vel. Vörur þessar koma frá fyrirtæki sem heitir aubrey Organics og heitir sjampóið einfaldega swimmer‘s Normalizing shampoo for active Lifestyles. auk þess að vernda hárið gegni klór verndar það einnig gegn salti og sól og er því kjörið á sólarströndina. Í sömu línu er einnig að finna hárnæringu en báðar vörurnar henta báðum kynjum. Hreyfing á Meðgöngunni Ný námskeið fyrir ófrískar konur eru að hefjast í Hreyfingu upp úr mánaðarmótunum. Námskeiðin eru haldið undir stjórn hjúkrunarfræð- inga sem hafa sérhæft sig í þjálfun kvenna á meðgöngu. Á námskeiðinu er farið vel yfir þær breytingar sem verða á líkama konu á meðgöngu og taka æfingarnar mið af þeim. Ófrískum konum er einnig bent á að skemmtileg námsskeið í mecca spa en þar er blandað saman með- göngujóga og meðgöngusundi. Tvisvar í viku er boðið upp á hefðbundið meðgöngujóga fyrir verðandi mæður en einu sinni í viku er meðgöngujóga kennt í sundi. nautasæði í Hárið Á hárgreiðslustofunni Hari´s salon í London er í boði dekurmeðferð sem felst í því að próteinríku nautasæði er makað í hársvörðinn. sæðið kemur frá bóndabæ í Cheshire og er því blandað saman við plönturætur. þessi blanda er látin liggja í hárinu og gefur hún því aukinn styrk og gljáa. það verður spennandi að sjá hvort íslenskar hárgreiðslustofur taki þetta upp en hér á landi var kúahland notað til hárþvotta á árum áður. Eitt er víst að það er alltaf gott að fara á hárgreiðslustofu og fá dekurmeðferð fyrir hárið eins og djúpnæringu og nudd og er það nokkuð sem maður ætti að láta oftar eftir sér. Boot Camp þjálfararnir Róbert Traustason og Arnaldur Birgir Konráðsson hafa sett saman bók með algengustu Boot Camp æfingunum. Ekki er nauðsynlegt að eiga sér- stök tæki eða tól til þess að gera æfingarnar og því er hægt að stunda þær hvar og hvenær sem er. Leikkonan Carmen Elect- ra auglýsir nú grimmt amerískar fegurðar- og megrunartöflur sem kallast NV. Töflurnar eru ekki bara sagðar hjálpa þeim sem vilja losa sig við nokkur aukakíló heldur eru þær einnig sagðar gefa aukna feg- urð með því að styrkja húð, hár og neglur. Töflurnar eru einnig sagðar veita þeim sem þær taka meiri orku og með heilbrigðu matarræði og góðri hreyfingu eiga töflurnar að skila þeim sem þær taka góð- um árangri. Í töflunum er að finna ýmis efni eins og green tea extract sem hjálpar til við brennslu og gefur aukna orku, silica sem hefur góð áhrif á hár og neglur, Collagen sem dregur úr hrukkum og Co- enzyme Q10 sem eykur heilbrigði húðarinnar. Töflurnar, sem komu á markað í fyrra, hafa nú þegar fengið mikla umfjöllun í kvenna- blöðum ytra og konur á borð við Sharon Stone, Winona Ryder og Sarah Drew hafa allar prófað vör- una Á heimasíðu NV, www.be-des- ired.com, er að finna allar nán- ari upplýsingar um þessar undra- töflur en þar er einnig að finna reynslusögur frá þáttakendum í fegurðarsamkeppninni Mrs Am- erica sem tekið hafa töflurnar. Í fyrra var NV styrktaraðili þeirr- ar keppninnar og þá missti einn þáttakandinn rúm sex kíló á 8 vik- um. Þess má geta að umbúðir vör- unnar hafa vakið athygli og verið verðlaunar en þær eru afar kven- legar og minna lítið á pilluglas. Leyndarmálið afhjúpað Carmen Electra tekur amerískar fegrunartöflur sem sagðar eru grenna og gefa glansandi hár. með töflunum er hægt að fá bók sem upplýsir helstu leyndarmál að baki fallegs útlits. Carmen Electra auglýsir fegurðarpillur: Síðan Boot Camp æfingarkerfið nam hér land fyrir þremur árum hef- ur það notið gríðarlegra vinsælda. Forsprakkar kerfisins á Íslandi þeir Róbert Traustason og Arnald- ur Birgir Konráðsso hafa á þessum tíma þjálfað þúsundir og biðlistar eru á flest þeirra námskeið. Til að koma til móts við þennan gríðarlega áhuga hafa þeir sett saman æfinga- bók í anda Boot Camp sem nefnist Boot Camp - grunnþjálfun. Þar er að finna ítarlega æfingaráætlun sem að þeirra sögn tryggir gott form á tólf vikum. „Þessi bók er ekki nákvæm- lega eins og námskeiðin þar sem menn eru með einhvern öskrandi yfir sér en ég skal lofa því að þeir sem klára prógrammið sem gefið er upp í bókinni verða komnir í sitt besta form að 12 vikum liðnum, ég skal ábyrgjast það,“ segir Róbert. Hann bendir á að bókin sé sniðug lausn fyrir þá sem komast ekki á námskeið vegna barna eða vinnu og þurfa að æfa eftir eigin hentisemi. Boðið upp á sjósund Ekki þarf neina sérstaka aðstöðu til þess að gera æfingarnar, hægt er að gera þær úti eða inni og án allra tækja. „Við byggjum æfingarnar upp á eig- in líkamsþyngd og fjölbreytileikinn er mikill,“ segir Róbert. Bókin er sett upp á einfaldan hátt og þar er hver æfing útskýrð bæði í máli og mynd- um. Auk áðurnefndrar 12 vikna æf- ingaáætlunar er í bókinni einnig að finna þriggja vikna undirbúningsá- ætlun. Bókin fjallar líka um teygjur, mataræði og önnur atriði sem leiða að hámarksárangri. „Bókin er byggð á því sem við erum að gera dagsdag- lega hér hjá Boot Camp. Þessar æf- ingar auka þol, styrk og þrek. Tekið er á öllum helstu vöðvahópum og þar sem æfingarnar eru fjölbreyttar er engin hætta á stöðnun,“ segir Ró- bert. Auk bókaútgáfunnar hefur ver- ið nóg annað að gerast hjá Boot Camp. Framundan er mörg hundruð manna árshátíð og nýlega flutti fyrir- tækið starfsemi sína frá Faxafeni að Suðurlandsbraut 6b. Þjálfarar fyrir- tækisins hafa líka verið duglegir við að brydda upp á nýjungum í þjálf- uninni í vetur og þannig hefur ver- ið boðið upp á sjósund einu sinni í viku til að herða þá alhugrökkustu. Í sumar verður svo aftur boðið upp á enn fleiri útinámsskeið en fyrirtæk- ið er nú með 15 kennara úti á landi og sex í Reykjavík. Þegar Róbert er spurður að því hvort Boot Camp ætli að standa fyrir álíka uppákomu og síðasta sumar þegar hlaupið var frá Hellu til Reykjavíkur til styrktar sam- tökunum Blátt áfram þá svarar hann því til að þeir finni örugglega upp á einhverju sniðugu en hafi ekki í hyggju að vera eins mikið í sviðsljós- inu. Áhugasamir geta kynnt sér nám- skeiðin og bókina betur á heimasíð- unni www.bootcamp.is snaefridur@dv.is Boot Camp þjálfun heima í stofu Forsprakkar Boot Camp Arnaldur Birgir og Róbert, eru forsprakkar Boot Camp æfingakerf- isins á Íslandi sem hafa nú sent frá sér bók með Boot Camp æfingum. Þeir hafa báðir einkaþjálf- araréttindi og margra ára þjálfunarreynslu. Handhæg. Bókin er auðskiljanleg og með nákvæmum lýsingum á hverri æfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.