Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Page 22
neytendur þriðjudagur 27. mars 200722 Neytendur DV NagladekkiN í hálfaN máNuð Um helmingur ökutækja er á negldum dekkjum, eða um eitt hundrað þúsund ökutæki. Skipta verður um hjólbarða fyrir 15. apríl næstkomandi. „Fólkið er aðeins farið að koma. Fólk miðar við páskana eða fyrsta vinnu- dag eftir páska,“ sagði Magnús Hákonarson hjá Hjólvest við Ægisíðu. Hann bjóst við því að ef veðrið verður áfram skaplegt muni fólk fara að streyma á hjól- barðaverkstæðin í byrjun næstu viku. Fjöruborðið stækkar Veitingahúsið Fjöruborðið á stokkseyri hefur notið mikilla vinsælda og nú hefur aðstaðan verið endurbætt.„Við höfum bætt við sérinngangi inn í tjaldið og stærri og betri salernisaðstöðu,“ segir Pétur Kristjánsson yfirþjónn. Veislusalirnir nefnast Tjaldið og hafið og geta þeir alls hýst 250 manns við borðhald. Pétur er þegar farinn að búast við fjölda fólks í mat yfir páskana. Borgaraleg vígsla Borgara- leg gifting fer fram hjá sýslumönn- um landsins eða löglærð- um fulltrúum þeirra. Yfir- leitt fer borgaraleg vígsla fram á skrifstofu sýslumanns. Hjóna- vígslan tekur um 10 mínútur. Ákveðnum pappírum þarf að koma til skila viku fyrir vígsluna en það eru fæðingarvottorð, hjú- skaparstöðuvottorð og ljósrit af skilríkjum. Auk þess þarf að fylla út ákveðin eyðublöð og fá und- irskrift tveggja svaramanna en þeir þurfa ekki endilega að vera viðstaddir athöfnina. Borgaraleg vígsla kostar 4.600 krónur. Öll olíufélögin bjóða upp á afsláttarkjör til einstaklinga. Boðið er upp á kort sem veita afslátt á hvern lítra auk punkta hjá Vildarklúbbi Flugleiða eða Safnkortinu. Ennfrem- ur er hægt að fá aukin afslátt með inneignarkorti og sjálfsafgreiðslu. kirkjuleg vígsla „Nú um páskana hefst tími brúðkaupa,“ segir séra Bára Frið- riksdóttir. Þau hjón sem ætla sér að fá kirkjulega hjónavígslu þurfa að greiða fast gjald 6500 krónur til prests auk annarar þjónustu. „Ég held að algengt sé að fólk greiði tíu þúsund krónur fyrir hverja hjónavígslu, ræðu, æfingu og hjúpskaparvottorð en síðan getur aksturkostnaður bæst við samkvæmt gjaldskrá,“ segir séra Bára. Algengt er að prestar taki gjald fyrir akstur og eins vegna æfinga fyrir brúðkaup en þess eru þó dæmi að því hafi verið sleppt. Að mörgu er að hyggja þegar velja skal afsláttarkort hjá olíufélögunum. Þrjú félaganna fjögurra Esso, Olís og Skeljungur bjóða öll upp á afsláttar- kort sem getur bæði verið inneign- arkort eða kredikort sértengt hverju félagi fyrir sig. Atlantsolía sker sig úr hópnum því þeir bjóða upp á dælu- lykla sem geta verið tengdir debet-, kredit- eða Atlantsolíukorti. Olískortið, Viðskiptakort Esso, og dælulyklar Atlantsolíu veita fast- an einnar krónu afslátt af dæluverði og helst afslátturinn þó verð breyt- ist. Inneignarkort Skeljungs býður tveggja króna afslátt af dæluverði. Olís og Skeljungur, bjóða korthöf- um upp á safna punktum í Vildar- klúbb Flugleiða og Esso býður Safn- kortshöfum einn punkt fyrir hvern dældan lítra. Atlantsolía í Öskjuhlíð Dæluykill Atlantsolíu er ókeyp- is og honum fylgja engar þóknanir. Atlantsolíukortið getur annarsveg- ar verið inneignarkort tengt heima- banka þar sem kúnni leggur fyrir- fram inn ákveðna upphæð sem síðar er hægt að nota, en hinsvegar venju- legt kredikort. Hægt er að tengja fleiri en einn lykil við hvert kort. Út- tektir gerðar með dælulykli eru inn- heimtar í gegnum kortareikning handhafa. Hægt er að hámarka notkun kortsins við 5.000, 10.000 eða 15.000 krónur á sólarhring að því gefnu að inneign sé fyrir úttektinni. Fastur af- sláttur til einstaklinga með dælulykil er ein króna á lítra af bæði díesel og bensíni og auk þess er veittur tveggja króna aukaafsláttur á dælustöð fé- lagsins við Öskjuhlíð. Viðskiptakort Esso Viðskiptakorti Esso fylgir fastur einnar krónu afsláttur sem dregst frá dæluverði hvort sem dælt er fyr- ir kúnnann eða í sjálfsafgreiðslu, sem aftur veitir fimm krónu afslátt á hvern lítra. Viðskiptakort einstakl- inga er tengt bílnúmeri og er því ein- ungis hægt að nota kortið fyrir einn bíl. Einstaklingar fá Safnkortspunkta af viðskiptum sínum á viðskiptakort sé ekki samið sérstaklega um önnur viðskiptakjör. Hver safnkortspunkt- ur er ígildi einnar krónu og korthaf- ar geta nýtt sé punktana sem þeir fá sem greiðslu í öllum viðskiptum á Esso stöðvunum. Frelsiskort ÓB Olís kortið er greiðslu- kort fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem gildir til kaupa á eldsneyti og öllum söluvörum Olís. Kortið býðst í þremur gerðum: Rauða kortið sem gildir eingöngu fyrir eldsneyti, Gula kortið sem gildir fyrir eldsneyti, rekstrarvörur bifreiða og tækja og Græna kortið sem gildir fyrir allar söluvörur Olís. Olís kortið veitir einnar krónu afslátt af dæluverði og gildir einu hvort tilboð sé í gangi þar sem einnar krónu afslátturinn dregst af dæluverði. Til viðbótar fær hand- hafi kortsins 1,5 prósent af veltu í formi punkta í Vildarklúbbi Flug- leiða. Hægt er að fá Olís kortið með eða án PIN-númers. Auk þess býð- ur Olís upp á ÓB frelsiskort sem veitir fastan þriggja krónu afslátt af dæluverði á sjálfsafgreiðslustöðv- um félagsins. Inneignar- kort hjá Skeljungi Einstaklingar geta valið úr fimm tegundum viðskipta- korta hjá Skeljungi: díesel kort, bensín kort, bílakort, firmakort og heimiliskort. Munurinn á kortunum felst aðallega í því hvers kyns þjón- ustu kortið getur veitt. Í hvert skipti sem korti Skeljungs er framvísað fær handhafinn punkta í Vildarklúbbi Flugleiða. Auk þess fá handhafar 1,5 prósent af mánaðarlegri veltu inn á fyrrnefndan vildarklúbb ef viðkom- andi er ekki á öðrum samnings- bundnum afsláttarkjörum hjá fyr- irtækinu. Punktasöfnunin er óháð því hvernig greitt er fyrir þjónust- una. Einnig býður Skeljungur upp á inneignarkort sem eru fyrirfram- greidd og veita tveggja krónu afslátt af dæluverði. PlayStation 3 tölvur sem send- ar voru á evrópska markaðinn voru ekki sömu gerðar og þær sem fóru til Bandaríkjanna og Japan. Play- Station 3, eða PS3, státar af því nýj- asta sem til er í tölvugrafík og tækni auk þess sem hún inniheldur há- skerpu DVD spilara og fæst með tuttugu eða sextíu gígabæta hörðum diski. Eftir að dreifingu hafði verið frestað nokkrum sinn- um hófst salan í Japan 11. nóvember 2006 með miklum látum. Þar seldust áttatíu þúsund eintök fyrsta sólarhringinn og með- al annars seldist eitt eintak á E-Bay fyrir 3.200 dollara, eða tæpar 200 þúsund krónur. Lætin í Japan voru ekkert í samanburði við þær sem upphófust tæpri viku síðar þegar salan hófst í Bandaríkjunum. Fjöldi beið í röðum um landið þvert og endilangt eftir að sala á þeim 400 þúsund vélum, sem sendar voru yfir hafið frá Japan, hófst. Það var ekki fyrr en 23.mars sem dreifing hófst í Evrópu og þá neyddust aðstand- endur PS3 að viðurkenna óþægileg- ar breytingar. Sony hafði lofað að nýja vélin PS3 gæti spilað alla gömlu PlayStation, PS1, og PlayStation 2, PS2, leik- ina, en nú hafa þeir lýst því yfir að einungis sé mögulegt að spila PS1 leikina og nokkra PS2. Ástæðan liggur í breyttri hönnun þar sem PS3 reiðir sig meira á samvinnu hugbúnaðar og vélbúnaðar sem í PS1 og PS2 var einungis í vélbún- aðinum. Þessar breytingar hljóma smávægilegar en þegar tekið er í reikningin að yfir 200 milljón PS1 og PS2 vélar hafa verið seldar um heim allan og stór hluti þeirra í Evrópu þá má gera ráð fyrir að ansi margir eig- endur þurfi að leggja gömlum PS2 leikjum á hilluna. Sony dregur í land fullyrðingar um að PS3 geti spilað alla gömlu leikina: Bandarísku PS3 öflugari en þær evrópsku DV2351260307 PlAy StAtIon Loksins komin til Evrópu. eymuNdssoN í leifsstöð Eymundsson sem hefur séð ferðalöngum fyrir lesefni á leið út í heim hefur opnað verslun á nýju brottfararsvæði Flugstöðv- arinnar. Gömlu versluninni hefur verið lokað. Starfsstúlka í versluninni segir búðina nú vera bæði fallegri og skipulagðari. Eymundsson býður upp á meira úrval af ritföngum en ekki einungis bækur og blöð eins og áður. Einnig hafa þeir hafið sölu á gosi og sælgæti. Fjölbreyttur aFsláttur Afsláttarkort Öll fyrirtækin bjóða upp á afsláttarkjkör. Dælulykill atlantsolía býður viðskiptavinum upp á dælulykla sem veita afslátt. olís Ódýrastir í sjálfsafgreiðslu ÓB. Skeljungur mesti afsláttur með inneignarkorti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.