Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2007, Blaðsíða 30
þriðjudagur 27. mars30 Síðast en ekki síst DV Alcoa Fjarðarál hefur undanfarið auglýst grimmt eftir trommuleikara í hljómsveit hússins, Léttmálmsband- ið. Trommuleikarar landsins geta nú hætt að sækja um starfið því ráðið hef- ur verið í stöðuna. Sá heppni heitir Þorvaldur Einar- son og mun hann spila með hljóm- sveitinni á árshátíð fyrirtækissins um næstu helgi. „Þegar við fórum af stað með þessa auglýsingu þá var Þor- valdur á námskeiði hérna hjá okk- ur svo þetta gekk hratt fyrir sig,“ segir hljómborðsleikari sveitarinnar Helgi Georgsson. Fleiri sóttu um trommu- leikarastöðuna en það lá beinast við að ráða Þorvald þar sem hann átti sitt eigið trommusett og gat svo að segja sest við trommurnar strax og haf- ið æfingar fyrir árshátíðina. Hljóm- sveitin er því orðin fullskipuð en fyrir utan þá Helga og Þorvald er hún skip- uð söngkonunni Hönnu Jóhannes- dóttur, Sigurði Ólafssyni bassaleikara og bræðrunum Guðmundi og Reyni Höskuldssonum. Sá fyrrnefndi spilar á gítar en hinn syngur. Búist er við miklu fjöri á árshá- tiðinni um næstu helgi sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Fáskrúðs- firði. Talið er að um 800 manns mæti á skemmtunina sem Logi Bergmann mun stýra. Matur og þjónusta verður sótt til Bautans á Akureyri en starfs- mennirnir munu sjálfir að mestu sjá um skemmtiatriðin. „Það verður hver deild með sitt atriði og svo verð- ur hljómsveitin með sératriði og hit- ar svo einnig upp fyrir hljómsveitina sem spilar á ballinu,“ segir Helgi. Að hans sögn mun Léttmálms- bandið eingöngu spila rokk og ról á árshátíðinni og eru lög eftir Bon Jovi og Deep Purple ofarlega á lista. Ál kemur einnig við sögu í lagavalinu því einhverjum textum hefur verið snúið yfir á íslensku og þeir staðfærðir. Menn velta nú fyrir sér hvort Létt- málmsbandið sé virkilega fullskipað með nýja trommuleikaranum. Þegar sveitin kom fram á jólahlaðborði fyr- irtækisins voru meðlimir sveitarinnar aðeins þrír en telja sex í dag. Alcoa hélt kynningarfund á Nordica hóteli um helgina fyrir væntanlega starfsmenn, það er aldrei að vita nema í þeim hópi leynist tónlistarfólk sem gæti breytt Léttmálmsbandinu í stórsveit. veðrið ritstjorn@dv.is miðvikudagurþriðjudagur Sandkorn Það er fátt betra en að skella sér í Sauna eða þurrgufu og hreinsa huga og líkama. Það eykur bæði þolinmæði og sjálfsstjórn að sitja hitann af sér frekar en að rjúka út eftir tveggja mínútna dvöl. Hægt er að fá allskyns lyktarolíur til þess að bæta lyktina og fá mismunandi áhrif út úr gufunni. Nokkrir dropar í ausuna áður en vatninu er skvett á heita steinanna og klefin lyktar frábærlega. Það er skemmtilegt að brjóta upp vikuna og skella sér á góðan kapp- leik. Hvort sem það er í handbolta, fótbolta, körfubolta eða öðrum hressandi íþróttum. Ef mætingin er góð og stemmningin líka er fátt meira hressandi. Það er alltaf hægt að sitja heima og horfa á sjónvarp- ið. Svo er líka um að gera að ýta undir ungmennafélagsandann og styðja við bakið á sínu félagi. Það er alltof vanmetið sport að tefla. Það er hin besta hugarleik- fimi að tefla og mun skemmtilegri en margan grunar. Það þarf engan snilling til þess að verða prýðis teflari. Líkt og með aðra iðju er það æfingin sem skapar meistarann og áður en þú veist af getur þú ekki hætt að hrókera og græja og gera. Að vera komin af unglingsárunum og kunna ekki mannganginn er líka bara sorglegt. Það er nóg um að vera á fjölum leikhúsana. Til dæmis tveir ferskir söngleikir sem ættu að höfða til þeirra sem hafa ekki áhuga á hin- um hefðbundna söngleik sem og annara auðvita. Þetta er söngleik- irnir Abbababb eftir Dr.Gunna og LEG eftir Hugleik Dagsson. Mikl- ir húmoristar báðir tveir og færa áhorfendum eitthvað óhefðbundið. Við mælum með... ...kappleikjum ...Sauna ...Skák Bandarískur reikimeistari á Útvarpi Sögu Það er ekki ofsögum sagt að Ís- lendingar elska að láta spá fyrir sér og leita ráðlegginga hjá miðlum og spákonum. Útvarp Saga bryddaði upp á þeirri nýjung á sunnudag- inn að hafa í beinni útsend- ingu reikimeistara frá Banda- ríkjunum. Konan heitir Maxim Gaudio og er einnig menntuð í sálarfræði. Hún er Íslandsað- dáandi og kom hingað í frí og langaði að prófa að vera með út- varpsþátt hér, en Maxim er mjög þekkt í heimalandi sínu. Arn- þrúður Karlsdóttir útvarps- stjóri ákvað að láta slag standa, fékk túlk með Maxim og til stóð að hafa klukkustundar langa út- sendingu. Svo mikil ásókn var í að ræða við Maxim, að línurnar glóðu og þurfti á endanum að hafa þáttinn í tvo tíma. Maxim hyggst koma aftur í sumar og vera þá með útvarpsþætti á Út- varpi Sögu. marín manda selur barnaföt Fatahönnuðurinn Marín Manda Magnúsdóttur hefur opnað barnafataversl- un í fölbleiku húsi á Nyhavn í Kaupmanna- höfn. Lítið hefur heyrst frá Marín Möndu síðan hún fluttist út til Danmerkur fyrir nokkrum árum síðan til að læra fatahönnun en þar á und- an var hún mikið í sviðsljósinu, sérstaklega á þeim tíma sem hún var kærasta Fjölnis Þorgeirs- son. Barnafataverslun Marínar Möndu hefur fengið nafnið Baby Kompagniet og er þar að finna hágæða barnafatnað fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Marín Manda, sem sjálf er orðin mamma, verð- ur með merki á borð við Katvig, Moon, Happy Horse og Sebra til sölu í versluninni. Þar verður einnig að finna handprjónað- ar íslenskar lopa-peysur sem og barnafatnað frá 66°Norður. Vör- urnar verða brátt einnig fáanleg- ar á netinu en slóðin á netversl- unina er www.baby-kompagniet. dk. X-factor dóttir glitnis Starfmenn Glitnis trúðu margir hverjir ekki eigin augum þegar þeir fóru inn á innri vef Glitnis á föstudaginn. Eins og algilt er á innri vef fyrirtækja, er þar bannað að flytja áróður af nokkru tagi. En það sem stóð á innri vefnum þennan dag get- ur vart flokkast undir annað en „áróður“: „X- factor dóttir Glitnis er Guð- björg. Kjósum hana í kvöld.“ Samkvæmt heimildum mun Guðbjörg eiga mjög náinn ættingja innanborðs hjá Glitni en spurning er hvort verið sé að gera 16 ára stúlku greiða með smölun af þessu tagi. Hún hefði sjálfsagt hvort sem er náð langt á eigin verðleikum. Hljómsveit Alcoa Fjarðaáls, léttmálmsbandið, er nú loksins komin með trommuleikara. Enda ekki seinna vænna, þar sem árshátíðin er um næstu helgi. TROMMULEIKARI FUNDINN FYRIR ÁRSHÁTÍÐINA alvöru rokk Húsband Fjarðaráls hefur að undanförnu auglýst eftir trommuleikara í fjölmiðlum landsins og hefur loks fundið hann. um næstu helgi spilar sveitin fullskipuð, alvöru rokk, á árshátíð fyrirtækis- ins. Logi Bergmann sér um veislustjón en Bautinn á akureyri um veitingarnar. Trommuleikarinn þorvaldur Einarsson þreytir frumraun sína með bandinu á árshátíðinni. 2 2 2 4 2 4 4 4 22 0 1 3 3 3 7 6 2 42 4 14 2 5 4 4 7 4 16 14 6 1 3 4 67 1 ���������������������������� ������������� ...Söngleikjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.