Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Page 1
FÖSTUDAGUR 29. DeSembeR 200650 Helgin DV „Cliff hefur aldrei verið betri!“ segir Garðar og bætir við að hann hafi fengið gæsahúð frá fyrsta tóni. „Hann er eins og maður um fimm- tugt og það er ótrúlegt að hann skuli vera orðinn 66 ára.“ Og Garðar ætti að vita hver syng- ur vel og hver ekki. Sjálfur steig hann fyrst á svið í Silfurtunglinu árið 1957, þá fimmtán ára með hljómsveit Aage Lorenz. „Cliff var ekki mættur á svæðið þá,“ útskýrir hann. „Ég var mikill að- dáandi Tommys Steel, fór níu sinn- um á myndina hans í Austurbæjar- bíói og náði öllum töktunum. Þá var ég kallaður Tommy Steel – en þá kom þessi,“ segir hann og bendir á ljós- mynd af Cliff Richard, sem tengda- sonur hans, Ágúst Árnason tók á tónleikunum um helgina. „Ég spil- aði meðal annars með hljómsveit- inni Tónum og við sérhæfðum okk- ur í lögum með Cliff Richard og The Shadows; tókum alveg fyrir lög eins og Lucky Lips, Please, don‘t teach og öll þessi frábæru. Ég hef verið að- dáandi Cliffs frá fyrstu stundu. Ég heillaðist af þessari mildu og fallegu rödd, sem hefur ekkert breyst,“ seg- ir Garðar, sem hefur samanburð síð- ustu fimmtíu ára og sérstaklega síð- ustu fimm: „Já, ég fór á tónleika með honum í Royal Albert Hall árið 2001, ári síðar á Docklands Arena í London, í Edin- borgarkastala fyrir tveimur árum og nú í Dublin. Ég bíð bara eftir að sjá hann í Laugardalshöll!“ Lítur hann vel út? „Já, hann er bara eins og hvolp- ur!“ segir Garðar hlæjandi. „Hann hefur ekki farið í strekkingar heldur bara lifað reglusömu lífi.“ En þú ert bara búinn að nefna hröð lög með Cliff. Ertu að segja mér að þú hafir ekki haldið upp á lagið The Next time??? „Next time?! Ég er nú aldeilis hræddur um það! Og ég elskaði lagið When the girl in your arms...“ „Is the girl of your dreams“ syngj- um við saman og slökkvum á upp- tökutækinu. annakristine@dv.is Ég heyri ómfagrar raddir berast úr fundarherberginu og get ekki hamið mína forvitni. Inni sitja lærimeist- ari minn Anna Kristine og Garðar Guðmundsson. Eða ætti ég að kalla hann Cliff Íslands? Ég sé að viðtalinu er lokið og gerist svo djörf að opna rennanlegu glerhurðina. Ég er vel- komin, ég sé það en þau halda samt áfram að tala um hvað þau hlakka mikið til að berja goðið sitt augum þann 28. mars næstkomandi. Þau láta eins og smákrakkar. Mér finnst þau fyndin. Ég laumast til þess að kveikja á upptökutækinu. Kristinn Cliff lýgur ekki „Garðar! Guð minn góður. Var þetta tekið núna? Fyrir viku síðan?“ segir Anna Kristine og lítur á eina af fjölmörgum myndum sem tengda- sonur Garðars tók á tónleikunum í Dublin. Garðar játar því. „En Garðar? Er hann ekki gay?“ spyr Anna einlæg. „Ég veit það ekki. Maður hefur auðvitað oft heyrt það en það hefur aldrei komið opinberlega fram.“ „Hann er ógeðslega flottur,“ segir Anna dreymin. Garðar gengur enn lengra og seg- ir: „Hann er bara ótrúlega fallegur, maðurinn.“ „Hefur hann ekki farið í andlits- lyftingu?“ „Nei, hann sagði það í sjónvarps- viðtali fyrir ekki svo löngu,“ svarar Garðar sposkur á svip. „Trúum við honum ekki?“ „Jú,“ svarar Garðar. „Cliff lýgur ekki, hann er kristinn maður.“ Karlar og kerlingar fá gæsahúð Anna spyr Garðar hvaða lög hafi staðið upp úr. „Þau voru auðvitað mörg. En ætli ég hafi ekki fengið mestu gæsahúðina þegar hann tók When the girl in your arms.“ „O, það er svo flott,“ segir Anna og þau byrja aftur að syngja saman brot úr laginu. „Hann hefur ekki tekið það á nein- um af þeim tónleikum sem ég hef séð með honum. Og ég skal segja þér það Cliffs Richard Anna Kristine Æðsti draumur að búa til veggfóður úr myndum af sér og Cliff Richard Garðar hefur alltaf hrifist af ómfagri rödd Cliffs „Ég náði honum mjög vel hér áður fyrr. Nú er röddin orðin þroskuð svo ég næ honum ekki lengur,“ segir Garðar. Cliff Richard í Dublin Garðar fór á sína fjórðu tónleika með Cliff Richard á dögunum. Hann segir hann aldrei hafa verið betri en einmitt þá og bíður spenntur eftir að sjá hann í Höllinni þann 28. mars næstkomandi. DV-mynd: Ágúst Árnason Cliff Richard og Olivia Newton-John Sú saga gekk lengi vel að þau Cliff Richard og Olivia Newton-John hygðust pússa sig saman. Árið 1974 neitaði Cliff því opinber- lega. Cliff hefur verið piparsveinn alla tíð og halda margir því fram að hann sé samkyn- hneigður. Garðar Guðmundsson þekkja margir úr versluninni Litaveri, enn fleiri þekkja hann kannski sem söngvara og hljóðfæraleikara í áratugi. Garðar hóf ferilinn árið 1957 og söng fyrsta lagið með Cliff árið 1958. Hann var að koma af tónleikum með Cliff í Dublin, þeim fjórðu sem hann sækir á fimm árum. „Ég hef verið aðdá- andi Cliffs frá fyrstu stundu. Ég heillaðist af þessari mildu og fal- legu rödd, sem hefur ekkert breyst.“ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur 28. mars 2007 dagblaðið vísir 32. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 nágrannar álversins í straumsvík segjast missa tækifæri til uppbyggingar: milljarða l d gert verðla - mál hefur verið höfðað gegn ríki, bæ og alcan og tekist verður á um verulegar fjárhæðir. Áfor um uppby gingu á landi í ná enni álv rsins kunna að b eytast verði af stækkun álversins. Deilur vegna stækkunarinnar magnast. Sjá bls. 11 og baksíðu. DV-Sport fylgir með Jakob Jóhann Sundgarpurinn Jakob Jóhann Sveinsson keppti í gær í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Melbourne. Jakob Jóhann synti á tímanum 29,02 sekúndur og endaði í 37. sæti af 125 keppendum. Jakob Jóhann var sextán hundruðustu frá sínum besta árangri í greininni. Hann keppir næst á morgun í 200 metra bringusundi en það er hans síðasta keppnisgrein á mótinu. Örn Arnar- son keppir í dag í 100 metra skriðsundi. Fjögur heimsmet féllu á heimsmeistaramótinu í gær. Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps setti heims- met í 200 metra skriðsundi þegar hann synti vega- lengdina á einni mínútu og 43,86 sekúndum. Hann var rúmlega tveimur og hálfri sekúndu á undan næsta manni, Peter van den Hoogenband frá Hollandi. Aaron Peirsol, samlandi Phelps, bætti eigið heimsmet í 100 metra baksundi um 0,19 sekúndur. Í gær synti hann á tímanum 52,98 sekúndum og varð þar með fyrsti mað- urinn til að synda 100 metra baksund á undir 53 sek- úndum. Natalie Coughlin, einnig frá Bandaríkjunum, setti heimsmet í 100 metra baksundi þegar hún synti á 59,44 sekúndum. Hún bætti þar með eigið heimsmet í grein- inni um fjórtán hundruðustu. Ítalska stúlkan Federica Pellegrini kom öllum á óvart í gær þegar hún setti nýtt heimsmet í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi. Vegalengdina synti hún á einni mínútu og 56,47 sekúndum. dagur@dv.is DV Sport miðvikudagur 28. mars 2007 15 Sport Miðvikudagur 28. mars 2007 sport@dv.is Snæfell jafnaði einvígið við kr í ótrúlegum leik. úrSlitin réðuSt á lokaSekúndum leikSinS með ótrúlegri þriggja Stiga körfu frá martin thueSen blS. 16 Haukar og Keflavík náðu forskoti í viðureignum sínum. Jakob Jóhann í 37. sæti í bringusundi Allt um leiki næturinnar í NBA NBA Snæfell jafnaði metin fréttir Stórskaðar heyrnina fréttir Seinheppinn þjófur Vill syngja með Cliff >> Þjófi frá Litháen gekk illa hér á landi. Hann er margdæmdur í heimalandinu. >>Hávaði á leikskólum veldur streitu, höfuðverk og námsörðugleikum. DV MYND STEFÁN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.