Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Side 7
DV Fréttir miðvikudagur 28. mars 2007 7
Algert umferðaröngþveiti skap-
aðist í úthverfum höfuðborgarinnar
þegar snjóhríð lagðist yfir höfuðborg-
arsvæðið um áttaleytið í gærmorg-
un. Í kjölfarið myndaðist fljúgandi
hálka á mesta annatíma dagsins. Fyrr
um morguninn var rennifæri og fáir
hálkublettir.
Að sögn varðstjóra lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu mynduðust
umferðahnútar við Gullinbrú, Höfða-
bakka og Suðurlandsveg og tólf
árekstrar voru tilkynntir til lögreglu
strax um morguninn. Varðstjóri benti
á að auk fjölda tilkynntra slysa,vissi
hann til að fjöldi fólks hefði fyllt sjálft
út tjónaskýrslur á meðan það sat fast í
bílaröð. Ennfremur benti varðstjóri á
að margir hefðu gefist upp á biðinni
og haldið aftur til síns heima í þeirri
von að umferð lagaðist.
Verst var ástandið í Grafarvogi,
Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Breið-
holti og nokkuð var um slæm óhöpp
og veltur. Um áttaleytið fór jeppling-
ur eina veltu við Móa á Kjalarnesi og
kenndi ökumaður sér meins og leit-
aði sjálfur til læknis. Við Bæjarbraut í
Hafnarfirði var hörð bílvelta þar sem
jeppi fór eina veltu og var bíllinn tek-
inn með krana og ökumaður fluttur
á slysadeild. Auk þess fór jeppling-
ur eina veltu á Vesturlandsvegi við
Höfðabakka og stöðvaði þar umferð
á helstu umferðaræð Reykjavíkur. Þá
valt vörubíll út af Hafravatnsvegi við
Korpu og var dreginn aftur upp á veg.
Að sögn varðstjóra var ástandið aft-
ur orðið eðlilegt eftir klukkan hálf tíu
þótt umferð hafi enn verið þung eins
og venjulega. Alls höfðu 27 árekstrar
verið tilkynntir til lögreglu um fjög-
urleytið í gær. Hægt gekk að draga
úr hálkunni því saltdreifingarbílarn-
ir komust ekki til sinna starfa vegna
hnútanna sem mynduðust.
Tugir árekstra á höfuðborgarsvæðinu:
Öngþveiti í umferðinni Langar bílaraðir mynduðust á helstu umferðaæðum
höfuðborgarsvæðisins.
Umferðaröngþveiti í morgunsárið
Seinheppinn þjófur
Egill Ólafsson, verslunarstjóri
BT í Skeifunni Egill segir að
öryggismyndavélar nái til allra
kima í öllum verslunum BT og
auðvelt sé að komast að því hver
hafi verið að verki ef eitthvað er
ekki á sínum stað.
Ólafur G. Jósefsson gull-
smíðameistari Ólafur veitti
þjófunum eftirför eftir að dóttir
hans sá þá handleika ný úr og
bera þau saman við úr í búðinni.
dv myndir Gúndi
Laxeldi á Austfjörðum hefur ekki
reynst arðvænlegt. Seiðaeldið er
flöskuhálsinn fyrir stöðvarnar tvær
í Mjóafirði og Berufirði. Hátt gengi
krónunnar hefur valdið því að ágætis
markaðsverð á laxi hefur ekki skilað
sér sem skildi. Hátt raforkuverð hef-
ur einnig reynst eldinu erfitt, en lax-
eldi er orkufrekur iðnaður.
Sæsilfur í Mjóafirði og Salar Island-
ica í Berufirði hætta nú laxeldi. Menn
eru þó sannfærðir um að nú sé lag að
fara í stórtækar tilraunir með þorsk-
eldi. Langt kann þó að vera þangað til
þorskeldið ber ávöxt. Þessar tilraunir
fyrirtækja með fiskeldi hafa ekki notið
opinberrar fyrirgreiðslu.
Salar islandica
Í Berufirði var lagt upp árið 2002.
Í starfsleyfi stöðvarinnar var gert ráð
fyrir átta þúsund tonna ársfram-
leiðslu. „Við settum út átján þús-
und seiði fyrsta veturinn til þess að
sjá hvernig okkur reiddi af,“ segir
Gunnar Steinn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Salar Islandica. Gunn-
ar segir að alltaf hafi verið reiknað
með að fara rólega af stað og ná svo
framleiðslunni upp í sex til sjö þús-
und tonn á ári, á tíu árum.
Fyrsta stóra slátrunin í Berufirð-
inum var svo árið 2005. „Það verð-
ur slátrað í nokkrar vikur til viðbót-
ar. Fiskurinn sem við settum út árið
2004 er að klárast. Svo verður hald-
ið áfram að slátra í haust. Þar með er
þetta komið,“ segir Gunnar.
Sæsilfur
Sæsilfur í Mjóafirði hefur frá ár-
inu 2001 sett meira en fjórar milljón-
ir seiða í sjó og slátrað yfir tíu þúsund
tonnum af laxi. „Að sjálfsögðu var
hugmyndin að þetta yrði arðvænleg-
ur rekstur hjá okkur í Mjóafirðinum,“
segir Jón Kjartan Jónsson, yfirmaður
fiskeldismála hjá Samherja á Akur-
eyri. Samherji á eldisstöðina Sæsilf-
ur í félagi við Síldarvinnsluna.
Fyrsti árgangur Sæsilfurs var
smár, eins og í Berufirðinum, en Jón
Kjartan segir að stöðin hafi fljótlega
farið upp í helming af framleiðslu-
getu sinni. Árið 2003 var slátrað 1.400
tonnum af slægðum matfiski og strax
árið eftir var framleiðslan komin í
3.230 tonn. Marglyttuplága í Mjóa-
firði í fyrrasumar skapaði vandamál
í stöðinni og talvert af fiski drapst.
Megninu af fiskinum var þó hægt
að bjarga og fór hann á markað. Í ár
verður innan við 500 tonnum af laxi
slátrað.
Engin fyrirgreiðsla
Stjórn Sæsilfurs í Mjóafirði sendi
út yfirlýsingu í fyrra um að laxa-
framleiðslu yrði hætt. Yfirlýsingin
var harðorð og talið var upp að hátt
gengi krónunnar væri að gera út af við
reksturinn. Einnig sagði í yfirlýsing-
unni að lagabreytingar hefðu valdið
miklum hækkunum á raforkuverði.
„Hækkun á þessum eina rekstrarlið
hjá Samherja nemur nú þegar meira
en tíu milljónum króna á ári,“ segir í
yfirlýsingunni. Einnig segir að við-
ræður um aðkomu Byggðastofnunar
að fiskeldinu hafi engan árangur bor-
ið. „Frá árinu 2000 hefur verið fjár-
fest mikið í uppbyggingu í fiskeldi án
nokkurrar opinberrar fyrirgreiðslu og
nú er svo komið að ekki verður lengra
farið í sjóeldinu,“ sagði í yfirlýsingu
Samherja. Ekkert var þó minnst á það
í yfirlýsingunni að seiðaeldið hefði
brugðist, en illa hefur gengið að ala
seiði hér heima, miðað við það sem
gerist í Noregi.
Vandamál laxeldis á Íslandi liggja í lélegri seiðaframleiðslu, háu raforkuverði og
hágengisstefnu. Jón Kjartan Jónsson hjá Samherja segir að auðvitað hafi laxeldið átt
að verða arðvænleg grein. Hann segir það mikil vonbrigði að nú þurfi að hætta.
VOnBriGÐi Í LAXeLDi
SiGTryGGur Ari JÓhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
„Að sjálfsögðu var
hugmyndin að þetta
yrði arðvænlegur
rekstur hjá okkur í
Mjóafirðinum.“
Frá mjóafirði stjórnendur sæsilfurs lýstu því
yfir í fyrra að hátt gengi krónunnar færi illa
með rekstur stöðvarinnar. Í kjölfar lagabreyt-
inga hækkaði raforkuverð og taldi stjórn
fyrirtækisins að fiskeldið nyti ekki sannmælis.
Fiskeldi seiðaframleiðsla á Íslandi varð á endanum flöskuháls fyrir framleiðsluna.
gunnar steinn gunnarsson segir seiðaeldi á Íslandi vera heilum áratug á eftir því sem
gerist hjá grönnum okkar í Noregi.
þriðjudagur 27. mars 20078
Fréttir DV
LAXELDIÐ BÚIÐ AÐ VERA
Sæsilfur
Salar Islandica
Gunnar Steinn Gunnarsson
Laxeldi leggur upp laupana á Ís-
landi í annað sinn á tuttugu árum.
Sæsilfur í Mjóafirði stefnir nú
að því að hætta laxeldi, en fyrir-
tækið hefur verið leiðandi í sjó-
kvíaeldi á síðustu árum. Sæsilf-
ur er í eigu Samherja á Akureyri
og Síldarvinnslunnar. Þær fréttir
bárust fyrir helgina að fyrirtækið
Salar Islandica ætli að hætta lax-
eldi í Berufirði. Salar Islandica er
í eigu HB Granda. Bæði fyrirtækin
hyggjast einbeita sér að þorskeldi
sem áfram verður staðsett í Beru-
firði og Mjóafirði.
Ekkert til af seiðum
Meginástæðan fyrir því að illa
gengur í laxeldi er skortur á seið-
um. Gunnar Steinn Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Salar Islandica,
segir að eins og stendur séu seiðin
hvorki nógu góð né nógu mörg.
„Seiðaeldi á Íslandi er í það
minnsta heilum áratug á eftir
því sem gerist í Noregi til dæm-
is. Menn hafa staðnað og það er
kannski ekkert skrítið því að hér
hefur ekki verið neitt alvöru fisk-
eldi í langan tíma. Þeir hafa dag-
að uppi með litlar og illa hannað
stöðvar sem eru illa tækjum búnar
í ofanálag,“ segir Gunnar Steinn.
Hann segir þó að enginn vafi leiki
á því að seiðastofninn sjálfur sé
góður.
Sæsilfur hefur fengið sín seiði
frá Íslandslaxi og Salar Islandi-
ca kaupir seiði frá Stofnfiski. Ekki
hefur komið til greina að kaupa
seiði erlendis frá.
Þorskeldi tekur við
Til stendur að skipta út laxeldi
Sæsilfurs í Mjóafirði fyrir þorsk-
eldi. Síldarvinnslan, annar stærstu
eigenda Sæsilfurs, hefur staðið að
umfangsmiklum tilraunum með
þorskeldi á síðustu árum.
Gunnar Steinn hjá Salar Is-
landica segir að meirihluta-
eigandi fyrirtækisins, HB
Grandi, hafi nú þegar tek-
ið ákvörðun um að færa
sig alfarið yfir í tilrauna-
eldi á þorski í Berufirð-
inum í þeirri von að
þar liggi framtíðin. „Það
er þó ennþá talsverður
spölur í land með þorsk-
eldið,“ segir hann. Salar
Islandica er um þess-
ar mundir að ljúka
slátrun á stór-
um árgöngum
af laxi sem sett-
ur var í kvíarn-
ar árin 2003 og
2004.
Fiskeldið er
stóriðja
„Fiskeldi
hérna í firð-
inum er okk-
ar stóriðja,
þannig að það
er mikið í húfi
að haldið verði
áfram með arðvænlegan rekstur,“
segir Sigfús Vilhjálmsson, hrepps-
stjóri í Mjóafirði. Hann staðfest-
ir að nokkur kyrkingur hafi ver-
ið í laxeldinu. Hann segir sömu
vandamálin hafa verið uppi á ten-
ingnum hjá báðum fyrirtækjun-
um, seiðaframleiðslan hafi ekki
gengið nógu vel. Sigfús telur það
vera hart að Íslendingar geti ekki
stundað laxeldi eins og Færeying-
ar og Norðmenn.
Á Djúpavogi munu sex manns
missa vinnuna þegar slátr-
un á laxi leggst af hjá Sal-
ar Islandica. Strax árið
2005 hóf fyrirtækið
að minnka umsvifin
í laxeldinu.
Fortíð í fiskeldi
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem
illa geng-
ur með
laxeldi
hér á
landi. Á árunum 1985 til 1991 var
lagt út í umfangsmikið laxeldi,
sem hvatt var áfram og styrkt af
stjórnvöldum. Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi forsætis-
ráðherra, var áfram um laxeldið,
sem af mörgum var talin arðvæn-
legasta atvinnugrein sem Íslend-
ingar áttu kost á. Fjölmargar
fiskeldisstöðvar voru á
endanum reknar í gjald-
þrot.
Þá, eins og nú,
kom erfiður
seiðabúskap-
ur við sögu.
Það var
haft
eftir Valdimar Leó Friðrikssyni
fiskeldisfræðingi í DV í nóvember
1989 að dæmi væru um að seiði
hefðu gengið kaupum og sölum
á milli stöðva „sem ekkert uxu í
heilt ár,“ eins og hann orðar það.
Valdimar var stöðvarstjóri hjá
Lindalaxi, sem var í eigu Þorvald-
ar í Síld og fisk, ásamt norskum
fjárfestum. Lindalax fór á haus-
inn.
„Seiðaeldi á Íslandi er
í það minnsta heilum
áratug á eftir því
sem gerist í Noregi
til dæmis. Menn hafa
staðnað og það er
kannski ekkert skrítið,
því að hér hefur ekki
verið neitt alvöru
fiskeldi í langan tíma.”
SIGtryGGur ArI jóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
hreppsstjórinn sigfús Vilhjálms-
son á Brekku í mjóafirði telur
áríðandi að afrámhald verði á
fiskeldi í firðinum. „Eldið er okkar
stóriðja,“ segir hann. Í mjóafirði búa
nú um fjörtíu manns.
Salar Islandica í Berufirði
gunnar steinn gunnarsson,
framkvæmdastjóri salar islandica,
segir að kvíarnar í Berufirði verði
framvegis nýttar undir þorskeldi.
Hann segir seiðaeldi á Íslandi vera
eftirá í tækjabúnaði og gæðastjórn-
un. það sé hápólitískt mál að kaupa
seiðin erlendis frá.
Laxeldi í Mjófirði sæsilfur í mjófirði hyggst
nú hætta laxeldi fyrir austan. seiðabúskapur
er bágborinn og það hefur reynst erfitt fyrir
laxeldið. Eigendur fyrirtækisins ætla að
einbeita sér að þorskeldi í firðinum.
í gær.
er dagblað
Fimmtudagurinn 22. febrúar er merkur dagur -
þá verður dV aftur að dagblaði
DV kemur framvegis út mánudaga, þriðjudaga,
miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
brautarholti 26 105 reykjavík
Sími: 512 7000
Fréttaskot: 512 7070
dv.is