Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Síða 15
Jakob Jóhann var nálægt sínu besta í 50 metra bringusundi á HM í Melbourne. Sundgarpurinn Jakob Jóhann Sveinsson keppti í gær í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Melbourne. Jakob Jóhann synti á tímanum 29,02 sekúndur og endaði í 37. sæti af 125 keppendum. Jakob Jóhann var sextán hundruðustu frá sínum besta árangri í greininni. Hann keppir næst á morgun í 200 metra bringusundi en það er hans síðasta keppnisgrein á mótinu. Örn Arnar- son keppir í dag í 100 metra skriðsundi. Fjögur heimsmet féllu á heimsmeistaramótinu í gær. Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps setti heims- met í 200 metra skriðsundi þegar hann synti vega- lengdina á einni mínútu og 43,86 sekúndum. Hann var rúmlega tveimur og hálfri sekúndu á undan næsta manni, Peter van den Hoogenband frá Hollandi. Aaron Peirsol, samlandi Phelps, bætti eigið heimsmet í 100 metra baksundi um 0,19 sekúndur. Í gær synti hann á tímanum 52,98 sekúndum og varð þar með fyrsti mað- urinn til að synda 100 metra baksund á undir 53 sek- úndum. Natalie Coughlin, einnig frá Bandaríkjunum, setti heimsmet í 100 metra baksundi þegar hún synti á 59,44 sekúndum. Hún bætti þar með eigið heimsmet í grein- inni um fjórtán hundruðustu. Ítalska stúlkan Federica Pellegrini kom öllum á óvart í gær þegar hún setti nýtt heimsmet í undanúrslitum í 200 metra skriðsundi. Vegalengdina synti hún á einni mínútu og 56,47 sekúndum. dagur@dv.is DV Sport miðvikudagur 28. mars 2007 15 Sport Miðvikudagur 28. mars 2007 sport@dv.is Snæfell jafnaði einvígið við kr í ótrúlegum leik. úrSlitin réðuSt á lokaSekúndum leikSinS með ótrúlegri þriggja Stiga körfu frá martin thueSen blS. 16 Haukar og Keflavík náðu forskoti í viðureignum sínum. Jakob Jóhann í 37. sæti í bringusundi Allt um leiki næturinnar í NBA NBA Snæfell jafnaði metin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.