Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2007, Síða 27
!óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á THE ILLUSIONIST kl. 5.45, 8 og 10.15 THE HITCHER kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA VENUS kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA NOTES ON A SCANDAL** kl. 6 B.I. 14 ÁRA ** SÍÐUSTU SÝNINGAR THE HITCHER kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA THE HITCHER SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 EPIC MOVIE kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA THE NUMBER 23 kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA GHOST RIDER kl. 5.30 og 10.15 B.I. 12 ÁRA ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 THE HITCHER kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA EPIC MOVIE kl. 6 og 10 B.I. 7 ÁRA NORBIT kl. 6 og 8 FRÁBÆR GAMANMYND ÞAR SEM GERT ER GRÍN AF HELSTU STÓRMYNDUM SÍÐASTA ÁRS. UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! FRÁ FRAMLEIÐENDUM TEXAS CHAINSAW MASSACRE OG THE AMITYVILLE HORROR MEÐ SOPHIA BUSH ÚR ONE TREE HILL OG SEAN BEAN (NATIONAL TREASURE & LORD OF THE RINGS). MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR UM FERÐALAG TVEGGJA HÁSKÓLANEMA Á ÓNEFNDUM ÞJÓÐVEGI Í USA OG HREMMINGUM ÞEIRRA! ÞESSI ER STÓR... VIÐ MÆLDUM! „FRÁBÆR LEIKUR OG EFTIRMINNILEG MYND!“ - B.S., FRÉTTABLAÐIÐ STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA Miðasala á tónleika Bjarkar og Hot Chip hefst í dag: Björk og Hot Chip í höllinni Miðasala á tónleika Bjarkar og bresku rafsveitarinr Hot Chip hefst í dag klukkan 12.00 Tónleikarn- ir verða þann 9. apríl í Laugardals- höll og eru þetta fyrstu tónleikar Bjarkar á Íslandi eftir nær sex ára hlé. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í heimstónleikaferð Bjarkar, en hún er að kynna nýja breiðskífu, Volta sem kemur út um allan heim þann 7.maí. Munu því lög af nýju plöt- unni hljóma á tónleikunum í bland við eldra efni. Einvalalið tónlistar- manna kemur fram ásamt Björk, en meðal þeirra eru Mark Bell og Dam- ian Taylor sem leika á raftæki, Chris Corsano sem leikur á trommur og Jónas Sen á orgel. Einnig hefur Björk sett saman hóp af blástursleikurum sem samanstendur af 10 konum eða þeim Brynju Guðmundsdóttir, Sig- rúnu Kristbjörg Jónsdóttir, Hörpu Jóhannsdóttir, Erlu Axelsdóttir, Særúnu Ósk Pálmadóttir, Bergrúnu Snæbjörnsdóttir, Valdisi Þorkels- dóttir, Sylviu Hlynsdóttir, Björk Ni- elsdóttir og Sigrúnu Jónsdóttir. Tón- leikaferð Bjarkar mun standa yfir í 18 mánuði og er þetta með lengri tón- leikaferðum sem söngkonan hefur farið. Hljómsveitin Hot Chip hefur spilað á landinu í tvígang og vakið athygli út um allan heim fyrir tónlist sína. Þeir gáfu út plötuna The Warn- ing í fyrra sem sló rækilega í gegn. Miðasala á tónleikana hefst í dag, miðvikudaginn 28. mars, stund- víslega klukkan 12:00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar , BT Eg- ilstöðum, Selfossi og Akureyri og á midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Björk Heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi í apríl eftir sex ára hlé. Hot Chip Breskir rafpopparar sjá um að hita upp. Arcade Fire í uppáhaldi Tónlistargoðsögnin David Bowie var fengin til þess að sjá um skemmtiatriði á H&M High Line Festival í New York daga 9. til 19. maí. „Ég var beðin um að setja saman dagskrá sem að ég myndi sjálfur gera mér ferð til þess að sjá,“ segir Bowie en á hátíð- inni koma meðal annars fram Arcade Fire sem er í miklu uppáhaldi hjá kappanum, tölvupoppdúettinn Air og breski grínistinn Ricky Gervais. DiCaprio og Scorsese saman á ný Leikarinn Leonardo Dicaprio mun leika í næstu kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street. Það er handritshöfundurinn Terence Winter sem mun snara sjálfsævi- sögu verðbréfasalans Jordan Belfort í hand- rit, en kvikmyndin byggist á sögu hans. Jor- dan þessi var óprúttinn verðbréfasali á Wall Street og þurfti að dúsa bakvið lás og slá eftir að hafa verið dæmdur fyrir svik. Scor- sese mun leikstýra myndinni, en hann hlaut nýverið Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndina The Departed, en Dicaprio lék aðalhlutverk- ið í henni. 17 daga tónleikaferðalag í Bandaríkjunum I Adapt er ein virk- asta hljómsveit á landinu. Í dag halda þeir piltar í tón- leikaferðalag til Bandaríkjanna og stendur til að spila á einum 14 stöðum. DV sló á þráðinn til Birkis Fjalars Við- arssonar, söngvara hljómsveitarinnar. HHH I Adapt Halda til Bandaríkjanna í dag. Ætli við spilum ekki á einhverjum 14 stöðum í heildina og verðum þarna út í 17 daga,“ segir Birkir Fjalar Við-arsson, söngvari hljómsveitarinnar I Adapt sem heldur í tónleikaferð til Banda- ríkjanna í dag. Förinni er heit- ið til Baltimore, en þaðan verður haldið til nálægra bæja og fylkja. Meðal annars til Allentown, Bos- ton, New York og Burlington. Tónleikar hljómsveitarinnar ytra verða flestir afar ólíkir og af öll- um stærðargráðum. „Þetta er allt frá því að rokka einhverjar sleezy búllur og flotta tónleikaklúbba yfir í að spila heima hjá fólki, úti í garði, bílskúr eða kjallara,“ segir Birkir hress. Það er ekki hlaupið að því fyrir íslenska hljómsveit að fara í tónleikaferðalag í Bandaríkj- unum. Birkir segir að hljómsveitin eigi í samskiptum við erlend bönd og útgáfufyrirtæki, það sé tón- leikaferðalaginu að þakka. „Ég hef sjálfur flutt inn helling af bönd- um frá Bandaríkjunum. Þannig mynduðum við þessi sambönd.“ Með tvær nýjar plötur í farteskinu Tónleikaferðalagið er ætlað til þess að kynna tvær nýjar út- gáfur fá bandinu. Skífuna I Roast Marshmallows in Church Fires, en á þeirri plötu má líka finna efni frá bandarísku harðkjarna- sveitinni The Neon Hookers og svo From Town To Town, sér- staka smáplötu, svokallaða „túr- útgáfu“ sem gefin er út eingöngu fyrir ferðalagið. I Adapt er þekkt fyrir bein- skeytta texta sem fela oft í sér harða samfélagsgagnrýni, áróð- ur gegn hræsni stjórnvalda og almenn læti. Ætlar hljómsveit- in ekki að fara dult með skoðan- ir sínar í ferðinni „Við segjum bara fuck you við þá sem eiga það skil- ið og slökum á með hinum. Mað- ur rífur alveg kjaft óháð því hvar maður er staddur.“ Duglegasta hljómsveit á Íslandi Bandaríkjaförin er langt frá því fyrsta utanlandsför bands- ins. Áður hafa þeir farið þrisvar sinnum til meginlands Evrópu og fjórum sinnum til Bretlands. „Þá hefur verið mikil keyrsla, við erum þá úti í tvær vikur í senn og spilum á hverjum degi. „Förin til Bandaríkjanna er þó örlítið meira spennandi en fyrri ferðir og seg- ir Birkir það vera vegna þess að Bandaríkin séu heimaland harð- kjarnans. „Þetta er meccað. Wash- ington, New York og Boston. Þetta er þar sem þetta byrjaði, hörð- ustu slóðirnar, segir Birkir að lok- um. Þeir sem vilja kynna sér tón- list I Adapt eða komast að meiru um tónleikaferð þeirra geta kynnt sér málið á www.iadapt.net eða myspace.com/iadapt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.