Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 15
LÆKNABLADID 47 Osló (16) var útskriftartíðni við sleglaflökt 19%, en hjá þeim útskrifaðist enginn sjúk- linganna með asystólu. Árin 1976-1979 útskrifuðust 20% þeirra, sem voru í sleglaflökti við komu á slysadeild Borgarspítalans (4). Af þeim sjúklingum, sem urðu fyrir hjarta- eða öndurnarstoppi áður en neyðarbíll kom á vettvang útskrifuðust þrír af 27 (12%). Þetta er sambærilegt og var á slysadeild Borg- arspítalans 1976-1979, en þá útskrifuðust 9% allra skyndidauðra. Nokkuð betri árangur var i endurlífgunartilraunum i neyðarbílnum en á slysadeildinni á sama tíma. Af 30 sjúklingum sem reynd var endurlífgun hjá í bílnum útskrifuðust sex samanborið við tvo sjúklinga af 32 á slysadeildinni. Fyrri rannsókn á árangri endurlífgunartil- rauna skyndidauðra á höfuðborgarsvæðinu tók til 222ja sjúklinga og fjögurra ára (4, 5). Okkar athugun tók einungis til eins árs, meðan á tilraunarekstri neyðarbílsins stóð og náði einungis til 30 sjúklinga. Að mati greinarhöfunda þarf fleiri sjúklinga og lengra athugunartímabil til að endanlega megi draga ályktanir af árangri neyðarbílsins í sambandi við endurlífganir skyndidauðra. Árangur þessa fyrsta árs er svipaður þeim sem lýst hefur verið erlendis þar sem sambæri- legir möguleikar eru á sérhæfðri meðferð utan sjúkrahúss. Mest gagn er af neyðarbílnum við end- urlífganir hjá þeim sjúklingum, sem verða fyrir hjarta- og öndunarstoppi eftir komu hans og við flutning þeirra á sjúkrahús. Bíllinn hefur gjörbreytt fyrstu meðferð sjúklinga grunaðra um kransæðastiflu, en í bílnum eru þeir tengdir hjartarafsjá og lyfja- meðferð hafin. Að jafnaði líða um tíu mínútur frá því beðið er um sjúkrabíl vegna hjartaverks þar til sjúklingur er kominn í gjörgæslu í neyðarbíl og á sjúkrahús eftir um 25 mínútur. Tekist hefur að stytta þann tíma, sem líður frá því beðið er um sjúkrabifreið og þar til hægt er að koma við sérhæfðri meðferð í endurlífgunum úr 11.9 og 12.1 mínútum í 5.9 mínútur. í þeim tilvikum þegar endurlífgun tókst var iðulega um enn skemmri tíma að ræða. Sá tími sem liður frá því beðið er um sjúkrabíl og þar til hann kemur á vettvang hefur einnig styst (ambulance mean time of response), en hann var samkvæmt fyrri rannsóknum 7.3 mínútur og 8 mínútur (4, 5). Margar orsakir geta legið hér að baki, en sú veigamesta er að sjúkrabíll er til taks, stað- settur miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Áð- ur fyrr var sendur á vettvang sá sjúkrabíl, sem var laus hverju sinni og því misvel staðsettur til að komast skjótt á staðinn. Þetta er vel sambærilegt við það sem gerist víðast hvar erlendis, en þar hefur verið lýst meðaltíma á bilinu 3.2 mínútur til 15.9 mínút- ur (21, 22). í rannsóknum erlendis hefur verið lögð áhersla á þennan þátt og bent á að séu lífgunartilraunir hafnar innan fjögurra mínútna og sérhæfð meðferð innan átta mínútna séu möguleikar á að endurlífga allt að 43% sjúklinganna (21, 22). Rannsóknin 1976-1979 benti hins vegar til að meðalflutningstími sjúklinga á slysadeild Borgarspítalans skipti ekki máli með tilliti til árangurs (4). Rök hafa verið leidd að því, að dánartíðni kransæðastíflu lækkaði samfara notkun sérstakra hjartabíla og innlagna sjúklinga með þeim (6, 7, 8, 9, 10, 11,12). Athuganir eru ekki einhlítar hvað þetta varðar og ekki talið algilt að svo sé (10, 13). Frekari rannsóknir þyrfti hérlendis á þessum þætti neyðarbilsins. Mikill kostnaður fylgir rekstri neyðarbíla, ekki síst vegna launa lækna og annars sérhæfðs starfsfólks. Á slysadeild Borg- arspítalans hefur aðstoðarlæknir lyfjadeildar unnið bæði sem læknir bílsins og lyflæknir á bráðamóttöku og sjúkravakt slysadeildar- iryiar. Sama gildir um hjúkrunarfræðingana, sem fara í útköll. Þannig er samnýting á vinnu starfsfólksins á slysadeild Borgarspítalans og á neyðarbílnum, en slíkt fyrirkomulag hefur lækkað rekstrarkostnað erlendis (9). Með neyðarbílnum hefur skapast mögu- leiki til að flytja sjúklinga í gjörgæslu frá slysadeildinni á önnur sjúkrahús og milli þeirra. Einnig hafa aukist beinar innlagnir bráðveikra á vakthafandi sjúkrahús og af þvi augljóst hagræði og þjónusta við sjúklinginn. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna jafna dreifingu skyndiveikra, en slys koma eftir sem áður á slysadeild Borgarspítalans. Reynslan hefur sýnt að flutningar frá slysadeild Borgarspítalans yfir á aðra spítala eru hættulitlir. Að mati höfunda er kostnaður samfara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.