Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 44
66 LÆKNABLADID Reikningar voru síðan samþykktir ein- róma. Gjaldkeri lagði síðan fram fjárhagshorfur 1984 og fjárhagsáætlun 1985. Reiknað er með 25% verðbólgu milli áranna 1984 og 1985. Lagt var til, að árgjöld 1985 hækki í kr. 12.000.00eðaum 15% fráþví, semnúer, enda gert ráð fyrir tekjuafgangi á þessu ári. Gjald til svæðafélaga verður óbreytt, kr. 1.500.00. Árgjaldið kr. 12.000.00 var síðan samþykkt einróma. Næst bauð formaður Láru M. Ragnarsdótt- ur velkomna. Lára hélt síðan framsöguerindi sitt um kostnað við heilbrigðisþjónustu á íslandi og tók fyrir 2 efni: 1. Fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu. 2. Áætlunargerð. í fyrra efninu rakti Lára m.a. þróun og fjárfestingarkostnað á síðustu 3 árum. Hún taldi kostnað vera orðinn slíkan, að fólk væri varla reiðubúið að greiða meira fyrir heil- brigðisþjónustu. Kostnaður við heilbrigðis- þjónustu hefði verið 3% af þjóðartekjum árið 1950 og árið 1983 10%. Lagði hún áherslu á það, hve mikilvægt væri að nýta það fjár- magn, sem fyrir hendi væri, sem bezt. Síðan rakti hún þróun og kostnað við fjárfestingar á síðustu 3 árum. Athyglisvert var, hve erfitt hafði verið að safna upplýs- ingum og sumum tilvikum nánast ómögulegt. í umræðum um fyrra efni erindisins þakk- aði Páll Sigurðsson Láru sérstaklega fyrir gott erindi. Páll sagði fjárfestingu reyndar vera aðeins brot af kostnaði við heilbrigðismál og reksturinn væri það dýrasta. Þetta hafði reyndar komið fram í erindi Láru áður. Lára sagði fjárfestingu í húsnæði og tækj- um auðvitað vera grunn að þeim rekstrar- kostnaði, sem síðar kæmi. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagði íslend- inga lítið hrifna af langtímaáætlunum, sem Lára síðan lagði áherzlu á, þyrftu að vera sveigjanlegar. Páll Sigurðsson sagði síðan erfiðleika vera á að taka í notkun nýjar sjúkrastofnanir, vegna þess að rekstrarfé vantaði. Pétur Pétursson taldi, að þar sem við hefðum engin útgjöld til hermála, mættu útgjöld til heilbrigðismála alveg hækka úr 10% þjóðartekna, sem nú er, í 16%. í síðari hluta framsöguerindis síns um áætlunargerð sagði Lára frá áætlana- og hagsýsludeild ríkisspítalanna. Kom hún þar inn á, að tölvuvinnslan auðveldaði mjög úrvinnslu upplýsinga, sem síðan er grunnur að markvissari áætlunargerð. Talaði hún um kostnaðartegundaráætlun, kostnaðarstaðal- áætlun, markmiðsáætlun og afkastaáætlun. Síðan ræddi hún um þjónustueiningakerfi, sem notað hefur verið til að reikna út nýtingu og kostnað á sjúkrastofnunum. Þar kom i ljós, að þjónustueiningar hafa aukist um 8% frá 1981, en kostnaður á einingu hefur lækkað um 12%á sama tíma. Síðan lagði Lára áherzlu á það, að ef bæta eigi heilbrigðisþj ónustu án þess að auka hlut hennar af þjóðarútgjöldum, þarf að bæta áætlunargerð og fylgjast stöðugt með. Að loknum stuttum umræðum, þar sem m.a. kom fram mikil ánægja með þessi tvö efni framsöguerindis Láru, var henni þakkað með góðu lófataki. Þá var tekið fyrir stjórnarkjör. Stjórn L.í. bar fram tillögu um kjör eftirtalinna, en engin móttillaga barst, og voru þeir því allir sjálfkjörnir: Varaformaður til 2ja ára: Halldór Steinsen Ritari til 2ja ára: Kristján Eyjólfsson Meðstjórnandi til 1 árs: Arnór Egilsson, Finnbogi Jakobsson, Haukur Þórðarson Ólafur Z. Ólafsson. Endurskoðandi: Einar Jónmundsson. Varamaður: Þorkell Bjarnason. í Gerðardóm til 2ja ára; Sigursteinn Guðmundsson. Varamaður: Pálmi Frímannsson. í Siðanefnd til 2ja ára: Guðmundur Péturs- son, Þorgeir Gestsson. Varamenn: Hannes Finnbogason, Ólafur Bjarnason. Önnur mál. Jón Bjarni Þorsteinsson minntist á avinnu- leysistryggingasjóð. Fyrr eða síðar yrði að gera eitthvað í því máli. Þessi sjóður er orð- inn sterkur í Svíþjóð og Danmörku. Atvinnu- leysi fer að verða yfirvofandi hér á landi. Þorvaldur Veigar minnist á Styrktarsjóð Iækna, sem varð til 1966 eftir launadeilu lækna, sem þá var. Gerð var reglugerð um sjóðinn. Eina læknafélagið, sem samþykkti reglugerðina, var L.R. Tillaga um að leggja sjóðinn niður hefur nú verið samþykkt tvisvar á aðalfundi L.R., og er hann nú til ráðstöfun- ar. Þorvaldur Veigar þakkaði Kristófer Þor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.