Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 21
LÆKNABLADID 51 (11,6%). Meiri hluti þessara sjúklinga voru karlmenn. Hversu alvarlegir þessir áverkar voru, má að nokkru leyti dæma eftir meðvitundar- ástandi við komu á spítalann (tafla I). Sextíu og fimm sjúklingar (34%) gengust undir aðgerð. Gerð var 51 aðgerð á höfði. Nokkrir gengust undir fleiri aðgerðir en eina. Eitt hundrað og sjö sjúklingar voru með höfuðkúpubrot. Þar af voru 26 með innkýld brot; 22 þeirra þörfnuðust aðgerðar. Hvað snertir dvalarlengd á sjúkrahúsi eða öðrum stofnunum kom í ljós að flestir sjúklingar dvöldu aðeins í nokkra daga eða viku. Hins vegar voru einnig allmargir sem dvöldust á þessum stöðum í nokkra mánuði eða jafnvel nokkur ár (tafla II). Afleiðingar þessara áverka og árangur meðferðar má sjá á töflu III. Fjórtán sjúkling- ar reyndust hafa beðið alvarlegan skaða og voru ekki færir um að sjá um sig sjálfir. Þar af voru 11 karlmenn og þrjár konur. Þegar slys bar að voru fimm af þessum börn- um 14 ára og yngri. Tíu voru innan við 25 ára aldur og af þeim var aðeins ein kona. Hér var því mest megnis um unga karlmenn að ræða. Þrjátiu og tveir sjúklingar dóu (tafla IV). Hjá ökumönnum bifreiða var dánarhlutfallið 20%, en til viðbótar voru tveir alvarlega heilaskaðaðir. Tveir farþegar í bifreiðum dóu, en sjö voru alvarlega skaðaðir. Af sextán ökumönnum og farþegum bifhjóla dóu sex (37%) og eina konan í þessum hópi dó. Þetta háa dánarhlutfall bendir til þess að á bifhjól- um séu meiri líkur til að slasast mjög alvarlega, en í öðrum ökutækjum. Af þeim 79, sem voru fótgangandi, dóu sextán (20%). Þetta var stærsti hópur þeirra sem dóu. Helmingur þeirra sem dóu í um- ferðarslysum var fótgangandi. Fjórir til viðbótar voru alvarlega heilaskaðaðir. Af þeim sem dóu voru 23 karlmenn og níu kvenmenn. Níu voru börn og nítján voru innan við 25 ára aldur. Sex þeirra voru kvenmenn. í þessum hópi var því eins og áður mest um unga karlmenn. Sjö karlmenn á aldrinum 80-84 ára slös- uðust í umferðarslysum. Fimm þeirra voru lagðir inn á Gjörgæsludeild og fjórir dóu. Á þessum árum dóu 2-7 sjúklingar á ári, eftir að þeir voru vistaðir á spítala vegna umferðarslyss og höfuðáverka, að meðaltali um fjórir á ári. Table I. State of consciousness in 184patients admitted to the Intensive Care Unit, City Hospital, Reykjavík, Iceland with head injuries sustained in traffic accidents 1973-1980. State of consciousness Number Awake, somnolent or stuporous.......... 96 Semi-coma.............................. 48 Coma................................... 25 Deep coma.............................. 15 Total 184 Table II. Length of stay in institutions of 184 patients admitted to ICU, City Hospital, Reykjavik with head injuries after traffic accidents 1973-1980. Stay in hospitals and other institutions Number Cumulative N % One or two days... 18 18 9.8 3 days-2 weeks 107 125 67.9 3 weeks-6 weeks... 29 154 83.7 7 weeks-6 months. 22 176 95.7 7 months-2 years.. 5 181 98.4 3 years-9 years 3 184 100.0 Total 184 — — Table III. Condition of 152 surviving patients admitted to the ICU, City Hospital, Reykjavik, Iceland with head injuries from traffic accidents as of June 1984. Number Goodrecovery................................... 117 Moderate disability, independent................ 21 Severe disability, dependent.................... 13 Vegetative state................................. 1 Total 152 Table IV. Classification and survival of 184 patients admitted to the ICU, City Hospital, Reykjavík, Iceland with head injuriesfrom trauma in traffic accidents 1973- 1980. Alive Died All N °7o N °7o N °7o Car drivers 16 (80) 4 (20) 20 (11) Passengers in cars Motorcyclists 28 (93) 2 (7) 30 (16) and passengers.. 10 (63) 6 (37) 16 (9) Bicyclist Passengers and drivers of other 26 (90) 3 (10) 29 (16) vehicles or type of vehicle unknown 9 (90) 1 (90) 10 (5) Pedestrians 63 (80) 16 (20) 79 (43) Total 152 — 32 — 184 (100)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.