Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 30
56 LÆKNABLADIÐ Þið ykkar, sem fædd eruð eftir að fundir byrjuðu fyrst hér á Landakoti og áttu að byggjast á mannviti, eruð að koma ykkur upp nýjum trúarbrögðum, trúnni á tölvuna. Þið eruð að stíga fyrstu sporin á ævi, sem getur orðið löng, ef hugvitið og tölvan verða ekki búin að sundra þessari jörð í atóm, (eða enn smærri hluta), eða mannfjölgunin búin að eyðileggja allan gróður og kæfa okkur í súrefnisskorti. Á hverjum degi erum við að leggja þúsundir dagslátta undir malbik og keppumst við að eyða regnskógunum, en þeir eru þeirrar náttúru, að ekki er hægt að rækta þá upp aftur. Höfin erum við að menga með geisla- virkum úrgangi og eitri frá efnaverksmiðjum, svo og olíu frá neðarsjávarlindum og olíu- skipum sem farast. Allt þetta hefur hugvitið gert, svo mín kynslóð, sem er að stíga síðustu sporin og trúði á hugvit, er heldur rislág um þessar mundir. Ósköp vildi ég, að það hefði farið svolítið minna fyrir hugvitinu síðustu hálfa öld. En nú ku litlu gulu mennirnir fyrir austan vera að búa til tölvu sem hugsar sjálf. Kannski verður það mannskepnunni til bjargar, ef tölvan tekur af okkur ráðin. Og þá má syngja: »Sjá roðann í austri hann brýtur sér braut,« en þó með öðrum hætti, en höfundur kvæðis- ins ætlaði. ENN AF UPPHAFI FUNDA — LÆKNARÁÐ - FRÆÐSLUNEFND Eins og ég gat fyrr, þá byrjuðu aftur fundir hjá Landakotslæknum 1965. Þá höfðum við fengið fundarsal, sem við héldum að myndi duga okkur lengi, en varð fljótt of lítill. Enn er kapellan nógu stór, hve lengi sem það verður. Það er til skrá yfir þessa fundi, tekin saman af Guðjóni Lárussyni og sýnir, að læknar spítalans voru áhugasamir þá, ekki síður en nú. Framan af komu fundirnir á fárra manna bak og stóð yfirlæknir oft í stappi að fá fundarefni. Árið 1968 var stofnað læknaráð við þennan spítala og var þá hvergi til hér á landi. Það var með öðrum hætti en þau læknaráð, sem síðar voru sett við aðra spítala. Það var ein heild, en skipt í nokkrar nefndir, sem hver hafði sínu hlutverki að gegna. Var svo til ætlast, þó ekki væri það fest á blað, að hver maður ætti að jafnaði þrjú ár sæti í nefnd, en ekki lengur hverju sinni. Kynntust þeir þann veg öllum störfum ráðsins og spítalans. Þar voru engir fulltrúar deilda, engin togstreita ungra manna og gamalla, engir talsmenn undirmanna og yfirmanna. Markið var eitt hjá öllum, velferð spítalans. Þá tók fræðslunefnd ráðsins við því hlutverki að sjá um fundina og allt hefur gengið vel. MARKMIÐ LAUGARDAGSFUNDA í fyrstu var þessum fundum ætlað tvennt. Annars vegar fræðsla og hins vegar að vera samviska læknanna — góð eða slæm eftir atvikum. Frœðs/an átti að vera bæði almenn og sértæk. í æsku minni átti sérhver læknir að kunna ráð við öllum mannanna meinum, en svo hefir hugvitið þokað fram þekkingunni, að við vitum öll hve fráleitt það er nú. Verkaskipting hefur tekið við. Það verður hver að kappkosta að vita æ meira um æ minna svið, en það þýðir ekki að hann eigi að vera alger fáfræðingur um allt annað en sitt kjörsvið. Sérfræði hlýtur að byggja á almennri þekk- ingu. Hengibrú sem lítur út eins og hún væri úr köngulóarvef til að sjá, er grunnmúruð í stöpla beggja vegna árinnar og gotnesk kirkja, eins og Sainte Chapelle, er ekki aðeins það víravirki, sem hún sýnist vera. Hún stendur á traustum grunni og voldugum stoðum, sem ekki sjást nema leitað sé að þeim. Það var trú okkar, sem vorum á miðjum aldri, þegar þessir fundir hófust, að allir læknar spítalans skyldu hlusta á það, sem starfsbræður þeirra hefðu fram að færa, hver á sínu sviði. Lyflæknirinn skyldi hlusta á kírúrginn, abdómínalkírúrginn skyldi sitja undir Iestri orthópedsins, meltingarlæknirinn heyra hvað hormónamaðurinn hefði að segja og augnlæknirinn hlýða messu úrólógsins. Það væri hver maður betur í stakk búinn að sinna sjúklingum sínum, ef hann hefði ein- hverja nasasjón af fleiri sviðum en sínu eigin. Þó guli bletturinn hafi skarpasta sjón, er það hverjum manni háski, að sjónsviðið sé bundið við hann einan. Sjúklingurinn má aldrei verða tilfelli eða númer, hann er maður og maðurinn er flókið fyrirbæri. Svo mikið þótti við liggja, að Iæknar mættu á þessum fundum, að ströng viðurlög voru sett. Ef menn ekki mættu, skyldu þeir leita sér að starfsvettvangi annars staðar. Veit ég ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.