Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 14
46 LÆK.NABLADID og annars sérhæfðs starfsfólks á neyðarstað. í öðru lagi sú niðurstaða rannsóknar á end- urlífgunum á slysadeild Borgarspítalans árin 1975-1979, að árangur endurlífgana myndi ekki batna nema til kæmi meðferð við hjartastoppum utan sjúkrahússins (4,5). Enn- fremur höfðu athuganir á dánartölu hjarta- gjörgæsludeilda hérlendis leitt í ljós, að óliklegt þótti að dánartala við kransæðastíflu breyttist frekar nema við breytt skipulag sjúkraflutninga (14). Rekstur sérstakra hjartabifreiða hófst um 1966 og um svipað leyti vaknaði áhugi fyrir aukinni meðferð bráðveikra og slasaðra fyrir komu á sjúkrahús. Margar rannsóknir liggja fyrir á árangri endurlífgana samfara notkun svokallaðra hjartabifreiða, en fáar athuganir hafa verið gerðar á alhliða neyðarbilum, notagildi þeirra og viðfangsefni. Notkun slíkra bíla færist þó mjög í vöxt í Bandaríkj- unum og Vestur-Evrópu. í þessari rannsókn var lagt mat á alhliða notkun neyðarbílsins og reynt að kanna hvaða kosti hann hefði fram yfir hefðbundna sjúkraflutninga. Neyðarbíllinn kom að veru- legu gagni í 37.8% allra útkallanna. Gagn- semi hans var mismikil eftir eðli útkallanna. Mest gagn var af honum í sjúkravitjunum, en hann kom að verulegum notum í 60% sjúkravitjana og 12% slysanna. Lítill stuðn- ingur var af lækni í 40% útkallanna. Nánast öll slys voru flutt á slysadeild Borgarspítalans til framhaldsmeðferðar og greiningar. Nokkrir sjúklingar voru lagðir beint á vakthafandi sjúkrahús. Meiri hluti slysaútkallanna var vegna minni háttar slysa og í þeim hluta slýsanna voru sjúkraflutningsmenn færir um fyrstu meðferð, en hjá 77 sjúklingum gerði læknir verulegt gagn og gripið var til lífgunaraðgerða í 12 útköllum. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við athuganir annarra á rekstri alhliða neyðarbíla. Uppgjör á neyðarlækniskerfi í Bonn árin 1971-1981 sýndi að ábending fyrir neyðar- lækni væri í 43% útkallanna, hlutfallsleg á- bending (relativ) í 36% útkallanna, en í 7.6% engin ábending fyrir útkalli. Sjúkravitjanir voru 51% útkallanna, en 37% slysavitjanir (1). í Berlín 1984 voru 60% útkallanna á sviði hjarta- og lungnasjúkdóma, þar af grunur um kransæðastíflu í 26% sjúklinganna. Tvö prósent tilfellanna voru vegna slysa. Einungis í 4.3% útkallanna var gripið til lífgunar- aðgerða (2). Rannsókn í Belgíu flokkaði38.5%sj úkling- anna til alvarlegra tilfella, en af þeim voru 17% hjartasjúklingar, 19.5% sjúklingar með skerta meðvitund og aðra taugasjúkdóma, en einungis 2% með fjöláverka. Þar var þriðj- ungur allra útkallanna vegna slysa (3). Læknir kemur fyrst og fremst að notum í fyrstu meðferð utan sjúkrahúss, við ákvörðun á innlögn, við eftirlit meðan á flutningi stendur og ef hægt er að afgreiða vandamálið án flutnings. Fimmtung útkallanna var hægt að afgreiða án flutnings sjúklings á slysadeild Borg- arspítalans eða á annan spítala. Að mati greinarhöfunda eru endurlífganir ekki aðalviðfangsefnið, en líta má á þær sem hástigið, þar sem mest reynir á skjót viðbrögð og samvinnu starfsfólks. Af 30 endurlífgunartilraunum tókust 16 í upphafi. Útskrifuðust sex sjúklingar siðar, en einn sjúklingur varð langvinnur hjúkrunar- sjúklingur. Aðrir sjúklingar létust eftir skamma sjúkrahúslegu' Heildarútskriftar- tíðni þeirra sem endurlífgun var reynd hjá reyndist 20%. Þetta er sambærilegur árangur og lýst hefur verið erlendis þar sem sömu möguleikar eru á meðferð utan sjúkrahúss, þ.e. sérhæfð meðferð strax á vettvangi hjartahnoð, notkun barkaslöngu, raflost og lyfjameðferð. Útskriftartíðni eftir endurlífgunartilraunir erlendis er á bilinu frá 11 % -21 % (8,15,16,17, 18). f Osló, þar sem mönnun neyðarbíls er svipuð, læknir, þrír sjúkraflutningsmenn (einn í þjálfun) eða tveir sjúkraflutningsmenn og hjúkrunarfræðingur, útskrifuðust 19% (16). Samkvæmt fyrri athugun á endurlífgunar- árangri á slysadeild Borgarspítalans árin 1976-1979 var unnt að útskrifa 9% (4). Bestur árangur var við endurlífgun þegar sleglaflökt var til staðar, en af 15 sjúklingum í sleglaflökti tókst endurlífgun hjá 11 í upphafi og af þeim útskrifuðust fjórir síðar (26.5%). Erlendis þar sem sambærileg sérhæfð meðferð er utan sjúkrahúsa hefur verið lýst úskriftartíðni við sleglaflökti milli 11 og 44% (8, 15, 16, 17, 18). í áðurnefndri rannsókn frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.