Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 60
282 1985; 71: 282-4 LÆKNABLAÐIÐ Jón G. Jónasson, Friðbert Jónasson, Árni Björnsson, Bjarki Magnússon ILLKYNJA SORTUÆXLI í AUGNSLÍMHÚÐ Á ÍSLANDI inn<;angur Sorluæxli (melanoma) i augnslímhúð eru sjaldgæf. Tvö slík æxli liafa greinsl hérá landi og eru þau kynnt í þessari grein. Jafnlramt er fjallað um flokkun sortuæxla í augnslímhúð, hvaða meðferð skuli heitt og hvað helst hefur álirif á liorfur. SJÚKRASÖGUR 1) Fyrir tíu árum var hálffimmtug kona lögð inn á augndeild St. Jósefsspítala Landakoti, en hún hafði orðið vör við brúnan blett á auga fáum mánuðum áður. Augnlæknir hafði fylgst með blettinum þennan tíma og talið hann heldur stækkandi og því lagt s júkling inn til aðgerðar. Við komu var sjón 6/6 á báðum augum, engin bólgumerki, ljósop sýndu eðlileg viðbrögð og augnbotnar voru eðlilegir. Við skoðun fannst upphækkað, dökkt æxli á glærujaðri um 4 mm i þvermál, æðaríkt og teygði það sig rúman millimetra inn á horn- himnu. Við almenna skoðun fannst ekkert ath ugavert. Æxlið var ljarlægt í staðdeyfingu. Niðurstaða vefjarannsóknar: Æxlið mæld- ist 5x3x2 mm; hnúðlaga, illkynja sortu- æxli, gert úr snældufrumum og þekjulíkum (epitheloid) frumun. Mikið sortuefni (mela- nin) var til staðar. Vefjaskoðun benti til, að æxlið væri upprunnið frá fæðingarbletti (nevus). Rannsóknir með tilliti tii útbreiðslu æxlis voru neikvæðar og er sjúklingur nú, tíu árum síðar, enn einkennalaus. 2) Árið 1978 var tæplega sextugur karlmaður lagður inn á augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti. Sjúklingur hafði fyrst leitað til augnlæknis þrem árum áður, þá með þriggja I) Rannsóknarslofu Háskólans viö Barónstig, 2) augndeild St. Jósefsspítalans, Landakoti, 3) lýtalækningadeild Landsspítal- ans. Barst ritstjórn 02/07/1985. Samþykkt til birtingar 05/07/- 1985. til fjögurra ára sögu um dökka litun á augnslímhúð, mest á augnhveli. Er hann var skoðaður árið 1978 virtist útbreiðslan meiri og litur dekkri, en annaðekki athugavert. Var því tekið sýni úr neðra táruhvolfi, þar sem litun var sterkust, en niðurstaða vefja- rannsóknar var sú, að um langvinna slim- himnubólgu og sortu (melanosis) væri að ræða. Sjúklingur var síðan skoðaður á eins til tveggja ára fresti og töldu hvorki þeir, sem hann skoðuðu, né hann sjálfur, að um breytingu væri að ræða, þar til haustið 1984, að hann kom í skoðun. Hann taldi sig hafa haft aðskotahlut undir hægra efra augnloki í 3-4 mánuði. Hann var búsettur úti á landi og hafði ekki leitað læknis þrátt fyrir óþægindi. Er augnlokinu var velt, kom í ljós mjög dökkt æðaríkt æxli u.þ.b. 5x9 mm, nokkuð þykkt, vaxið í slímhúð augnloks (sjá mynd 1). Sjúklingi var því stefnt á St. Jósefsspítala, Landakoti. Við komu var sjón 6/6 á báðum augum, slímhúð vinstra auga var eðlileg, ljósop sýndu eðlileg viðbrögð og augnbotnar voru eðlilegir. Æxlið var fjarlægt í staðdeyfingu. Niðurstaða vefjarannsóknar: Æxlið mæld- ist 9x6x5 mm illkynja sortuæxli af þekju- líkri (epitheloid) frumugerð, með áberandi sortu efnu. Aðliggjandi æxlisvextinum var töluverð hnattfrumuíferð (sjá mynd 2). Skoðun og rannsóknir með tilliti til æxlis- úbreiðslu voru neikvæðar. Talið var nauðsynlegt að fjarlægja hluta augnloks auk innihalds augntóftar og var sjúklingur því fluttur á lýtalækningadeild Landsspítalans, þar sem sú aðgerð var fram- kvæmd. Niðurstaða vefjarannsóknar: Augað mæld- ist 2,6 x 2,6 x 2,5 cm. Dökkar litarbreyting- ar voru á augnslímhúð augnhvels (conjuncti- va bulbaris), mest áberandi ofantil og hliðlægt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.