Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 5

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986;72:117-9 117 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 72. ÁRG. - MAÍ 1986 IÐRAÓLGA - ÓLGA í IÐRUM Hvað er iðraólga (irritable bowel syndrome, IBS)? Er um einn kvilla að ræða eða samsafn margra með mismunandi orsakir? Svar við þessu vefst fyrir mönnum af ýmsum ástæðum. Kvillinn er illa skilgreindur og orsök (orsakir) hans óþekkt (ar). Ennfremur vita menn ekki um ákveðið klíniskt kenni- merki hans (marker), þar sem í kvillanum finnast ekki áþreifanlegar veilur. Hann er hins vegar afar algengur og villir oft fyrir, hvað greiningu snertir, því hann tekur oft á sig mynd annarra sjúkdóma, oft alvarlegra. Fyrir þessa sök verður kvillinn mikilvægari, þótt hann sé sjálfur meinlaus. Nýleg könnun bendir til þess, að 14 til 22% manna hafi þennan kvilla (1). Því kemur ekki á óvart, að meira en helmingur sjúklinga, sem leita til sérfræðings í melt- ingarsjúkdómum, hafa iðraólgu. Þegar um svo algengan vanda er að ræða, verður sú spurning áleitin, hvar setja á mörkin milli eðlilegra meltingartruflana og iðraólgu. Læknar geta sjálfir ráðið miklu í þessu efni, því að í túlkun þeirra getur skaðlaus kvörtun orðið að kvilla og þar með sá, sem kvartar, að sjúklingi. 1 nýlegum leiðara er stungið upp á því, að iðraólgu- sjúklingar séu »kvartarar« (somatizers), þeir túlki streitu sem einkenni (2). Þótt einkenni um iðraólgu hafi fyrrum verið rakin til ristilsins (colon irritabile syndrome), telja nú flestir, að mjógirni og jafnvel magi og vélinda eigi fullt eins mikla hlutdeild í einkennum. Þess vegna á iðraólga (IBS) betur við en ristilbólga (ICS). Hver eru þá einkenni iðraólgu? Þau eru fremur óljós, fyrst og fremst endurteknir langvinnir kviðarholsverkir samfara hægða- óreglu, oftast hægðartregða og niðurgangur á víxl. Verkirnir eru ýmist staðbundnir eða dreifðir hvar sem er í kviðarholi eða jafnvel baki, þó oftast í neðanverðum kvið. Þeir geta verið af ýmsu tagi, svo sem krampa- kenndir verkir, stingverkir eða seiðingur. Hægðaóregla getur lýst sér með ýmsu móti, sem strjálar eða harðar hægðir, með miklum rembingi eða tilfinningu um ónóga tæmingu. Þegar um niðurgang er að ræða, eru hægðir oftast tíðar eða linar, oft tíð hægðarþörf, en venjulega er ekki um aukið hægðarmagn að ræða. Sjúklingar með verk án hægðaóreglu eða hægðatregðu án verkjar verða því varla flokkaðir með iðraólgusjúklingum. Sjúkdómsmyndin verður hins vegar iðu- lega mun flóknari, þar sem iðraólgusjúkling- ar hafa fjölmörg einkenni, sem ýmist má rekja til garna eða annarra líffæra. Þannig hefur helmingur þeirra ógleði og uppköst, fjórðungur til helmingur meltingarónot og kyngingartruflun og tæplega þriðjungur til- finningu um kökk í hálsi (globus) (3). Auk þess hefur helmingur sjúklinga höfuðverk og meira en fjórðungur kvartanir frá þvagfær- um. Tíðni geðrænna vandamála af ýmsu tagi er frá 0 til 90% (3). Er iðraólga ef til vill fyrst og fremst ertar garnir hjá ertum einstaklingum, sem þola illa lífsins ólgusjó eða eru garnir þessara annars eðlilegu einstaklinga óeðlilega viðkvæmar? Hér má minna á það, að fyrstu tilraunir og skipulegar athuganir, sem beindust að sál- arlífj og sjúkdómum, voru einmitt gerðar á magaslímhúð við ýmsar aðstæður, meðal annars við mismunandi streitu og geðshrær- ingu. Lengi hefur verið kunnugt, að aukinn þrýstingur í bugaristli hefur i för með sér kviðarholsverk og hægðatregðu, en minnk- aður þrýstingur veldur niðurgangi (4). Fáeinir afbrigðilegir lífeðlisfræðilegir þættir varpa nokkru ljósi á iðraólgu. Sjúklingar kvarta fremur um verk en aðrir, virðast hafa lækkað sársaukaþrep og sýnt hefur verið fram á, að þeir þola verr út- þenslu, en heilbrigðir, á endaþarmi við ákveðinn þrýsting (5). Iðraólgusjúklingar kvarta oft um ónot eða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.