Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 15

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 123 ég þessar fullyrðingar fram við Snorra Pál einan, myndi hann horfa á mig kíminn og segja: Þú segir það. Ennþá heyri ég frá stúdentum og yngri læknum af ágætri kennslu hans. Trúlega ástundar hann enn að auka á þekkingu og hæfni nemenda sinna. Örugglega er hann enn að breyta viðhorfum þeirra og er fyrirmynd þeirra vegna rök- hyggju og skarprar hugsunar. Ég vék í upphafi máls míns, að þeim um- skiptum sem urðu við kjaradóm 1963. Þótt kjörin hafi stórbatnað þá, varð enn nokkur bið á því, að vinnuaðstaðan batnaði veru- lega. Því til sönnunar langar mig til þess að segja örstutta sögu: Fyrir um það bil tuttugu árum komu kandídatar til starfa á sjúkrahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Þá var enn sú venja þar á bæ, að handskrifa sjúkraskrár, en þær voru síðan vélritaðar næsta morgun. Stjórn þess spítala hafði þá ekki enn komið auga á það gagn, sem hafa mætti af segulbands- tækjum. Þeir nýkomnu höfðu áður og und- anfarið unnið á öðrum spítala, þar sem bann- að var að skrifa neitt það, sem lesið varð í orðabelg. Voru þess kyns apparöt á öllum vinnuherbergjum og auk þess eitt í bún- ingsklefa framan við böðin á skurðstofu- gangi. Við vorum þannig komnir með áunna ritleysu, að mestu búnir að missa hæfileikann til þess að skrifa og höfðum engan hug á að fara í endurhæfingu. Eftir samráðsfund var farið til Snorra Páls til þess að leita ráða: Við svona vinnuskilyrði munu menn bara ekki sætta sig! Snorri Páll svaraði hljóðlega: »Er það svo?« Andartaki síðar birti yfir svip hans og hann sagði glettnislega: »Þið eruð bjartsýnir, þykir mér. Vissuð þið, að það tók mig þrettán ár að fá eigin stól til þess að sitja á?» Daginn eftir var málið lagt fyrir, eins og Snorri Páll hafði ráðlagt og leið nú ekki á löngu að fyrsti orðabelgurinn birtist. Að framsögðum þessum sundurlausu þáttum, er komið að því, að víkja að tilefni þess, að ég stend hér og ræði um Snorra Pál Snorrason: Samtök lækna heiðra þá félaga, sem fremstir eru jafningja hvor á sínu sviði. Ég tók í byrjun hliðstæðu af Nestor frá Pýlos. Eins og vikið hefur verið að, er hliðstæðan við þjóðsöguna ekki fullkomin. Nútímamerking orðsins nestor er: Patrí- ark og leiðtogi á sinu sviði. Patríark merkir hins vegar virðulegur öldungur. Virðulegur já, öldungur nei. Við skulum hafa í huga að Nestor hóf einmitt ráðgjöf sína, þegar hann var kominn að sjötugu. Snorri Páll: Það tók þig þrettán ár að fá eigin stól til þess að sitja á. Ef þú heldur, að þú fáir helgan stein til þess að setjast í, þegar þú ferð á eftirlaun, skjátlast þér illilega. Það gæti hugsanlega tekið önnur þrettán ár. Fram að því veit ég að þú hefir nóg að starfa. Á þessari stundu er mér það sannur heiður, að fá að afhenda þér skjal, því til staðfestu að þú ert rétt og einróma kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reykjavíkur. ÁVARP GUÐMUNDAR I. EYJÓLFSSONAR Mér hefur hlotnast sú ánægja að ávarpa Þórarin Guðnason, sem stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur kosið heiðursfélaga sinn. Þórarinn Guðnason hefur starfað í Reykjavík síðan 1949 og var framan af bæði heimilislæknir og skurðlæknir við Hvíta-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.