Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 23

Læknablaðið - 15.05.1986, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 127 - Tíðni brjóstakrabbameins eykst frá 30 ára aldri en fer verulega vaxandi eftir 40 ára aldur. Mammógrafiunefnd landlæknisemb- ættisins telur að nóg sé að hefja hópskoðun með brjóstamyndatöku við 40 ára aldur ef jafnframt er tekin ein mynd af 35 ára kon- um. Áhætta við hópskoðun með brjósta- röntgenmyndun er nú talin vera hverf- andi lítil þótt um endurteknar skoðanir sé að ræða. Jafnframt er nú auðveldara en áður að meta nánar breytingar, sem eru grunsam- legar á myndunum. Þess vegna væri hægt aðhefja hópskoðunina t.d.við 35 ára aldur. Geta læknar utan Leitarstöðvar vísað konum i skoðun hjá Krabbameinsfélaginu? — Já, læknar utan stöðvarinnar geta að sjálfsögðu nýtt sér þjónustu félagsins hvað varðar bæði hópskoðanir og sérskoðanir. Ef þeir vilja getur Leitarstöðin tekið að sér að rannsaka konu og senda í meðferð ef þarf. Einnig geta læknar vísað beint í sérskoðun og fengið síðan í hendur niðurstöður rannsóknar og skipulagt sjálfir frekari meðferð. Hvernig eiga læknar að fara að sem vilja senda konur til Krabbmeinsfélagsins í sér- skoðun brjósta? — Það sem læknar þurfa að hafa í huga er eftirfarandi: Best er að konur séu fyrst send- ar í röntgenskoðun áður en þær eru sendar í ástungu því það hefur stundum valdið vandræðum að læknar sem panta skoðun hér vilja aðeins senda konur í ástungu. Stundum er slík ástunga ekki nauðsynleg. Betra væri að senda konuna fyrst í röntgen- rannsóknina, fá niðurstöður hennar og ákveða í framhaldi af því hvort ástungan er nauðsynleg. Oft getum við séð strax af röntgenmyndunum hvort ástungan er nauð- synleg eða ekki. Ef ástungan er hins vegar gerð á undan er hugsanlegt að blæðing verði og hún getur truflað mat á myndunum eða útilokað að hægt sé að taka þær í sömu heimsókn. Þess vegna höfum við óskað eftir því að starfsfólkið hér sem tekur við pöntun um ástungu spyrji læknana hvort viðkom- andi kona sé þegar búin að fara í röntgen- myndatöku. Ef svo er ekki óskum við að það sé gert fyrst og síðan er framkvæmd ástunga. Þetta reynum við að gera sama daginn ef konan er utan af landi. Er þá hægt að taka röntgenmynd fyrir hádegi og fara í ástungu eftir hádegi sé þess þörf. Annað sem ýtir undir að konur fari alla leið gegnum kerfið hjá okkur er að eftirlitið verður virkara að okkar mati. Komi fram grunur um einkenni krabbameins höfum við strax samband við lækni konunnar eða konuna sjálfa svo ákveða megi frekari meðferð. Áttu von á að farið verði út í hópskoðun með röntgenmyndatækni á næstunni eða verður látið nægja að gera það við sérstakar ábend- ingar? — Alþingi samþykkti í maí 1985 þingsál- yktunartillögu þess efnis að skorað var á ríkisstjórnina að beita sér fyrir að koma á kerfisbundinni leit að brjóstakrabbameini hjá konum með brjóstaröntgenmyndatöku. Samkvæmt ummælum þáverandi heil- brigðismálaráðherra Matthíasar Bjarnason- ar er það stefna stjórnarinnar að slíkar hópskoðanir ættu að hefjast í síðasta lagi haustið 1987. (Heilbrigðismál 1985, 33(2):5.) Þegar að þvi kemur er það skoðun mín að tengja megi innköllunarkerfi legháls- og brjóstaskoðana á þann hátt að hefja rönt- genmyndatöku á öllum konum á aldrinum 40 til 69 ára og taka einnig með 35 ára konur. Árin 1980 til 1985 greindust árlega milli 80 og 97 tilfelli af brjóstakrabbameini. Getur hópskoðun með röntgenmyndatöku lækkað þessa tíðni? — Það er vdfasamt þar sem brjóstakrabba- meinið hefur ekki öruggar forstigsbreytingar og því ekki að búast við sama árangri og í leghálskrabbameinsleitinni hvað varðar lækkun á nýgengi. Telur þú að hópskoðun með brjóstarönt- genmyndatöku muni lækka dánartíðni þess- ara kvenna? — Já. Við teljum að hópskoðun með brjóstaröntgenmyndum hafi þegar sannað gildi sitt með þeim árangri sem náðst hefur erlendis svo sem í Svíþjóð og Hollandi. Með myndatökum getum við fundið lítil æxli sem eru ekki þreifanleg. Við vitum úr legháls- krabbameinsleitinni að batalíkur kvenna er greinast með krabbamein á byrjunarstigi án

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.