Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 36
136 LÆKNABLAÐIÐ Rætt hafi verið um að fella þessa þjónustu niður, en ekki hafi komið formleg tillaga þar að lútandi. Atli Dagbjartsson spurði hvers vegna L.í. hefði greitt skuldir Læknaþjónustunnar sf. Þorvaldur Veigar gerði grein fyrir, að þetta hafi verið talinn »herkostnaður« kjarabaráttu lækna, sem kæmi öllum til góða og að á formannaráðstefnu hafi menn verið sammála um að greiða þessa skuld og stjórn L.í. tekið lokaákvörðun í framhaldi af því. SKÝRSLA STJÓRNAR DOMUS MEDICA Arinbjörn Kolbeinsson hóf tölu sína á sögulegu yfirliti. Fyrstu hugmyndir að bygg ingu húss hafi komið fram á árunum milli 1920 og 30. Forsendur hafi skapast eftir samninga um sérfræðiþjónustu kringum 1960. Þá hafi 27 læknar verið tilbúnir að leggja fram stofnframlög læknastofa. Aðal- hvatamaður og driffjöður byggingar hússins hafi verið Bjarni Bjarnason. Fjármögnun hafi verið stofnframlög lækna til stofa, framlag frá læknafélögunum, lán frá lækna- félögunum af aukaskatti á lækna í landinu og lánafyrirgreiðsla Búnðarbankans. í raun hafi húsið verið mest allt i skuld, er það var tekið í notkun. Því þurfti að setja upp rekstur sem gaf arð. Hafi það verið í formi veitingareksturs og nú sé svo komið að Domus Medica hafi greitt upp allar sínar skuldir á síðasta ári. Þakkaði Arinbjörn framlag Friðriks Karlssonar, framkvæmda- stjóra, í gegnum árin í því samþandi, en hann hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Arinbjörn gat þess síðan, að rekstur s.l. árs hefði verið með hefðbundnu sniði. Út- drætti úr ársreikningum 1984 hafði verið deift meðal fundarmanna og vísast til hans. Hann gat þess í lokin, að nú væru forsendur fyrir að draga úr veitingarekstri og nota sal inn meira fyrir læknafundi og aðra skylda starfsemi. Pétur Lúðvigsson, formaður fræðslu- nefndar læknafélaganna, lýsti ánægju sinni ef Domus Medica yrði nú meira til reiðu fyrir fundarstarfsemi. Lýsti hann þó vand- kvæðum á húsakynnum og spurði um hugs- anlegar breytingar. Arinbjörn taldi stjórn Domus Medica jákvæða fyrir nauðsynlegum breytingum á húsakynnum. Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri, reif aði lauslega hugmyndir sínar að breytingum á salnum. Þorvaldur Veigar færði Friðriki Karlssyni sérstakar þakkir L.í. fyrir vinnu hans í þágu þessarar stofnunar. SKÝRSLA STJÓRNAR EKKNASJÓÐS Páll Þórðarson gerði grein fyrir stöðu sjóðsins og vitnaði í skýrslu stjórnar L.í. (þls. 35) varðandi úthlutun úr sjóðnum. Lagði hann fram reikningsyfirlit til skoðunar fyrir fundarmenn. SKÝRSLA STJÓRNAR LÍFEYRISSJÓÐS LÆKNA Páll Þórðarson vitnaði í skýrslu stjórnar L.í. (bls. 34), sem líta megi á sem skýrslu stjórnar sjóðsins. Minnti hann jafnframt á aðalfund Lifeyrissjóðs lækna, sem haldinn yrði daginn eftir, 24. september. TILLÖGUR TIL ÁLYKTANA OG LAGABREYTINGA í lok fundarins voru reifaðar tillögur til ál- yktana, samtals 14. Var fulltrúum síðan skipt í starfshópa til að fjalla um framkom- nar ályktunartillögur og fundi síðan frestað til næsta dags. Fundur hófst aftur kl. 9 að morgni þriðjudags og skipaði formaður, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Viðar Hjartarson fundarstjóra og Jón Steinar Jónsson fund- arritara. I. ÁLIT STARFSHÓPA OG AFGREIÐSLA ÁLYKTANA OG TILLAGNA, SEM FYRIR FUNDINUM LIGGJA Talsmenn hvers starfshóps skýrðu frá starfi þeirra og var síðan hver ályktun fyrir sig tekin til umræðu og afgreidd. Viðar Hjartarson hafði orð fyrir fyrsta starfshóp. a. Tillögur til lagabreytinga frá stjórn L.í. Hafði starfshópurinn ekkert við þær að athuga, né heldur fundurinn og voru tillögurnar samþykktar samhljóða. Eru það breytingar á 15. grein, 7. tölulið og þar mun standa í stað »skýrsla stjórnar Ekknasjóðs«, »kynntir ársreikningar Ekknasjóðs«, í 15. grein 10. tölulið stendur í stað »kosning fastanefnda«, »kosning Siðanefndar skv. 20. gr.« í 21. grein fellur niður 2. málslið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.