Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1986, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.05.1986, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 139 sínum réttindum. Jafnframt beiti ráðherra heilbrigðismála sér fyrir því, að í þeirri end- urskoðun á læknalögum, sem nú fer fram, verði nánar kveðið á um réttindi þau, er almennt lækningaleyfi veitir.« Urðu talsvert miklar umræður um þessa tillögu og var m.a. komið inn á þau starfsréttindi sem almennt lækningaleyfi gef- ur. Einnig var talsvert rætt um stöðu heim- ilislækninga sem sérgreinar og möguleika þeirra, sem það nám stunda nú. Landlæknir lýsti áhyggjum sínum yfir því, að enn reynist erfitt að manna stöður heilsugæzlulækna úti á landi og það á ekki einungis við um af- skekkt héruð. Taldi hann þó tillöguna hug- myndafræðilega réttlætanlega. Tillaga kom fram um að vísa þessari tillögu til stjórnar L. í. Var það borið upp og fellt með 14 atkvæðum gegn 6. Breytingar- tillaga starfshópsins var síðan samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4. II. AFGREIÐSLA REIKNINGA OG FJÁRHAGSÁÆTLUNAR Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri L.Í., skýrði fjárhagsáætlun L.í. fyrir 1986. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við þessa fjárhagsáætlun. Síðan voru bornir upp ársreikningar Læknafélags íslands fyrir 1984, sem kynntir voru í byrjun fundar daginn áður. Voru þeir samþykktir samhljóða. III. ÁKVÖRÐUN ÁRGJALDS Jón Bjarni Þorsteinsson, gjaldkeri, vísaði í fjárhagsáætlun stjórnar og í samræmi við það lagði hann til, að árgjald næsta árs yrði kr. 16.000 á hvern félagsmann, af því færu 2000 krónur til svæðafélaga. Var þessi tillaga samþykkt samhljóða. IV. KOSNINGAR Fyrir fundinum lá tillaga stjórnar L.í. um kjör í stjórn félagsins. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, sem verið hefur formaður Læknafélags íslands í 6 ár samfleytt, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn L.í. hafði stungið upp á Hauki Þórðarsyni sem formanni til tveggja ára og var hann sjálfkjörinn með góðu lófataki fundar- manna. Tillögur stjórnar L.í. um aðra stjórnar- meðlimi voru: Gjaldkeri til tveggja ára Sveinn Magnús- son. Meðstjórnendur til eins árs: Arnór Egilsson, Gestur Þorgeirsson, Jón Jóhannes Jónsson og Sverrir Bergmann. Voru þeir allir sjálfkjörnir. Endurskoðandi var kjörinn Einar Jón- mundsson og varamaður hans Þorkell Bjarnason. í Gerðardóm til tveggja ára var kjörinn Gunnlaugur Snædal og varamaður hans Vikingur H. Arnórsson. V. ÁKVÖRÐUN UM NÆSTA AÐALFUND L. í. Til máls tók Árni Gunnarsson formaður Læknafélags Norðvesturlands og bauð hann Læknafélagi íslands að halda næsta aðal- fund á Sauðárkróki. Var því fagnað með lófataki fundarmanna. VI. ÖNNUR MÁL Haukur Þórðarson, nýkjörinn formaður, steig í ræðustól og þakkaði fundinum traust í sinn garð og annarra nýrra stjórnarmeð- lima. Hann þakkaði einnig þeim, sem úr stjórninni hverfa og sérstaklega Þorvaldi Veigari Guðmundssyni, fráfarandi formanni og tóku fundarmenn undir það með lófataki. Næstur tók til máls fráfarandi formaður, Þorvaldur Veigar Guðmundsson. í fram- haldi af umræðum um fjármögnun rann- sókna á íslandi gerði hann stutta grein fyrir umræðum á læknaþingi daginn áður og sagði, að þar hefðu komið fram eindregin tilmæli um, að stjórn L.í. beiti sér fyrir því, að frumvarpsdrög um stofnun rannsókna- og vísindaráðs hér á landi, sem nú eru í athugun í menntamálaráðuneytinu, verði hið fyrsta lögð fram á Alþingi. Um er að ræða tillögur til breytinga á núgildandi lögum um Vísindasjóð, rannsóknir í þágu atvinnu- veganna og rannsóknarráð. Formaður fór fram, á að hin nýja stjórn L.í. tæki málið til athugunar. Þakkaði formaður síðan félagsmönnum fyrir þeirra mikla starf í þágu félagsins. Síðan þakkaði hann starfsfólki skrifstof- unnar, sérstaklega Páli Þórðarsyni, fyrir samstarfið og einnig starfsfólki í Domus Medica og sérstaklega Friðriki Karlssyni. Síðan þakkaði hann samstarfsmönnum sínum í stjórn fyrir samstarfið og að lokum afhenti hann Hauki Þórðarsyni.nýkjörnum formanni, lyklavöld að skrifstofum lækna- félaganna. Fundi var síðan slitið kl. 12.30

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.