Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 41 Læknisfræði, kenningar hennar og framkvæmd þeirra er tímabundin, breytileg. Sem dæmi má nefna að ekkert þeirra lyfja, sem nefnd eru í Lbl., mun nú notað nema morfín og ópíum. Og ég held að orðin »blóðþrýstingur«, »efnaskipti« og »hormónar« komi aldrei fyrir í Lbl. og hvergi er talað um »offitu«. Í formála að bókinni »Æviminningar læknis« eftir Sigurð lækni Magnússon, sem út kom 1985, talar Vilmundur Jónsson, fyrrverandi landlæknir, um þá erfiðleika »að vera uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á annarri«. Svipaðir erfiðleikar mæta þeim, sem nú á dögum skal rita eða ræða um þau fræði, sem koma fram í Læknablaði Guðmundar Hannessonar 1902-1904. Jafnvel maður, sem að árafjölda á læknisnám sitt miðja vegu milli útgáfuára Lbl. og dagsins í dag lendir þar í torfærum. Og hann hefur enga möguleika, enga löngun og því síður neinn rétt til annars en að álíta að þar hafi góð lœknisfræðiþess tíma verið sett fram á prýðilegan hátt. Sama fyrirvara hef ég á við næsta flokk: 2. Heilbrigðisþjónusta og framkvæmd hennar. Hér er mikið ritað um bólusetningar, sóttvarnir og sótthreinsun, sjúkraskýli og sjúkrahús. G.H. gerir greinarmun á »sjúkraskýlum«, sem fylgi bústöðum lækna og séu rekin í beinum tengslum við heimili þeirra, og »sjúkrahúsum«, sem séu á stærri stöðum og rekin sem sjálfstæðar einingar. Hann birtir eigin grunnteikningar af tveim stærðum slíkra stofnana. Ennfremur grunnteikningu af sjúkraskýli á Brekku í Fljótsdal og sjúkrahúsi á Fáskrúðsfirði með tilheyrandi gagnrýni, en bæði þessi hús voru þá í byggingu. Hann ræðir og fleiri kosti í þessum efnum, »sjúkrahald privatmanna« í þéttbýli og »PrivatkIinik lækna«. Um þetta gildir allt hið sama: Það er fróðlegt aflestrar en fjarlægt veruleika okkar í dag, og skal ekki rætt nánar hér. Aðeins skal bent á að hér liggur mikil hugsun og vinna að baki og að hér er fjallað um vandamál og viðfangsefni þessara fyrstu ára tuttugustu aldarinnar frá sem flestum hliðum. 3. Staða lækna í samfélaginu, hlutverk þeirra, réttindi og skyldur. Efnahagur lækna, laun þeirra og gjaldskrá. Um þessi mál skrifar G.H. oft og frá mörgum hliðum, og verður hér aðeins drepið á örfá atriði af því. Strax í fyrstu tveim tölublöðunum er löng ritsmíð: »Hvernig erum vér íslenzkir læknar? Hvernig ættum vér að vera?« Þetta tvennt fer ekki saman að dómi G.H. og kemur þar margt til: Miður góð undirbúningsmenntun, einangrun lækna, og mest af öllu áhugaleysi og framtaksleysi þeirra. Af þessu leiði smátt og smátt »....þekkingar- og æfingarleysi í öllu því, sem ekki er dagsdaglegt.« (Bls. 3/1901) En hér er ekki aðeins læknum um að kenna heldur og umhverfi þeirra. »Alþýðan krefst lítils - það gjörir lækninum auðveldara að slá slöku við.« (Bls. 3/1901) Í nýársávarpi til lækna 1. janúar 1902 (bls. 17/1902) segir G.H.: »Ef ég væri spurður að, hvað gott mér dytti í hug nú um áramótin, þá væri það eitthvað í þá átt, að vér, ísl. læknar, gætum verið stórveldi í landinu. Yfir 40 menntaðir menn, dreifðir um land allt, lausir við öll dogma og kredduhöft, flokkur með nokkrum fjárráðum, sem sífellt er á ferðalagi, sem kynnist landsmönnum og lífi þeirra flestum mönnum betur,.... vér ættum að geta haft geysileg áhrif!« Það er glöggt og kemur víðar fram að G.H. ætlar læknum mikinn hlut og áhrif innan samfélagsins, þó að ekki liggi ljóst fyrir með hverju móti hann hugsar sér að það verði. Og honum finnst talsvert skorta á það. Á blaðsíðu 9/1901 segir hann m.a.: »Einnig hef ég mjög oft orðið þess var, að oss læknunum er skipað neðar í áliti alþýðu, en flestum öðrum embættismönnum. Þetta kemur ljóslega fram, þegar læknar eru bornir saman við sýslumenn.....»Ég þúa nú alla nema sýslumanninn og amtmanninn«, sagði bóndi einn, sem ég ekkert þekkti, sem afsökun fyrir því, að hann þúaði mig. Þetta lýsir hugsunarhættinum hjá fjölda manna. Ofan á það að vér erum lélegir læknar, bætist það, að vér erum flestir fátækir og hjá eigi allfáum - lítilsvirtir!« Á næstu blaðsíðu segir G.H. svo: »Vér eigum að verða vel sjálfstæðir í efnalegu tilliti, helzt svo vel, að vér séum ekki neyddir til að sitja í embættum fram til elliára. Socialt eigum vér að geta oss þann orðstír, að þjóðin meti lækna sína meira en kaupmenn, sýslumenn og pöntunarstjóra, að þeim öllum ólöstuðum.« Það er víða vikið að fjármálum og efnahag lækna í Lbl. Á blaðsíðu 9/1902 gerir G.H. taxta lækna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.